Vikan - 21.04.1983, Side 46
POSTIKIW
Með svo
lítinn haus
Halló, elsku Póstur.
Nú œtti Helga ad vera
södd því hún hefur greini-
lega étid öll bréfin mín.
En snúum okkur þá aö
efninu. Ég er 13 ára og 165
cm á hœd. En ég er med svo
lítinn haus ad hann gœti
passad á 8—9 ára krakka.
Mér finnst þad ferlega Ijótt
og leiöinlegt. Ég get ekki
verið með stutt hár því þá
sést það svo greinilega og
þess vegna verð ég að vera
með sítt hár. En það er svo
þunnt, Ijótt og slitið að ég er
eins og fuglahrœða. Er
ekkert hœgt að gera ?
Fuglahrœðan.
P.S. Hvað heitir söngvar-
inn í The Human League og
hvað er hann gamall?
I fyrsta lagi: Þú miklar
þetta áreiðanlega fyrir þér,
eins og allir sem finna ein-
hverja vankanta á sér, of
stórt nef, of stórir fætur, of
lítil brjóst og svo framveg-
is. Aðrir taka ekki eins eftir
því sem manni sjálfum
þykir hræðilega áberandi.
En þetta huggar þig sjálf-
sagt lítið svo það er best að
segja þér hvað er til ráða.
Margt er hægt að gera til
að plata augað.
Þú talar um að þú hafir
þunnt og slitið hár en þyrft-
ir að reyna að ná rækt í það
(pilsner- og maltdrykkja í
stað gosdrykkju gæti hjálp-
að, sömuleiðis að borða
mikið af grófu brauði ef þér
er það óhætt og fitnar ekki
um of af því). Þú ættir líka
að setja hárnæringu í það
eftir þvott — muna að skola
vel! Ef þú nærð góðri rækt í
hárið ættirðu að greiða það
með hjálp vinkvennanna,
eða jafnvel að reyna að
fara á hárgreiðslustofu.
Þar getur þú fengið hárið
blásið, sett í það alls kyns
jelly og annað sem gefur
hárinu fyllingu og lyftingu
og svo er jafnvel hægt að fá
permanent. Það er sem
sagt ýmislegt hægt að gera
og Pósturinn heldur að það
sé misskilningur hjá þér að
það eina sem dugir sé sítt
hár. En þú skal taka til
þinna ráða, þó ekki væri
nema til að hressa upp á
sálina, því þó öðrum þyki
ekkert athugavert við út-
litið á manni virðist sem
það dugi engan veginn til
að sannfæra mann sjálfan.
Söngvarinn í The
Human League heitir Phil
Oakey og er27 ára.
Ástarflækja
Halló Póstur.
Þetta er fgrsta bréfið sem
þú fœrð frá mér en ég vona
að þú birtir það því ég rœð
ekki fram úr þessum vanda
sjálf. Ég á vinkonu, segjum
Stínu (persónulegra en X).
Stína er hrifin af Lalla, ég
líka (ekki jafnmikið þó) og
Lalli af mér. Ókei. Lalli er
besti vinur Halla sem ég er
mjög hrifin af — en ég veit
ekki hvort ég á séns, ég held
ekki. Nú er það svo að á milli
okkar Stínu er nokkurs kon-
ar þegjandi samkomulag um
að ,,taka” ekki stráka hvor
frá annarri, það er að segja
strák sem hin er hrifin af.
Svo eiginlega get ég ekki
,,tekið” Lalla. En mig grun-
ar að á milli Halla og Lalla
sé sama samkomulag (enda
mgndi annað spilla vináttu)
svo Halli reiknar ábgggilega
ekki með mér sem stelpu til
að verða hrifinn af, Lalli var
á undan og hefurþví réttinn.
Mér finnstþetta auðskilið og
vona að þér finnist það líka.
Og ég vona líka að þér finn-
ist þetta auðlegst, því það
finnst mér ekki. Bless, bless.
Ein í ástarflœkju.
Jú, víst er þetta auðskilið
og fullkomlega virðingar-
vert viðhorf, að vilja ekki
spilla vináttu og virða til-
finningar annarra. En það
er svo sem ekkert auðleyst,
eins og þú ert búin að kom-
ast að. Pósturinn getur
ekki betur gert en að gefa
hugmyndir. Þið þyrftuð
greinilega að komast í gott
vináttusamband við strák-
ana og leyfa málunum að
þróast vel. Ef þið hafið að-
stöðu til að stunda eitthvert
áhugamál með þeim, í
skólanum eða utan, drífa
þá með ykkur í bíó, án þess
að vera nokkuð að reyna
við þá auðvitað, þá skýrast
málin áreiðanlega og ein-
hver slær af sínum kröfum
í þágu annarra.
Ekki er gott að vita hvað
þið eigið auðvelt með að ná
betra sambandi við strák-
ana en gerið ykkar besta án
þess að fara að vera uppá-
þrengjandi. Það er gott að
hafa frumkvæðið og bíða
ekki bara eftir að eitthvað
gerist, en þið vitið vel að
fólk sem hangir utan í
öðrum, hvort sem er stelp-
ur eða strákar, án þess að
hafa sérstaka ástæðu, er
ósköp þreytandi. Sem sagt:
Reynið að kynnast betur í
gegnum einhver
áhugamál, það standast fá
vináttusambönd feluleiki
eins og þennan lengi.
Skrift og
rjóðir vangar
Hœ, kœri Póstur!
Viltu regna að hjálpa mér
með nokkur atriði? Hvernig
er hœgt að lesa úr skrift? Er
það kennt einhvers staðar?
Hvarþá?
Hvað á ég að gera? Ég er
svo ferlega feimin að ef ein-
hver horfir á mig þá roðna
ég (frekar efþað eru strákar)
og ef athgglin beinist gfir-
leitt eitthvað að mér, þá
roðna ég, stundum þótt ég
viti ekki af því sjálf, en
oftast veit ég af því. í vinn-
unni er ég ekki eins rosalega
feimin og ég var en þetta er
alveg ferlegt ennþá. Eg veit
að þú hugsar: Hvers konar
rœfill er þetta? Af liverju
herðir hún ekki upp hugann
og hugsar ekki um hvað
aðrir hugsa? — Alveg eins
og þú hefur gfirleitt verið að
segja öðrum sem þjást af
feimni. En svona þgðir ekki
að segja mér að gera því ég
mun ekki geta það. Svo
langar mig oft til að grenja
eftir að ég er búin að roðna
því mér líður alveg bölvan-
lega á eftir. Er eitthvað snið-
ugt að fara til sálfrœðings út
afþessu? Mamma stakk upp
á því að ég fœri til sálfrœð-
ings út afþví að ég er oft svo
slœm á taugum. Ég viður-
kenni það alveg sjálf. Þá
datt mér í hug að
sálfrœðingur gœti hjálpað
mér með feimni. Hvað á
maður að gera ef maður
œtlar til lians ? Er ekki dgrt
að fara til hans? Jœja, best
að hœtta þessu núna. Ég
vona að þú gefir ekki þessari
landsfrœgu ruslafötu þinni
bréfið mitt því ef þú gerir
það mun hún eiga svarinn
fjandmann alveg þangað til
ég deu.
Bœ, ÉG
P.S. Er ég nokkuð eðlileg að
líða illa þegar ég þarf að
62 Vikan 16. tbl.