Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 5

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 5
STUTT VIÐTAL VIÐ JOSEPH M. NALL, YFIRMANN SVEITARINNAR Við hittum yfirmann deildarinnar stuttlega að máli. Hann heit- ir Joseph M. Nall. Okkur lék forvitni á að vita hvað rekstur deildarinnar kostaði. Nall var tregur til að gefa upp nokkrar tölur en nefndi þó að sveitin hefði til ráðstöfunar á fjárlögum 335.000 dollara, eöa nærri 9,4 milljónir króna. — Hins vegar er þetta aðeins brot af kostnaöinum við deildina. Laun starfsmanna og margt annað er borgað úr öðrum sjóðum þannig aö þetta er mun hærri upphæð. (Shields sagöi okkur að hann hef ði 30.000 dollara eöa um 840.000 krónur í árslaun.) Nall sagði að deildin hér væri þekkt fyrir hæfni sína. Þetta væri mjög skemmtilegt og gefandi starf og það væri sóst eftir að koma til landsins. — Menn eru hér í eitt til tvö ár, það fer eftir því hvort þeir hafa fjölskyldu sína með. Síðan flytjast þeir til annarra stöðva Jolly Green Giants eða fara í störf þar sem þörf er á kunnáttu þeirra. Þýskalandi, á Spáni, í Kóreu, Japan, á Filippseyjum og í öllum Bandaríkjunum, og sinnir alls staðar sama hlutverki. Við vorum mikið í Víetnam, eingöngu í björgunarstörfum. Þegar fjölda- sjálfsmorðin urðu í Jonesville í Guayana flaug Jolly Green Giant- sveit frá Flórída á staðinn og tók eldsneyti á leiðinni. Minkabúin hættusvæði Shields sýndi okkur bækistöðvar deildarinnar, sem eru eins og hús inni í húsi, í flugskýlinu mikla. Kort eru á öllum veggjum, sem sýna ýmist Island, hluta af Islandi eða hafiö umhverfis landið. Inn á eitt kortið voru merktir nokkrir rauðir hringir og sagði blaðafull- trúinn okkur aö þetta væru minka- búin á Islandi. Þeim væri strang- lega bannað að fljúga yfir þau sök- um þess að þá ætu læðumar af- kvæmi sin, yrðu ófrjóar eða aðrar hörmungar dyndu yfir. Ég spurði hvort aðstæður hér á Islandi væru erfiðar með tilliti til þyrluflugs. — Aðmörguleyti.Enþyrlumar sem við erum með, Sikorsky HH- 3, em vel fallnar til starfa hér. Kuldinn fer vel með vélamar í þeim og á Islandi þurfum við ekki að fljúga mjög hátt yfir sjávar- mál. — Slíkt gerir þyrlum erfitt fyrir. Shields greinir frá því að þyrlur séu viðkvæmar. Vegna snúnings rotor-blaðanna, eða þyrluvængj- anna, hristist allt og skekst og viö- hald verður mikið og vandasamt. Sjúklingi með tannpínu bjargað Eins og áður segir kom sveitin til Islands árið 1971.1 henni em 50 manns, þar af 10 flugmenn. Hinir 40 em viðgerðarmenn, björgunar- menn, flugvélstjórar og aðrir aðstoðarmenn. I áhöfn hverrar þyrlu eru 5 menn, flugstjórinn, aðstoðarflug- stjóri, flugvélstjóri og tveir björgunarmenn. Hinir síðast- nefndu em þjálfaðir í neyðarhjálp við sjúklinga, þannig að ástand sjúklinganna versni ekki á leið í sjúkrahús. Shields var spurður að því hvemig þjálfun flugmanna væri háttað. — Þaðtekur?mánuðiaðlæraá þyrlu og síðan 4 mánuði í viðbót að læra björgunarflug á þyrlu. Síðan erum við í stöðugri þjálfun til að missa ekki niður kunnáttuna. Meðal þess erfiðasta sem við gerum er aö taka eldsneyti á flugi. Við gerum það í nær hverri björgunarferð. Þá er skotið út rana úr þyrlunni. Hann grípur oliuleiöslu sem liggur út frá Hercules-fylgdarvél. Þetta er mjög vandasamt. Það er líka erfitt að svífa kyrr í loftinu yfir skipi sem verið er að taka slasaða eða sjúka menn úr. Shields greindi frá því að mikið væri um aö sovésk skip bæðu um aðstoð. Stundum hefði verið vafi á hvort útkall hefði átt rétt á sér, eins og þegar sjúklingur á einu sovéska skipinu hefði reynst vera með tannpínu, að vísu mjög slæma. Hvert útkall er nefnilega mjög dýrt, gróflega áætlað taldi Shields það kosta 150.000 krónur. Hann vildi þó ekki taka ábyrgð á tölunum. Viðgerðarmennimir þurfa jafn- langan þjálfunartíma og flug- stjóramir. Starf þeirra er eins mikilvægt því að viðhald á þyrlun- um er vandasamt og erfitt starf. Segja má að björgunarsveitin sé ein stór heild, þar sem hver treyst- ir öðrum. Tengiliður viðgerðar- mannanna og flugstjóranna er flugvélstjórinn sem fer yfir vélina fyrir hvert flugtak og lætur flug- mennina vita hvort allt sé í lagi. Bless Þegar við fórum frá stöðinni var ein þyrlan að æfa svif rétt hjá flug- skýlinu. Hinar tvær þyrlumar vom inni, önnur í viðgerð en hin að mestu tilbúin í næsta björgunar- flug. Jolly Green Giants em til- búnir 24 tima á sólarhring ef eitt- hvaðkemur upþá. Hvað svo sem segja má um vamarliðið verður því ekki neitaö að mikið öryggi er af björgunar- sveit þess. Em Islendingar tilbún- ir til að kaupa þrjár þyrlur á 6.000.000 dollara eða 180.000.000 króna og hafa 50 manns í fullri vinnu við björgunarstörf til að auka þjóðarstoltið? Þangað til þeirri spumingu verður svarað játandi er eins gott að hafa Jolly Green Giants. 42. tbl. Vlkan s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.