Vikan


Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 14

Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 14
Texti: Hrafnhildur Ljósmyndir: RagnarTh. Nú er verið að sýna leikritiö Grasmaðkur í Þjóðleik- húsinu en það er fyrsta leikrit Birgis Sigurðssonar sem sett er upp í þeim húsum. Leikstjóri verksins er einn þrautreyndasti leikstjóri okkar, Brynja Benediktsdóttir, og er ekki að undra að hún skuli hafa valist til verksins. Brynja hefur á undanförnum árum fengið í hendurnar frumsamin verk eftir flesta af rithöfundum okkar og hafa þau hlotið góða umfjöllun bæði gagnrýnenda og al- mennings. Nægir þar að nefna Óvita Guðrúnar Helgadótt- ur, Dags hríðar spor Valgarðs Egilssonar, sem hún leik- stýrði ásamt Erlingi Gíslasyni, Tíu tilbrigði eftir Odd Björnsson, Ég vil auðga mitt land eftir drengina Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarin Eldjárn, Straumrof eftir Halldór Laxness og Gosa sem var best sótta leikrit Þjóðleikhússins á síðasta ári og gerði Brynja leikgerðina að því leikriti sjálf. Síðast en ekki síst má nefna INUK sem ekki aðeins gerði það gott á Is- landi, heldur fór sigurför á leiklistarsýningum um víðan heim. — En hvernig fannst Brynju að vinna við hið nýja verk Birgis, Grasmaðk? „Verkiö sjálft er alveg óskap- lega vel unnið. Ég var svo sannar- lega hálftaugaóstyrk yfir að gera því ekki nægilega góð skil. Viö þurftum auðvitað aö móta ytra borðiö en ekki að finna neinar tæknilegar lausnir, sem er mjög gott því að tíminn hér í Þjóðleik- húsinu er ákaflega knappur þegar á sviðið er komið. Þegar leikstjóri vinnur viö frumsamiö verk þá byrjar hann á botninum, neðst niðri og kafar sem dýpst til aö finna eöli verks- ins, finna leiðina, hvaða leið maöur á aö velja til að koma sem best til skila boðskap höfundarins á listrænan hátt. Leikstjóri hefur um óendanlega margar leiöir að velja og þá ekki síður leikararnir. Síðan þarf aö virkja sköpunarafl leikaranna í þágu höfundar. Leik- urum finnst auðvitað miklu eftir- sóknarverðara að fást við persón- ur sem eru að fæðast í fyrsta skipti á sviði. Leikararnir eiga þar á vissan hátt persónurnar. Ég hef oft fengið þaö í hendur að setja upp frumsamin íslensk verk og mér finnst það mjög eftir- sóknarvert. Og ég er ánægð með aö það hefur verið töluvert um þau nú hin síðustu ár. Jú, reyndar hef- ur verið fátt um kvenrithöfunda í leikhúsinu. Það er ekki af því að þær fái ekki sömu tækifæri í leik- húsinu og karlrithöfundar heldur hitt að það er heldur lítið framboö af leikritum eftir þær. Það er helst ef þær hafa unnið í leikhúsunum, eins og Nína Björk Árnadóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, að þær þora að koma meö eitthvaö eftir sig. Hinar viröast vera miklu rag- ari og þurfa meiri tíma til að fara af stað. En nú er Briet kollegi minn að setja upp verk eftir Svövu Jakobsdóttur hér í kjallaranum og er það tilhlökkunarefni. Það hefur verið mjög gaman fyrir okkur leikhúsfólkið að vinna þetta verk og við erum hrifin af höfundinum. Auðvitað verður maður aö gagnrýna verkið, brytja það niður til að ná upp spennu í sýningunni, en undirstaða vinn- unnar er ánægjan með verkiö af okkar hálfu. Og það er ekki svo lít- ið atriði. Æfingatímabilið fyrir leikrit sem þetta er tími ótrúlega mikils álags fyrir leikara, fyrir leikstjóra og allt leikhúsfólkiö. En þó maður vinni svona eins og hundur þá tryggir þaö alls ekki aö uppfærslan hljóti náð fyrir augum áhorfenda, eða gagnrýnenda. En þá veit maður að þótt þetta sé nú allt saman eitt fiaskó þá er það um leið reynsla sem okkur hefur hlotnast, sem við höfum lært af. Þetta er atvinnuleikhús og því skilja slík mistök ekki eftir tómið eitt. Álagiö á leikurunum er stund- um óguðlega mikið. Þar sem ég hef ekki leikið sjálf á sviði síðan í Berlín 78 þá hef ég haft frið til að fylgjast með, skoöa og dást aö leikurunum. Ég verð stundum bókstaflega máttlaus af að fylgj- 14 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.