Vikan


Vikan - 21.04.1983, Síða 19

Vikan - 21.04.1983, Síða 19
I viö samt aö geta sest niður og rætt umþað.” Tom brosti hughreystandi og teygði höndina í átt til hennar. „Auðvitaö, Díana, auðvitað. Láttu mig bara hafa hnífinn.” Hún var í þessum alveg sér- staka hvíta kjól og skemmti sér bara helvíti vel. Hún heyrði ekki hvað þau voru að segja en hún sá þau í gegnum gluggann og það var alveg nógu gott. Að minnsta kosti í bili. Og hún hafði gert þetta alveg sjálf. Rétt eins og fullorðna manneskjan sem Jóel var alltaf að segja að hún ætti að vera. Svo gengu þau nær hvort öðru, hún sá það í gegnum gluggann, og andardráttur hennar varð örari og grynnri eins og hann varð stund- um þegar Jóel vissi alveg hvað hann varaðgera. Gulur þvagblettur breiddist út á fallegum hvítum brúðarkjólnum. Opin inni voru svo hávær og hún var svo æst að hún tók ekki einu sinni eftir því. Tom æpti á Díönu. „Þú lýgur að mér,” orgaði Tom og augu hans leiftruðu. „Þú varst sú eina sem varst hér í íbúðinni og það veistu.” „Tom,” sagði Díana biðjandi og reyndi að byggja á því litla trausti sem eftir kunni að vera á milli þeirra. „Hvað er að gerast með okkur?” „Þú ert að verða vitlaus, það er það sem er að gerast með okkur! ” „Þú trúir því þó ekki,” sagði hún ákaflega hljóðlega. „Ekki þaö? Ég skal sýna þér hvort ég trúi því ekki. Ég ætla að koma mér burt héðan, andskotinn hafi það. Ég ætla ekki aö vera hérna eina andskotans mínútu til viðbótar og djöfullinn hafi það að ég sofi í húsi þar sem geðveik kona er að leika sér að skærum og sveðjum!” Hann klæddi sig í flýti og hvarf út um dyrnar. Einhvern veginn hafði Díana nóttina af. Hún blundaöi ef til vill einu sinni eða tvisvar en hún gat ekki verið viss um það. Um morguninn dróst hún til Scribners, ennþá taugaóstyrk og uppgefin. Hún stóð á aðalhæðinni og var aö flytja eina af sínum venjulegu ræöum fyrir einn venjulegan viðskiptavin þegar maður kom æðandi inn eins og Patton fremst í flokki skriðdrekasveita sinna. Snöggvast sá Díana ekki annað en manneskju sem bókstaflega þaut á tánum á mesta hraða yfir gólfið. Það var ekki fyrr en þessi maður var alveg kominn að henni að hún áttaði sig á að þetta var Tom. Hann greip um handlegg hennar og stýrði henni til dyra. „Díana, ég er búinn að panta tíma. Það bíður leigubíll hérna úti með mælinn í gangi og ég vil að þú komir með mér þegar í stað.” Díana tók eftir að hr. Russell, þröngsýni, gráhærði verslunar- stjórinn, stóð rétt hjá þeim. „Er eitthvaö að, ungfrú Stewart?” spurði hann. Hún sneri sér að verslunarstjór- anum. „Mér þykir fyrir því, herra Russell, ég er hrædd um að ég verði að fá frí síðdegis í dag. ” „Það er eins gott að þetta sé mjög mikilvægt,” sagði hún viö Tom. „Ég verð kannski orðin atvinnulaus á morgun. ” „Við erum að fara til geðlæknis,” sagði Tom. „Fara hvert?” hrópaði hún upp yfir sig. Hún sagði það nógu hátt og vantrúuð til að hálf verslunin sneri sér við og starði á hana. Hún hafði kannski vinnu fyrir þrjátíu sekúndum. Hún hafði áreiðanlega enga vinnu lengur. „Tom hefur verið að segja mér frá óvenjulegum atburðum síð- ustu daga,” sagði Edward Graham geðlæknir, „og okkur fannst báðum aö það væri til bóta ef þú ræddir um þá með þínum eiginorðum.” „Það sem ég segi viröist ekki skipta marga máli þessa dagana,” svaraði hún. „Það mun skipta mig máli ef þú vilt ræða þetta við mig. En auð- vitað vil ég ekki að neinum finnist hann þvingaður hér á stofunni.” „Jæja, mér finnst ég vera þvinguð,” sagði Díana hátt og lét reiði sína í ljós. „Þvinguð til að koma hingað, þvinguð til að líta um öxl á hverju götuhorni vegna þess að ég held að einhver geti veriö að elta mig. Svo þú skalt ekki hafa áhyggjur af því, læknir, þótt mér finnist ég þvinguð hér á stofunni, það er bara kremið á kökunni.” Og hún brosti til hans sinni útgáfu af gervibrosinu hans. „Díana,” sagði Tom eins og hann væri að tala við barn. „Graham læknir er bara að reyna að hjálpa þér. Ég held að þú ýkir þetta.” Graham hélt áfram: „Segðu mér, Díana, hefurðu séð þessa manneskju sem er að eyðileggja íbúðina ykkar?” Þetta virtist sakleysisleg spurning og sett fram af áhuga en Díana þekkti gildru þegar hún sá gildru. „Nei, það hef ég ekki,” svaraöi hún hikandi. „Díana,” hélt læknirinn áfram, „ég ætla að spyrja þig tveggja spurninga enn og ég ætla að biðja þig um aö svara mér ákaflega hreinskilnislega vegna þess að það er mjög áríðandi fyrir ykkur Tom bæði að þú gerir það. I fyrsta lagi ætla ég að biðja þig að segja mér, hversu fáránlegt sem þér kann að finnast það, hvort þú hafir nokkru sinni fundið til sektar- kenndar vegna dauða foreldra þinna.” „Það er í rauninni ekki sektar- kennd,” byrjaði hún og svo þagnaði hún snöggvast, reyndi aö setja þetta í orð. „Jæja, kannski er það sektarkennd. Það var vinnan og Tom og flutningarnir til New York — ætli ég hafi ekki eytt minni tíma með foreldrum mínum en ég hefði átt að gera. í rauninni var ég eini ættingi þeirra og ég gat ekki einu sinni mætt í sextugs- afmæli fööur míns. Ég vona bara aö þau hafi vitað hvað ég elskaöi þau heitt.” „Tom sagði mér að foreldrar þínir hefðu verið á leiöinni frá Rhode Island til að hitta hann þegar slysið varð.” Hann þagnaði hugsi, hélt svo áfram. „Heldurðu, Díana, aö það sé einhver mögu- leiki á því að það sem hefur gengið á í íbúö ykkar Toms sé ómeövituð aðferð þín til að refsa ykkur Tom fyrir dauða foreldra þinna?” Díönu langaði til að sparka í sjálfa sig. Hún hafði verið svo heimsk að ganga beint út í kvik- syndi og einu manneskjurnar tvær sem gátu fleygt til hennar reipi voru önnum kafnar við að leita að nöglum í kistuna hennar. „Þar sem ég er orðinn læknir þinn, Díana, verð ég að krefjast þess að þú horfist í augu við sann- leikann. Lögreglan hefur látið framkvæma rannsókn og ég vil að þú vitir hvað kom út úr því. Hárið sem var á myndinni á veggnum, blóðið á lakinu og röddin á segul- bandinu í stofunni ykkar er allt óneitanlega frá þér komið. Þaö getur verið erfitt fyrir okkur öll að horfast í augu við staðreyndir, Díana, en þetta hefur nú samt veriö að gerast með þig. Og þann veruleika verðum við öll að reyna sameiginlega að glíma við.” Sektarúrskurðurinn skall snöggur og óvæntur á Díönu. Þegar hún tók til máls var hún hræðilega róleg, en það vissi Tom aö boöaði vandræði. „Ég kæri mig ekki um að setja þig í aðstöðu þar sem þú ert tilneyddur að brjóta siöareglur starfsstéttar þinnar, Graham læknir, en ég vil gjarna fá að vita hvar þú hefur fengiö þessar upplýsingar.” „Frá Tom, aö sjálfsögðu,” svaraði Graham og leit snöggt á Tom. „Honum þykir vænt um þig, Díana, og hann vill að þú komist aftur til heilsu.” Díana stóð upp, titrandi af bræði, og gnæfði yfir unnusta sínum. „Áttu við,” sagði hún hægt, „að þú hafir vitaö þetta allt og ekki sagt mér frá því?” „Vertu svo góð að setjast, Díana,” sagði Graham læknir. „Við getum öll hjálpast að við að komast til botns í þessu en við þurfum að vinna með þér. Trúðu mér, ég skil hvað þetta hlýtur aö koma þér mikið úr jafnvægi.” „Nei, það gerirðu ekki!” hrópaöi hún upp yfir sig. „Þú skilur að ég er gengin af göflunum vegna þess að hann hefur sagt þér að ég sé gengin af göflunum.” Áherslan sem hún lagði á orðið hann lét engan vafa leika á við hvern hún átti eða hvaða tilfinn- ingar hún bar til hans. Og áður en mennirnir tveir gátu áttað sig fyllilega á því hvað var að gerast hafði Díana snúist á hæli og rokið út af stofunni. Laurie steig skref afturábak og hugsaði um hvað herbergið hennar væri hræðilegt ef hún heföi ekki þessa 357 glæsilegu bréffætui festa með teiknibólum á veggina fjóra. Alls staðar. Frá gólfi til lofts. Það var varla hægt að greina gifsið. Svo kom Jóel inn að trufla hana. Hann gekk að rúminu, settist þar hjá henni og strauk hárið frá augum hennar. Það var ein aðferð hans til að sýna henni blíðu. Eins og hún væri einn hundurinn. „Er allt í lagi, Laurie?” „Ég hef verið að hugsa. Það er enginn hérna sem ekki gefur skít í mig.” Svo ákvað hún að kvelja hann svolítið. „Hefurðu einhvern tíma átt kærustu, Jóel?” Hann stóð upp af rúminu, rjóður í vöngum. Það var svo auðvelt að koma honum úr jafnvægi á þennan hátt. „Þú ert eins konar kærasta mín,” muldraði hann. Svo vakti blaðaúrklippa athygli hans, hornið á henni stakkst fram undan lögulegum kálfum. Það var undarlegt. Hönd hans barst upp aö fóta-mósaíkinu og dró frá fæturna sem földu úrklippuna. Svipurinn fékk hann til að súpa hveljur. Hann reif gulnaða’ úrklippuna af veggnum til að skoða hana betur. Laurie sat upprétt á rúminu. Hún kannaöist viö vandræði þegar hún sá þau. Jóel ýtti úrklippunni 16. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.