Vikan


Vikan - 20.10.1983, Síða 9

Vikan - 20.10.1983, Síða 9
Nú, þegar tjöldin rísa að nýju hjá íslensku óperunni eftir sumarhlé, er tilhlökkun óperuunnenda mikil því að á sviðinu í Gamla bíói verður að þessu sinni ein glæsilegasta og vinsælasta ópera allra tíma, óperan LA TRAVIATA eftir Verdi. — Það er ekki einasta að ópera þessi sé fastur liður á verkefnaskrá allra helstu óperuhúsa í heimi heldur vakti kvikmyndin La Traviata undir leikstjórn Franco Zeffirelli mikla athygli er hún var frumsýnd í fyrra. Búningahönnuður kvikmynd- arinnar, Piero Tosi, var útnefndur til óskarsverðlauna fyrir búningana. LA TRAVIATA er byggð á sögu Alexandre Dumas, Kamelíufrúnni. Árið 1936 var gerð kvikmynd eftir sögunni og gerði Greta Garbo Viol- ettu ódauðlega með dramatískri túlkun sinni. Gaman er að minnast þess að kvikmyndin var einmitt sýnd í Gamla bíói á sínum tíma. Margir þekktir óperusöngvarar hafa spreytt sig á þessari óperu. Meðal annarra hafa Maria Callas, Melba, Albenese og V. Zeani sungið hlutverk Violettu og Placido Dom- ingo og Pavarotti hlutverk Alfredos. Þegar við heimsóttum íslensku óperuna á dögunum bárust kröftugir tónar kórs óperunnar alla leið út á götu. Skýringin á því var nú að hluta til sú að kórinn sat í anddyrinu á þeirri æflngu, þar sem smiðir voru að vinna á sviðinu! — Aðstaða íslensku óperunnar er því harla léleg ef miðað er við óperuhús úti í heimi, eins og til dæmis Metropolitan óper- una í New York þar sem 4 minni svið mynda eitt stór svið, þegar það þykir henta, og má þá miða stærð þess við meðalstóran fótboltavöll! Metropolitan óperan hefur líka 2000 manns á launaskrá en starfsmenn Islensku óperunnar eru um 12. Það hlýtur því oft að vera erfitt að standa undir strangri gagnrýni kröfuharðra áhorfenda sem eru vanir því besta utan úr heimi! 42. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.