Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 16
Af fmgrafimleikum á ábyrgð Álafoss
Ingibjörg Jakobsdóttir fær aðstoð hjá
kennaranum á námskeiðinu, Rögnu Þórhalls-
dóttur.
í Álafossbúðinni við Vesturgötuna er ýmislegt
að sjá — og jafnvel heyra! Úr einu homi búðar-
innar berst nokkuð þéttur og jafn kliður ásamt
kaffibollaglamri — sem hljómar eins og besti
saumaklúbbur áður en jafnréttið skar þá niður
við trog af alkunnu miskunnarleysi. Varð það til
þess meðal annars að sú þarfa þjóðfélagsumræða
og félagsráðgjöf áðuraefndra klúbba féll í hendur
alls kyns fræðinga sem auðvitað þurfa að leggja á
sig langskólanám til að geta talist klúbbtækir í
meðallagi.
í Álafosshorainu blómstrar prjónaklúbbur um
hábjartan daginn, á miðjum opnunartíma
verslunarinnar og viðskiptavinir eru frjálsir að
því að horfa og hlusta að vild. Og markmið hefur
hópurinn svo sannarlega, frá fingrum fimum
renna hin flóknustu prjónamynstur úr fínasta ein-
girai sem umbreytist í sparikjóla í fyllingu
tímans.
Fyrsta tilraun með kennslu í eingiraisprjóni
var gerð á vegum Álafoss í haust og varð aðsókn
strax mikil. Færri komust að en vildu og var því
16 Vlkan 16. tbl.
Úr prjónahomi hjá Álafossi.
námskeiðunum haldið áfram eftir áramótin.
Kennt er fjóra daga vikunnar og þá þrjá tírna í
senn. Hvert námskeið er tvisvar í viku og síðan
hvílt aðra viku og þá reiknað með heimaprjóni
þátttakenda. Prjónaðir era samkvæmiskjólar og
getur hver nemandi valið sér gerð og liti að eigin
ósk. Miðað er við að námskeiðið nægi til að ljúka
einum kjól og í lokin er haldið hóf þar sem allar
mæta í kjólunum þvegnum og strekktum. Tilbú-
inn kjóll af þessari gerð kostar frá 6.000 krónum
og upp úr en námskeiðsgjaldið er aðeins 100
krónur. En meginmarkmiðið var að kynna
íslenska handprjónabandið og fræða fólk um að til
er margt annað en lopi og virðist sem þaraa vanti
alls ekki áhuga almennings.
Meðfylgjandi myndir voru teknar einn
kennsludaginn í búðinni og einnig birtum við
mynd af síðasta námskeiði, lokakvöldinu þar
sem allar mæta í eigin kjólum. í næsta tölublaði
Vikunnar verður svo uppskrift að eingiraiskjól
sem Álafoss hannaði sérstaklega fyrir okkar
ágætu lesendur.
Af fyrra námskeiði
þar sem allar mættu
í kjólunum að nám-
skeiði loknu.
TextirBorghildur Anna
Ljósm.: Ragnar Th.
og fleiri