Vikan


Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 35

Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 35
Draumar I barna- vöggu Kceri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Eg er mjög ber- dreymin en get ekki ráðið draumana sjálf svo ég leita til þtn. Draumurinn er á þessa leið: Eg og maður, sem vinnur á sömu skrif stofu og ég, erum á leið með mikilvcegt skjal á aðra skrifstofu. Við komum inn í forstofuna. Hann biður mig að bíða þar á meðan hann fer með skjalið, svo hverfur hann inn um dyr hcegra megin íforstofunni. Eg fer að líta íkringum mig og sé að þetta er stór salur eða herbergi með lausum skilrúmsvegg á miðju gólfi sem hcegt er að ganga í kringum. Eg byrja að ganga inn herbergið og sé þar mikið af málverkum uppi á vegg eins og á mál- verkasýningu. Eg labba að einni myndinni og sé að á málverkinu er maður að faðma konu og hefur bitið stykki úr hcegri öxl kon- unnar. Sé ég þá sömu kon- una standa við hlið mér. Mig hryllir við og labba frá myndinm. Þá sé ég að gólfið hinum megin við skilrúmið er aflíðandi. Allt í einu er ég komin ofan í barnavöggu með banana í vinstri hendi og þar er einhver að ýta mér af stað niður hallann. Eg er komin á talsverða ferð þegar R vinur minn stoppar mig. Hann er hissa á svipinn en ég prila upp úr vöggunni og hendi banananum. Eg held áfram og er komin á sama stað eða að útgöngu- dyrunum og horfi út. Þar sé ég margt fólk að btða eftir strætó. Einn maðurinn lítur til mín með áhyggju- svip — ég brosi til hans. Allt í einu er ég komin inn í eldhús til systur minnar og er hún að baka. Þar er Itka eldri systir okkar. Eg segi við þær að mig hafi dreymt einkennilegan draum um að ég væri í barnavöggu. Þá sé ég fjórar gamlar konur koma inn í eldhúsið og segja: ,, Það kemur barn fljótt undir hjá þér. ” En ég segist ekkert vera í svoleiðis hugleið- ingum. En þær halda þessu stíft fram og íþví vakna ég. Kæri draumráðandi, ég vona að þú getir ráðið þetta fyrirmig. Með fyrirfram þökk, Sigrún. Innan skamms munu verða merkileg tímamót í lífi þínu og flest bendir til að þau verði vegna ein- kennilegs en ánægjulegs ástarævintýris sem þú átt, ævintýris sem mun án efa verða einhverjum (annarri konu) til sárinda en þér gæti það borið ávöxt. Gömlu konurnar eru mikið heillatákn og þó þessir atburðir muni ef til vill gerast hraðar en þú hefðir kosið og þú munir minna ráða en þú myndir vilja um gang mála verða þessir atburðir, þegar til lengri tíma er litið, einhverjir þeir ánægjulegustu í lífi þínu. Aðeins einn skugga mun bera á: einhver sárindi og jafnvel vinamissir virðist óhjákvæmilegur í sam- bandi við þetta. Ómögu- legt er að sjá á þessum draumi hvort ævintýrið verður skammvinnt eða langvinnt (hvað þá hvort það muni endast ævina út) né hvort maðurinn sem í hlut á er sá sem er með þér í drauminum. Bleik frá hvirfli til ilja Mig dreymdi að ég var á leiðinni í vinnuna í strætó. Eg fór úr strætó á Hlemmi og labbaði framhjá búð. Fyrir utan búðina var stillt upp einhverjum fötum, meðal annars húfum og höttum. Eg stoppaði og fór að skoða fötin. Þá finnst mér kona, sem stendur við hliðina á mér, taka einn hattinn og setja hann á höfuðið á mér. Hatturinn var bleikur og fannst mér hann fyrst vera of lítill en hún þrýsti honum niður og þá var allt í lagi. Stðan spurði ég hana hvort hann færi mér ekki vel, mér fannst ég vera nokkuð ánægð með hann. Þá verður mér litið niður eftir sjálfri mér og sé þá að ég er í bleikum sokkum, bleikri kápu og undir kápunni bleikum kjól. Eg sagðist ekkert skilja í mér að hafa farið í öllu bleiku, en ég hefði bara ekki tekið eftir hvað ég hefði verið að gera. Eg sagði: ,,Einnst þér þetta ekki Ijótt?” Hún sagði: ,,Jú. ” Síðan hlógum við lengi vel og innilega og var mér sagt að ég hefði hlegið upp úr svefninum. Bleiki liturinn var svona baby-bleikur, eins og oft er á fötum ungra stúlkna. Eg var vakin og man ekki meira af draumnum. Með bestu kveðju, nágranni. Hérna skiptast góð og slæm tákn á eftir nokkuð föstu kerfi og virðist næstum ætlað að vega hver á móti öðrum. Von- ir sem þú bindur við framtíðina eiga eftir að rætast að miklu leyti en þar koma inn í vonbrigði með hluti sem virtust svo dæma- laust eftirsóknarverðir úr fjarlægð. Þetta á bæði við um félagslega stöðu og einnig samskipti við þína nánustu. Reyndar má segja að velgengnistáknin séu mun meira áberandi og því betra að minnast þess að ekkert er alveg gallalaust í samskiptum mannanna. Táknin eiga greinilega bæði við starfið og einnig samband við hitt kynið og það tengist hvort öðru aftur og aftur. Einhverjir ófyrir- sjáanlegir erfiðleikar við að sameina þetta tvennt eru flest slæmu táknin en svo koma inn í góðu hliðarnar sem boða mikla velgengni og spor í þá átt sem þér sjálfri þótti mikilvægust. 16. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.