Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 20

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 20
Veturaðsumrihjá Tískukóngar Parísarborgar eru sískapandi allan ársins hring og heitasta sumar í manna minnum þar í landi kom ekki í veg fyrir að æskilegt útlit kvenna næsta vetur - að þeirra dómi - birtist væntanlegum viðskiptavinum og öðrum aðdáendum miðsumars. Þeir hafa sínar föstu venjur í því efni, sýna allir á næstum sama tíma bæði sumar og haust, þannig að veðurfar og annað sem plagar sauðsvartan almúgann er hreint aukaatriði í umstanginu. Louis Féraud sýndi tísku vetrarins á sjálfu Champs-Elysées í Théatre du Rond-Point. Úti var steikjandi sumarhiti en inni sátu áhorfendur og virtu fyrir sér þykkar vetrarkápur og fleira nytsamlegt til að verjast miklum vetrarhörkum. Kápur voru flestar úr ull og athyglisvert að hnappar eru áberandi notaðir til að ná fram ákveðnum áhrifum. Gylltir hnappar eru á áberandi stöðum á flíkinni svo minnir á stundum á einkennisbúninga. Litir og mynstur eru einnig mjög sterk þannig að andstæðir litir eru notaðir djarflega, hvítt á móti svörtu og línur harðar — eins konar „geómetrísk mynstur”. Aðallitir eru svart, hvítt, grátt og svo alls kyns afbrigði af bláu og blárauðu. Ekki voru allt kápur. Kjólar og þess háttar þarf víst að fylgja klæðnaðinum og svo var einnig í þetta skiptið. Skór, hattar og ýmsir smáhlutir gleymdust ekki heldur og skyldi einhver halda að hönnun alls þessa sé á eins manns hendi skal það samstundis leiðrétt. Að baki stendur hópur starfsmanna, við þessa sýningu Alexandre Zouari, Edith Remi og Michel, með hatta, hár og förðun, og svo Caroline Field, Helga Björnsson, Michel Binet og Bernard Menardi með föt, skó, bindi og fjaðrir svo eitthvað sé nefnt. 20 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.