Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 9

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 9
Nú, þegar tjöldin rísa að nýju hjá íslensku óperunni eftir sumarhlé, er tilhlökkun óperuunnenda mikil því að á sviðinu í Gamla bíói verður að þessu sinni ein glæsilegasta og vinsælasta ópera allra tíma, óperan LA TRAVIATA eftir Verdi. — Það er ekki einasta að ópera þessi sé fastur liður á verkefnaskrá allra helstu óperuhúsa í heimi heldur vakti kvikmyndin La Traviata undir leikstjórn Franco Zeffirelli mikla athygli er hún var frumsýnd í fyrra. Búningahönnuður kvikmynd- arinnar, Piero Tosi, var útnefndur til óskarsverðlauna fyrir búningana. LA TRAVIATA er byggð á sögu Alexandre Dumas, Kamelíufrúnni. Árið 1936 var gerð kvikmynd eftir sögunni og gerði Greta Garbo Viol- ettu ódauðlega með dramatískri túlkun sinni. Gaman er að minnast þess að kvikmyndin var einmitt sýnd í Gamla bíói á sínum tíma. Margir þekktir óperusöngvarar hafa spreytt sig á þessari óperu. Meðal annarra hafa Maria Callas, Melba, Albenese og V. Zeani sungið hlutverk Violettu og Placido Dom- ingo og Pavarotti hlutverk Alfredos. Þegar við heimsóttum íslensku óperuna á dögunum bárust kröftugir tónar kórs óperunnar alla leið út á götu. Skýringin á því var nú að hluta til sú að kórinn sat í anddyrinu á þeirri æflngu, þar sem smiðir voru að vinna á sviðinu! — Aðstaða íslensku óperunnar er því harla léleg ef miðað er við óperuhús úti í heimi, eins og til dæmis Metropolitan óper- una í New York þar sem 4 minni svið mynda eitt stór svið, þegar það þykir henta, og má þá miða stærð þess við meðalstóran fótboltavöll! Metropolitan óperan hefur líka 2000 manns á launaskrá en starfsmenn Islensku óperunnar eru um 12. Það hlýtur því oft að vera erfitt að standa undir strangri gagnrýni kröfuharðra áhorfenda sem eru vanir því besta utan úr heimi! 42. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.