Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 6
Handhæga settið og
Á kirkjulistarsýningu sem haldin var á Kjarvalsstöðum
um páskana vakti Handhæga settið eftir Magnús Tómas-
son athygli margra. Nöturieg tenging við nútimann var ef til
villþað sem augað greip og eftirsat.
Magnús var heimsóttur um það leyti er sýningin stóð sem
hæst, spurður um þetta verk og önnur sem hann átti á sýn-
ingunni, SÚM, borgarlistamennsku og sitthvað fleira, en
þó fyrst og fremst um kirkjulist og unga myndlistarmenn.
„Eg var eiginlega alveg búinn
að gleyma þessu verki, það lenti
einhvern veginn á milli sýninga,
varö til rétt eftir að ég sýndi 1969
og þegar ég sýndi næst féll það
ekki inn í þá sýningu. Á þessum
tíma óx maður svo fljótt frá verk-
um sínum. Margt af því sem ég
gerði á þessum árum fór á haug-
ana, maður var bara feginn að
losna við þetta. Flest af því var of
stórt til aö hægt væri að halda upp
á þaö, enda sæi maður víst hvern-
ig væri umhorfs í heiminum ef allt
væri varðveitt. Handhæga settiö
slapp kannski fyrst og fremst viö
haugana af því þaö var ekki
stærra en þaö er.
Ef ljósmynd varöveitir verk er
það ekki alveg glataö. Annars
breytist maður með árunum og nú
held ég upp á verkin mín.
Á þessum tíma taldi ég mig vera
ateiista, guöleysingja, en að vísu
trúaöan guöleysingja. Og það á
ekkert skylt við að vera guðlaus
trúmaður. Biblían er, eins og
gríska goðafræöin, menningararf-
ur og hvort tveggja nota ég mynd-
rænt þegar hægt er að skírskota til
nútímans!
Þegar ég byrjaöi á sögu flugsins
var auðvitaö ekki hægt að ganga
fram hjá heilögum anda, svo þaö
sem á kirkjulistarsýningunni heit-
ir I upphafi er aðeins brot af sögu
flugsins. 1969 varð til verkiö:
Vertu þinn eiginn guð, do-it-
yourself-kit í stíl við litla efna-
fræðinginn með myrkri á flöskum,
peru og batteríi.
Ég hef fengist við sköpunarsög-
una í járn og sýndi það á sýningu
sem hét 0 og fór um Noröur-
lönd 1972-3.
Brauðiö og fiskarnir eru hagnýt-
ar biblíusögur og í skapandi stærð-
fræöi nota ég líka biblíuefni með
ævintýrum H.C. Andersens.
Efniö sem ég vinn í getur
breyst, ég er til dæmis að mála
stór málverk núna sem eru í beinu
framhaldi af litlu þrívíðu myndun-
um sem ég sýndi á Kjarvalsstöð-
um í fyrrasumar.
Hlutirnir breytast á yfirborðinu
en hugmyndalega er ákveðinn
skyldleiki.
Það er skrýtið, maður uppgötv-
ar aö maður hefur lagt lykkju á
leið sína til aö vinna hugmyndir
sem maður fékk fyrir 14—15 ár-
um. Mér finnst ég samt alltaf vera
sami byrjandinn. Það sem ég hef
verið aö gera seinustu 10—12 árin
veröur aö skoðast sem heild.
Ég kalla það sem ég er að gera
visual poetry, sýniljóð, og get ekki
flokkað þaö undir annaö nafn.
Það má segja að öll góð mynd-
list sé óöur til sköpunarmáttarins.
En ég hef ekki fundiö að ég ætti
samleið með kirkjunni. Lúterska
kirkjan virðist ekki hafa haft
áhúga á því í aldaraðir aö nota sér
skapandi myndlist. Sú kaþólska
vildi beygja listina undir beina
þjónkun viö kirkjuna — með fáum
undantekningum eins og Hier-
onyus Bosch.
Svo er það alltaf spurning hvort
kirkjulist sé list sem sé kirkjunni
þóknanleg. Sýningin á Kjarvals-
stöðum var ekki þannig hugsuð.
Fleiri SUM-menn hafa unnið
trúarverk en ég. Ef kirkjan heföi
viljað hagnýta sér listamennina
hefði ekki verið fyrirstaða af
þeirra hálfu.
Þegar maður skoðar kirkju-
byggingar á íslandi fær maður á
tilfinninguna aö ekki hafi verið
smekkmenn á ferðinni. Gömlu
handverksmannakirkjurnar eru
bestar. Þær eru notalegar. Arki-
tektar eru tæknimenntaðir. Og
kirkjubyggingarnar eru hrikaleg-
astar þeirra verka. Þeir hafa ekki
þá myndlistarmenntun sem til
þarf til að leika sér að línum og
formum. Þessu mætti ef til vill
ráða bót á með því aö gera al-
menna myndlistarmenntun að
inntökuskilyröi í arkitektaskól-
ana, en þaö er ekki gert nú, þó svo
aö til dæmis í Kaupmannahöfn
séu arkitektar menntaðir í sér-
hluta listaakademíunnar.
Þaö er undarlegt hvernig skipu-
lagsyfirvöld og arkitektar fá að
6 Vikan 16. tbl.