Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 26
Það er mikið að gerast ípoppinu___________ Stuttar erlendar poppf réttir TEXTI: ÁRNI DANÍEL ★ Depeche Mode hefur gefið út nýja plötu. Nefnist hún Con- struction Time Again. Hún fær mjög góða dóma í erlendu popp- pressunni og víst er að brotthvarf Vince Clarce úr hljómsveitinni fyrir tveimur árum hefur ekki orðið til að drepa hana. Lögin á nýju plötunni eru flest mjög pólitísk. ★ Stray Cats, rokkabillígauk- arnir frá Bandaríkjunum, eru einnig nýbúnir með sína þriðju stóru plötu. Hún heitir Rant and Rave with the Stray Cats og inni- heldur sama, gamla rokkabillíið. Þeir virðast ákveðnir í að halda sig við 6. áratuginn í innblæstri og stíl og hafa ekki fengið góða dóma fyrir frumleika. En þeir eru víst frábærir á hljómleikum. ★ New Order hefur gefið út lag til að fylgja eftir Blue Monday, sem var lag sumarsins hér á landi. Lagið nefnist Confusion og er hljóðblandað af Banda- ríkjamanninum Arthur Baker. Hann hefur hljóðblandað mörg af vinsælustu lögum New-York diskósins. Þið hafið örugglega heyrt lagið og eruð vonandi sam- mála mér um gæði þess. ★ Hljómsveitin Public Image Limited hefur gefið út nýja plötu. Aðalmaður þeirrar hljóm- sveitar er sem kunnugt er John Lydon, fyrrverandi söngvari Sex Pistols. Þetta er fjögurra laga plata og heitir aðallagið This Is Not A Love Song, eða: Þetta er ekki ástarlag. Gott hjá gamla Johnny. Annars er þetta fyrsta plata hljómsveitarinnar í tvö ár og á meðan gekk Keith Levine úr henni, þannig að PIL er eigin- lega bara einkafyrirtæki Johnnys núorðið. * Nýkomin er í búðir hér á íslandi tvöföld hljómleikaplata með Japan, sem nefnist Oil on Canvas. Þetta er örugglega síð- asta platan sem kemur frá þeirri frábæru hljómsveit og ættu sem flestir að næla sér í eintak, þótt dýrt sé. Þarna fá menn nefnilega gott yfirlit yfir feril hljómsveitar- innar. ★ Sem ég er að skrifa þetta átta ég mig skyndilega á því að nú er orðið fullt að gerast í poppinu! Til að nefna fleira í viðbót (það er fullt eftir): Culture Club hefur gefið út nýja plötu, litla plötu sem nefnist Karma Chameleon. Hún er plata vikunnar í öllum bresku poppblöðunum. * Ný hljómsveit: Hljómsveitin REM kemur frá Aþenu, það er að segja Aþenu í Georgíufylki í Bandaríkjunum, ekki Grikk- landi. Hljómsveit þessi hefur hlotið skyndilega og óvænta frægð fyrir mjög vandað rokk. Hana skipa fjórir ungir menn og hljómsveitin er sögð minna á Byrds. Áður hafa hljómsveitirnar B-52 og Pylon komið frá Aþenu- borg, en það er háskólaborg á stærð við Reykjavík. Besta popp- ið kemur ekki allt frá stórborg- unum! ★ Big Country nefnist ný rokk- hljómsveit undir áhrifum frá Bruce Springsteen og hefur vakið mikla athygli í Bretlandi að und- anförnu. ★ Elvis Costello er orðinn frægur aftur. Eftir þriggja ára bömmer náði hann sér loks á strik með stóru plötunni Punch the Clock sem komst í efstu sæti breska vinsældalistans. Þeir sem ekki vita hver Elvis Costello er verða að afla sér upplýsinga ann- ars staðar. ★ Við hér á Vikunni fáum stöð- ugt fyrirspurnir um Michael Jackson. Það er ekki að undra, maðurinn hefur framleitt allra bestu danstónlist sem framleidd hefur verið undanfarna mánuði. Hann er einnig einn af fáum svörtum söngvurum sem haldið hafa stöðugum vinsældum. Þeir svörtu söngvarar sem á annað borð brjótast í gegn virðast allir verða ótrúlega vinsælir. (Sjá Diana Ross, Donna Summer.) ★ Er svo ekkert leiðinlegt að gerast? Jú, jú, en ég ætla ekki að segja frá því. Það eru nefnilega fleiri skemmtilegar fréttir á leið- inni. Finnska hljómsveitin Hanoi Rocks hefur náð miklum vinsældum í Englandi. Þetta er glam/hard rokkhljómsveit í stíl við New York Dolls. Sagt er að finnsk tónlist sé meira spiluð í BBC en í fínnska útvarpinu, sem afleiðing af þessu, því að finnska útvarpið er ótrúlega íhaldssamt. Gæti það stafað af nálægðinni við sjúka risann, Sovétríkin? ★ Herbie Hancock, gamli jass- funk/fusion píanistinn frá Bandaríkjunum, hefur snúið sér að því að rispa plötur. Já, rispa plötur. Risp, eða scratching, er nýjasta æðið í Ameríku. Reyndar er það Breti, Malcolm McLaren að nafni, sem á vinsælustu risp- una, Buffalo Gals. Hancock heyrði það lag og leist svo vel á að hann ákvað að rispa svolítið. LP-platan Future Shock og lagið Rockit hefur náð miklum vin- sældum. Ja, það sem hann Mal- colm ber ekki ábyrgð á. Eigin- lega ættum við hér á Vikunni að helga honum sérstakt blað, svo mikið eru áhrif hans í vestrænni æskulýðsmenningu allt frá árinu 1973. ★ Popptónlistin verður æ al- þjóðlegri. Lönd eins og Pólland, Japan, Ástralía, Finnland, Níg- ería, Suður-Afríka, Sviss, Kenía, öll hafa þessi lönd komið við sögu. Áberandi listamenn frá sömu löndum í sömu röð: Brig- ada Kryziz, Ryuichi Sakamoto, Men at Work, Hanoi Rocks, King Sunny Adé, Juluka, Yello, Jarðýtan. Allir þessir listamenn koma með sérkenni síns lands inn í tónlistina og auðga hana. ★ Nöfn sem EKKI ætti að taka eftir: AC/DC, Rod Stewart, Genesis, Asia, Eltonjohn, Gary Numan, Loverboy, Quarter- flash, Whitesnake. Þið hafið ekkert upp úr því að hlusta á þetta fólk svo að það er eins gott að láta það vera. Og hana nú. 26 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.