Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 19

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 19
60) hafi þá verið komnir á barn- eignaaldur. Fjölskyldustærðin fer minnkandi frá kynslóð til kyn- slóðar. Með tilkomu getnaðar- varna getur fólk skipulagt barn- eignir sínar eftir eigin óskum og það hefur ekki aðeins haft í för með sér fækkun barneigna heldur og að fjöldi þeirra sem frestar barneignum langt fram á þrítugs- aldurinn eða lengur fer vaxandi. Fólk ber við ástæðum svo sem að vilja treysta sambandið áður en stofnað er til barneigna, ljúka námi, bæta efnahaginn, skoöa heiminn, kynnast lífinu og svo framvegis. Allt ber þetta vott um mikla skynsemi og fyrirhyggju hinna ungu en endurspeglar jafn- framt það viðhorf sem ríkjandi er í þjóöfélaginu, að barneignir og böm séu til byrði, þau hefti frelsið og þeim fylgi kostnaður, fyrirhöfn og ábyrgð sem öllum er ekki jafn- auðvelt að axla án stuðnings heildarinnar. Að ala önn fyrir afkvæminu og koma því á legg er grundvallar- markmiö í ríki náttúrunnar. Allt líf snýst um að halda sér við. Öfgarnar í ríki mannanna — þar sem viðkoman er svo ör sums staðar að afkvæmin eiga litla möguleika á að halda lífi og ann- ars staðar er börnum skipulega fórnað fyrir gróðahyggju og efna- leg gæöi — eru í engu samræmi við náttúrlega þróun. Það hlýtur að teljast merki um vissa úr- kynjun samfélags þegar málum er svo komið að fólki fer fækkandi vegna þess að einstaklingamir hafa skapað sér samfélag þar sem börn eru óæskileg. Það vekur manni óhug að heyra frásögur af því hvemig f jölskyldu- stærðin er skipulögö til hins ýtr- asta samkvæmt fyrirfram ákveð- inni áætlun í vel bjargálna fjöl- skyldum iðnríkjanna. Verði kona barnshafandi utan áætlunar fara foreldrarnir umsvifalaust fram á fóstureyðingu. Nýtt bam þýðir röskun á hag heimilisins, það minnkar tekjumöguleikana, fjöl- skyldan þarf stærra húsnæði, hún þarf ef til vill aðeins aö fóma sumarleyfisferðalaginu þetta áriö en fyrst og fremst þarf nýja barnið umönnun sem einhver verður að vera tilbúinn að veita því. Það verður aö vera velkomið, ekki aðeins í fjölskylduna heldur í samf élagið sem heild. Það er alrangt að einblína á „fjárhagsleg óþægindi” sem það hefur í för með sér fyrir heimili að nýtt barn kemur í heiminn sem ástæðu fækkandi barneigna. Málin eru flóknari en svo. Ástæðurnar felast í þeim sam- félagsháttum sem einstaklingarn- ir hafa búið sér. I því samfélagi ríkja sjónarmið sem engan veginn samræmast þörfum bama og þeir menn sem þar ráða hafa lítinn skilning á þeim. Þótt atvinnu- og þjóðfélagshætt- ir hafi gjörbreyst hér á landi á undanförnum árum og áratugum hefur lítið verið gert af opinberri hálfu til að bregðast við vandan- um sem fylgt hefur í kjölfarið. Hvað varðar gæslumál lítur hið opinbera enn á börn sem einkamál foreldra sinna. Ennþá heyrast raddir um að mæður eigi sjálfar að vera heima og gæta barna sinna. Þá er horft með söknuð í huga til þeirra sæludaga þegar allar mæður voru heimavinnandi húsmæður og bömin gátu leikiö sér frjáls og örugg heima eða í ná- grenni heimilisins. Mamma var alltaf með augun hjá sér og tilbúin ef á þurfti aö halda. En hversu mjög sem menn gráta þessa sælu- tíma, sem reyndar voru ekki jafn- sælir fyrir alla, verður ekki snúið til baka. Ef allar mæður tækju upp á því einn daginn að mæta ekki til vinnu og vera í stað þess heima hjá börnum sínum er hætt við að atvinnulífið lamaðist að meira eða minna leyti. Samfélagið þarfnast vinnuafls foreldranna og verður því einnig að sjá börnunum fyrir gæslu á meðan. Fæðingarorlof mæðra er stutt. Dagheimilisplássum hefur hlut- fallslega lítið sem ekkert fjölgað og það er enn órafjarlægur draumur að nægt dagvistarrými verði til fyrir öll börn. Von jafnréttissinnaðra um að foreldr- ar muni geta skipt með sér úti- vinnu án þess að margfalda vinnu- álagið hefur ekki ræst. Aðeins einstæðir foreldrar og námsmenn eiga enn sem fyrr rétt á plássi fyrir börn sín á opinberum dag- vistarstofnunum og þorri foreldra leysir gæslumálin með bráða- birgöalausnum eöa börnin eru hreinlega sett á guð og gaddinn með lykil um hálsinn. Svar ráðamanna er ævinlega á þá leið að sveitarfélögin hafi ekki efni á að byggja fleiri dagvistar- rými. Hér er þó alls ekki spuming um að hafa efni á eða ekki heldur í hvað á að verja sameiginlegum fjármunum. Það er rétt eins hægt að segja aö við höfum ekki efni á að reka heilbrigðisþjónustuna eða skólakerfið og þjóðfélag sem ekki hefur efni á að búa vel aö börnum sínum er aumlega statt. Það eru áreiðanlega ekki marg- ir tilbúnir að viðurkenna að börn séu óvelkomin í þjóðfélagi okkar. Bamsfæðing er þrátt fyrir allt einn merkilegasti viðburður í ævi hverra foreldra og ættingjar og vinir samgleðjast sem mest þeir mega. Aöbúnaður mæðra og nýbura á fæðingarstofnunum er allur til fyrirmyndar, svo og heil- brigöiseftirlit með ungbörnum. Af iöandi barnakösinni á leiksvæöum úthverfanna (sem þó eru fremur fátæklega búin leiktækjum) er ekki annað að sjá en aðbúnaður bama sé eins og best verði á kosið, þó annar grunur læðist að manni þegar maður sér lyklabörnin berj- ast heim úr skólanum í vetrar- veðrum í lífshættulegri umferð- inni eða hlustar á móður sem hefur rétt einu sinni enn misst pláss hjá dagmömmu eða verður vitni aö samviskubiti annarrar yfir að þurfa stöðugt að þeyta litla krílinu sínu úr einum staðnum í annan. Islenska þjóðfélagið er meðal þeirra efnuðustu í heiminum. Vinnusamir þegnamir hafa uppskorið vel af efnalegum gæðum en misvel þó. Aukin velmegun hefur ekki skilað sér sem skyldi í bættum uppeldis- skilyrðum barna. Heilbrigðis- ástand þeirra er með besta móti og sjálfsagt hefur leikfangaeign ungviðisins aldrei verið meiri og betri. Það hrekkur þó skammt ef samfélagið getur ekki tryggt börnunum öruggt rúm í tilver- unni. 42. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.