Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 51

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 51
Þríburar Kærí draumráðandi. Mig langar til að láta þig ráða þennan draum því að mér finnst hann dálttið sérkennilegur. Hann var þannig að ég eignaðist þríbura en þeir fæddust með dags millt- bili. Þeir voru mjög fljótir að stækka því að það var eins og tvö fyrstu börnin væru orðin nokkurra mán- aða þegar ég átti það sein- asta. Síðan sktrði ég börnin. Fyrsta barnið, sem var strákur, skírði ég Storm, annað, sem var stelpa, sktrði ég Heklu, þriðja, sem var strákur, skírði ég Brand. Þar með vaknaði ég og nöfnin stóðu föst t mér. Með fyrírfram þökk fyrír birtinguna, A.S. Þessi draumur, þótt ein- faldur sé, er ansi torráðinn. Þríburafæðing í draumi er oftast túlkuð á þann veg að dreymandi muni ekki eign- ast (fleiri) börn en í þessu tilviki á sú ráðning lítið skylt við annað í draumn- um og verður að teljast í hæsta máta hæpin. Nöfn barnanna í draumnum virðast vísa til þriggja stóratburða í lífi þínu. í fyrsta lagi sigurs sem þú munt vinna eftir harða og ef til vill harðvít- uga baráttu. Þessi sigur mun verða þér mjög dýr- mætur. ! öðru nafninu felst vís- bending um að einhvern tíma á lífsleiðinni muni skapofsi eða skortur á skap- stillingu verða þér að falli í einhverju ákveðnu máli. Þriðja nafnið bendir til að þú munir á einhvern hátt upplifa eldsvoða eða eldsumbrot. Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að þú verðir fyrir neinu verulegu tjóni þegar það hendir heldur mun þetta miklu fremur vera vísbending um atburð sem þú munt seint gleyma. Þetta gerist mun síðar en fyrri atvikin. Fjórir draumar um lífs og liðna Kæri draumráðandil Mér þætti vænt um að þú réðir fyrir mig eftirtalda drauma því að þeir hafa valdtð mér nokkrum áhyggjum. Sá fyrsti ersvona: Eg var einhvers stað- ar niðrt í bæ á gangi og mætti þá strák sem var góð- ur kunningi minn en dó fyrir x árum. Þetta var um kvöid og við heilsuðum hvort öðru og föðmuðumst og kysstumst á báðar kinn- ar og ég var alltaf að segja við hann: ,,Eg vissi að þú varst ekki dáinn. '' Hann svaraði því engu en brosti alltaf til mín þannig að mér fannst ég greinilega finna að honum liði vel. Svo fór hann allt í einu upp í em- hvern bíl og mér fannst ég standa eftir og veifa til hans. Annar draumurínn er á þá leið að mér fannst ég vera búin að fæða dreng sem var afskaplega fallegur og vel skapaður, en ég var að fara með hann til konu sem ég þekki og hún ætlaði að passa hann fyrír mig. I draumnum fannst mér að hún ætti heima í húsi sem ég átti heima íþegar ég var barn en þó var það ekki alveg eins. Konan tók við barninu en þá vaknaði ég. Þríðji draumurínn er um þennan sama strák sem mig dreymdi í fyrsta draumnum: Það var eins og ég mætti honum úti á götu og við gegnum aðeins hvort fram hjá öðru en snerum okkur síðan við á sama augnabliki og horfðum hvort á annað. Við vorum bæði mjög glöð og brostum. Eg steig stðan eitt skref að honum en þá fannst mér allt í einu eins og ég mætti ekki stíga lengra, eins og ég myndi allt í einu eftir því að hann værí dáinn. Síðan kvödd- umst við en ég snerti hann ekkert. Mér fannst áber- andi í draumnum hvað við vorum ánægð að hittast. Sá fjórði og síðasti er dálítið óskýr og mér fannst hann dálítið óhugnanleg- ur, að minnsta kosti var ég sveittþegar ég vaknaði. Eg var í einhverju húsi (sem var dálítið óskýrt) en þar var fullt af fólki. Eg man ekki eftir neinum sem ég þekki, en þó getur það veríð. Mér fannst fólkið vera að reyna að komast að því af hverju væn svona reimt í húsinu en ég sagðt bara alltaf að þetta væri hann afi. Svo leit ég eitt- hvað til hliðar og þá fannst mér ég sjá móta fyrír þessum afa mínum en fólkið vildi ekki trúa mér og hélt að einhver væri að gabba okkur. Það hélt alltaf áfram að leita að einhverrí vísbendingu um hver þetta gæti veríð. Eg var alltaf viss um að þetta væri bara afi minn. Eg vona að þú sjáir þér fært að ráða þessa drauma. Með fyrírfram þökk, Draumakona. Það er skemmst frá því að segja að þessir draumar eru allir á einn veg, heilla- draumar með mikilli vel- vild í þinn garð, en ekki beinlínis efnisríkir. Það má segja að draumatáknin (og nöfnin í draumunum) séu flest á einn veg, viti á gæfu, gengi og góða heilsu og að þér takist að komast ljómandi í gegnum þau atvik sem henda þig á lífs- leiðinni, sem eru auðvitað margvísleg. Annað er í rauninni ekki falið í þessum draumum, þeir fjalla ekkert sérstaklega um það sem gerist á næstunni en eru afskaplega jákvæðir í alla staði. 4Z. tbl.Vlkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.