Vikan


Vikan - 21.04.1983, Side 47

Vikan - 21.04.1983, Side 47
PÓSTURINN fara eitthvad sem ég veit ad ég hitti marga krakka á svipudum aldri og ég ? Eg get nœstum fengið í magann af kvíða stundum þegar ég er að fara eitthvað. Allir eru eðlilegir efég erþað. Samkvæmt þessu síðastnefnda eru greini- lega allir eðlilegir. Póstur- inn getur ómögulega séð nokkuð óeðlilegt við þig og þessi vandamál sem þú ert að lýsa. Þú verður bara að hafa það. Hins vegar er hæpið að það bæti líðan þína nokkuð og því miður er það ósköp eðlilegt líka. Pósturinn vildi gjarnan vera þess umkominn að geta sagt einhver töfraorð og læknað alla þá sem til hans leita vegna feimni og afleiðinga hennar (meðal annars að roðna). En því miður, þetta verður bara að koma frá hverjum og einum sjálfum. Pósturinn getur þó ekki staðist að benda þér á tvennt: Annars vegar að fáum þykir nokkuð athugavert við það þó fólk roðni, sumum finnst það meira að segja reglulega fallegt eða „sætt”. Ég býst við að ef þú ert ekki þeim mun óhress- ari með tilveruna almennt þyki þér sjálfri allt í lagi þó aðrir roðni. Og annað er líka, þótt Pósturinn sé harðlega á móti allri flokkun eftir kynjum, það þykir kvenlegt að roðna, það eru frekar strákar sem fá leiðinlega stríðni ef þeir roðna. Svo þú þarft alls ekki að taka þetta svo nærri þér, það eru óskap- lega margir í þínum sporum. Svo er til ráð, en því fylgir sá ókostur að það fer illa með húðina. Ef þú roðnar bara í kinnunum getur þú hreinlega fengið húðlitt meik sem hylur vel (ætlað til að hylja bólur) og prófað að láta það á kinnarnar dag og dag, þegar þú ert sérlega óhress. Það hefur að minnsta kosti þau áhrif að þér getur liðið betur dag og dag og er skárra en ekki neitt. En í guðanna bænum, ef þú ætlar að maka þig með einhverju upp á hvern dag reyndu að útvega þér eitthvað sem fer sæmilega með húðina, í það minnsta ekki of illa. Stúlkur í apótekum eru oft mjög lið- legar að hjálpa, og einnig á snyrtistofum. Reyndu þetta ef þér líst á það en láttu það samt ekki skemma húðina, þú verður að þvo allt vel af á kvöldin. Varðandi sálfræðiaðstoð ættir þú að hafa samráð við heimilislækninn þinn. Hann er bundinn þagnareiði og þú átt að geta treyst honum fullkomlega. Það hefur reynst mörgum vel að tala við sálfræðinga þó vanda- mál eins og þitt hljómar sé ekki svo afleitt. Þú verður að gera þér grein fyrir að þú ert fullkomlega eðlileg og það að vera slæmur á taugum er einnig algengt. Kostnaður þarf ekki að vera svo mikill ef þú getur fengið heimilislækni til að mæla með að þú farir í viðtal. Annars skaltu ekki hika við að hafa samband við sálfræðing símleiðis og spyrja um kostnað og segja erindi þitt. Það er eina sem Pósturinn getur mælt með. Varðandi lestur úr skrift er það mikið nám og ekki á hvers manns færi, en í bókaverslunum, eins og Eymundsson og Bókaversl- un Snæbjarnar í Reykjavík og jafnvel í stærstu bókaverslunum á því svæði sem þú býrð, má fá erlendar bækur sem eru mjög ítarlegar. Þar er mest sýnt með ljósmynd- um og stuttum texta og með orðabók ættir þú að geta ráðið úr því, ef þú ert ekki sterk í enskunni. Gangi þér bara vel með öll þín mál og mundu að þú ert ekki ein með þau. Reyndu að gera þaö sem þér finnst sjálfri hyggilegast. Bréfið er skynsamlega skrifað og þú ert áreiðanlega fullfær um að takast á við þetta ívandamál. Strákur f öðrum skóla Kœri Póstur? Ég get ekki rœtt þetta við neinn svo ég gerði mér lítið fyrir og tók mér blað og hér sérðu útkomuna: Ég er með strák í öðrum skóla, en ég fœ ekki að fara út til að hitta hann (mömmu er illa við hann). Finnst þér það sann- gjarnt? Svo þegar hann hringir skellir mamma á eða rífur kjaft við hann og segir honum að hœtta þessum hringingum. Hvað á ég að gera? Hvað heldurðu að ég ségömul?Er nóg að strákur- inn noti verju eða þarf stelpan líka að nota eitt- P.S. Helga á ekki skilið svona mikilvœgt bréf. Póstinum sýnist að lítið sé hægt að tjónka við mömmu þína og satt að segja eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Reyndu að íhuga hvað mamma þín hefur á móti stráknum. Hefur hún eitthvað fyrir sér í þessu? Finnst henni þú of ung til að vera á föstu? Pósturinn hefur ekki hugmynd um hvað þú ert gömul og finnst erfitt aö giska. Þú verður að koma einhverri annarri reglu á ef mamma þín skellir á strákinn, það gefur augaleið að ekki náið þið sambandi á þann hátt. Varðandi verjur eru þær mjög góð getnaðarvörn en yfirleitt þykir betra að fá sæðisdrepandi krem í túpum til að nota með, þá er öryggið orðið býsna mikið. Það er mjög gott aö þið hugsið um þetta í alvöru, þó þið séuð hugsan- lega nokkuð ung til að fara að sofa saman. Þú skalt bara hafa samband viö lækninn þinn og fá hjá honum leiðbeiningar um hvaða krem hann telji henta þér með verjum. Þú getur vel fengið krem sjálf með þessu og um leið ættir þú að fá leiðbeiningar um notkun þess. Þaö skiptir máli að nota hlutina rétt. Vertu ekki feimin við lækn- inn, hann ætti að vera þaulvanur svona spurningum og ekki fer hann að blaðra í foreldr- ana, til þess hefur hann ekki einu sinni leyfi. Reyndu að athuga sjónarmið allra og leysa máliö jafnrösklega og með þessari byrjun, að tala um það við Póstinn. Þá getur þú vel talað við lækni um kremið og strákinn um hvernig þið getið mælt ykkur mót og hist. Póstur- inn býst ekki við að nokkuð sé hægt að hagga mömmu þinni en ef þú telur von til þess vertu þá reglulega indæl og segðu henni frá þínum sjónarmiðum. Mjög laglegt hjá þér, Sveiflandi Uxahali, en við höfðum doltið annaðihuga. . . 16. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.