Vikan


Vikan - 13.01.1983, Qupperneq 44

Vikan - 13.01.1983, Qupperneq 44
Orkusparandi eldunaráhöldii Framhaldssaga kaffihúsinu. Meðal þeirra sá ég allt í einu Rosemary og Phil Sloan, sem stældu góðlátlega um, hvort þau ættu að leyfa sér þann munaö aö fá sér súkkulaðikökur. Þau komu auga á mig rétt í sama mund og ég sá þau. Viö brostum og veifuöum, og þau komu strax til okkar og settust hjá okkur. Eg kynnti þau fyrir Jane alls hugar fegin. Kjánalegt af mér að muna ekki eftir þeim. Auövitað var engin ástæða til að rjúka brott frá Kirchwald, þegar ég átti vísa vináttu og umsjá þessara þægi- legu hjóna. - 0 - Jane fór til Igls, en ég eyddi kvöldinu með Rosemary og Phil, fyrst í Innsbruck, síöan á Alte Post. Eg sagði þeim frá atburöum dagsins, og þeim blöskraði fram- koma Jons Becker. Þau voru furðu lostin, þegar ég sagöi sögöu heldur hann því fram, að þetta hafi verið óviljaverk. Eg fæ ekki séö, aö lögreglan geti gert nokkuð í málinu. — Jæja, viö getum þó að minnsta kosti eitthvað gert, sagði Rosemary hlýlega. — Haföu engar áhyggjur, Kate. Þú mátt ekki láta þetta eyðileggja fyrir þér dvölina hér. Phil langar að vera sem mest á skíðum, en ég get það ekki, svo að þú gerir okkur báðum greiöa, ef þú ert mér til skemmtunar. Og í samfylgd okkar ertu fullkomlega örugg. Eg var þeim þakklát fyrir alla vinsemd þeirra. Að sjálfsögðu kvaöst ég vilja ganga snemma til náöa, svo aö þau gætu verið út af fyrir sig síðasta hluta kvöldsins, en þau heimtuöu aö fá aö fylgja mér til herbergis míns og biöu, þangaö til ég var búin að fullvissa þau um, að ekki hefði veriö brotist inn hjá mér í þetta sinn. I fyrsta sinn síðan ég kom til Kirchwald gat ég gengiö til náða meö öryggistilfinningu í huga. - 0 - Næsta morgun fórum við öll þrjú saman til Kirchwalder Alm. Kvef Rosemary var orðiö að þurr- um hósta, og hún harðneitaöi aö láta það hindra sig lengur í að fara tilfjalls. Phil var sá eini, sem hafði meö sér skíöi. Rosemary var ekki nógu hress til að fara strax í skíðatíma, og ég var of mikill viövaningur til að hætta mér í brattann. Við Rose- mary ráðgerðum aö njóta sólar eftir föngum, áöur en við færum aftur niður með lyftunni, en Phil ætlaði aö renna sér alla leið niður. Meöan við biðum við lyftuna, svipuöumst við um eftir Jon Becker og vini hans með apaand- litið, en komum hvergi auga á þá. Eg deildi lyftustól með málgefinni þýskri konu, sem lét það ekki hafa áhrif á oröaflauminn, þótt ég skildi í mesta lagi tvö af hverjum tíu oröum, sem hún sagöi. Rose- mary og Phil komu saman í næsta stól. Við Rosemary nutum morguns- ins til hins ýtrasta. Við sátum með fæturna í snjó upp fyrir ökkla og teygðum andlitin mót sólu. Phil fór með diskalyftunni hærra upp í fjallið og kom síðan brunandi niður til aö fá sér heitt púns meö okkur. Hann fór aðra ferö upp á toppinn, en síöan fengum við okk- ur snarl í hádegisverð, og að því loknu stakk hann upp á, að við Rosemary færum í gönguferð eftir „háloftastígnum”, sem svo var kallaður, meðan hann hvíldi lúin bein á veröndinni. Það rifjaðist upp fyrir mér, að það var einmitt gönguferö, sem Stephen hafði mælt með. Mér hafði tæpast komiö Stephen í hug síöan viö skildum daginn áður, og ég var því fegnust að sjá hann ekki meðal skíðafólksins í Alm. Becker var heldur hvergi aö sjá, né vin hans, Fritzi, og þó mér sýndist ég sjá Toni Hammerl bregða fyrir, var ég alls ekki viss. Það var erfitt að bera kennsl á menn í þessum hafsjó af marglit- um húfum og skíðagleraugum. En aö minnsta kosti virtist enginn gefa okkur sérstakan gaum þarna. Þetta varð hressandi gönguferð. Stígurinn, sem var niðurgrafinn í snjóinn, lá frá hávaðasömu veit- ingahúsinu gegnum furulund og kringum fjallsöxlina. Sólin skein á andlit okkar, loftið var eins og svalt og þurrt hvítvín. Einu hljóð- in, sem heyrðust, voru þyturinn í trjátoppunum, marriö í snjónum þeim, að hann heföi látið aka bílnum sínum á mig. — Mér finnst þú ættir að snúa þér til lögreglunnar, sagði Rose- mary. — Þaö finnst mér líka, sam- sinnti Phil. — Þó er sá hængur á, að þig vantar vitni. Eða heldurðu, að einhver hafi séð, hvað raun- verulega gerðist? Eg yppti öxlum. — Jon Becker sagðist hafa séö þaö, en að sjálf- unigun trevorurnar DÖNSK GÆÐAVARA NÝJAR SENDINGAR NISSEN Danska gæðavaran Einmg leirmunir eftir Gunnar Ólafsson og Helga Björgvinsson styttur eftir Önnu Sigriði. Postsendum OPIÐ LAUGARDAGA Hafnarstræti 11 simi 13469 44 Vikan 2. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.