Vikan


Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 18
,,elen hafði beðið í marga ’klukkutíma eftir því aö Transand- inabíllinn stoppaði á síðustu bið- stöðinni en þegar hann gerði þaö var þaö þögn manns hennar, ekki slæmur maginn, sem kom í veg fyrir aö hún hreyfði sig. Ike staröi út um gluggann meöan Ekvador- búar og indíánar hópuðust niður landganginn með böggla sína. Of- an af þakinu heyrði hún hálfkæfð- ar raddir og fótatak annarra sem höfðu feröast hálfan dag undir þakmottu með svín sín og hænsn. Þeir voru að senda skrækjandi dýrin framhjá glugga manns hennar til vina sinni niðri á jörð- inni. Hann virtist vera gjörsam- lega upptekinn af affermingunni en hún var viss um að hann beið eftir hreyfingu frá henni og ekki aöeins hreyfingu heldur einnig að hún færi frá honum. Á síðasta ári hafði hún lært að þekkja hvernig hann foröaðist að horfa á hana. Þar sem hún sat í nærri tómum vagninum og gat haft hann hjá sér í að minnsta kosti nokkrar mínút- ur fór hún að hugsa um að öll þessi ferö væri hans aðferö til að biðja hana aö yfirgefa hann, dragast aftur úr og hverfa. Hún hafði þó átt hugmyndina að utanlandsferðinni. Hún hafði hald- ið að það myndi lagast hjá þeim ef þau gerðu eitthvaö dýrt og ókunn- uglegt. Hann kom henni á óvart er hann samþykkti — vegna ferðarinnar sjálfrar, en ekki ástæðnanna, þeim hélt hún fyrir sig. Hann hafði samþykkt strax og án athugasemda, með þeim sama leiða tóni sem skyggði á svo mörg kvöld og hann skýrði með því að segja að hann væri haldinn þung- lyndi. Þetta var í fyrsta skipti sem Helen koin út fyrir Bandaríkin og Helen haföi viljað fara til Frakk- lands eða Englands vegna þess að hún kunni máliö á báðum stöðum, auk þess sem þau áttu einnig vini á báðum stöðum. Eftir nokkurra kvölda umræður hafði hann fengið að ráða ákvörðunarstaðnum. Hann sagöi að Evrópa líktist Ameríku of mikið. „Auk þess,” sagði hann, „hefurðu séðsiðmenn- inguna og hún er það eina sem Evrópa hefur að bjóöa.” Og hann þekkti einhvern í Ekvador, ein- hvern sem hún hefði ekki trúað að væri til nema af því aö hún mundi óljóst aö hann stóð í einu horninu við brúðkaup þeirra. Don, vinur Ikes, átti að vera aö sinna við- skiptum fyrir Tenneco og Ike haföi heyrt að hann byggi í litlum bæ í austurhlíðunum, þar sem vegirnir náðu lengst, um 600 kíló- metra frá Quito. Ike hafði neitað að verða sér úti um heimilisfang og jafnvel að fá staðfestingu á því aö Don væri þarna. Samkvæmt kortunum var bærinn hinum meg- in við ána — Tena — rökrétti staðurinn. Hún haföi ekki látið undan vegna Dons heldur vegna ákveð- ins atriöis í röksemdum hans: „Ef við finnum ekki Don sjáum við frumskóginn að minnsta kosti.” Hún hafði fundið þörf hans til þess, sömu þörfina sem leiddi til þess aö hann safnaði bókum um óbyggðir. Hann ferðaðist sjaldan á puttanum eða meö bakpoka en hann var alltaf að tala um hve gaman gæti verið í Cascade-fjöll- um, í noröurhlíð Everest eða í Sahara. Hún var ánægð með myndirnar en hún hélt kannski að þrítugur maöur, sem var sterkur og íþróttamannslegur en grafinn á lögfræðistofu, þyrfti að fara á villislóðir. Ekillinn horföi fast á þau og hún sagði við hnakkann á Ike: „Við er- um komin að enda vegarins okk- ar.” „Vegir liggja ekki alls staðar,” sagði hann. Hann hélt áfram að horfa út um gluggann, út yfir breiða, straumharöa ána, og það blikaði á örsmáar öldurnar á vatn- inu. Hafði hann viljandi neitað tví- ræðri merkingunni í því sem hún sagði? Hún stóð upp, greip töskuna sína úr töskugeymslunni og reyndi að flýta sér úr bílnum þótt hana svimaöi svolítið. Hrikalegi einnar akreinar vegurinn niður austur- hlíðar Andesfjalla endaöi hér viö upptök Amasonárinnar, það lengsta sem þau myndu fara, staðurinn þar sem svo gæti farið að hún yrði svo heppin að hann skýrði allt fyrir henni. Rútubíllinn haföi á ný fyllst af fólki og sneri við til að fara aftur upp í fjöllin. Árbakkinn sem þau stóöu á var 15 metra yfir stríðum straumnum. Stálstrengur var yfir ána. Fólkið kom sér fyrir í fjög- urra manna hópum á kláfi sem festur var í strenginn. Fólkið þjappaði farangrinum á milli sín og hélt í stuðningsreipin. Þegar aö þeim kom tóku Ike og Helen sam- liggjandi horn á kláfnum and- spænis indíánapari. „Adios,” rumdi í ferjumanninum um leið og hann leysti landfestar. Hraðinn á kláfnum varð smám saman að öskri olíu og stáls, vatnið byltist fyrir neðan þau og niður með ánni sá hún frumskóginn, allt sem var þar til Amasonáin rann í Atlants- hafið. Hún skáskaut augunum á Ike og sá að hann brosti við henni, skoraöi á hana að vera hrædd en hún leit ekki á hann til að þóknast honum. Hún festi augun á sjón- deildarhringnum handan við indíánaparið og eitt augnablik virtist kláfurinn vera á endalausu ferðalagi, alltaf á leiðinni, komast aldrei á áfangastaö, stöðugt horf- andi í átt að ómælanlegu djúpi frumskógarins, hvorki í öryggi né í hættu. Hún ímyndaöi sér að hún stykki úr kláfnum en þá lækkaði öskriö í kaplinum og varð að skrölti, vatnið lækkaöi undir þeim og skyndilega voru þau komin og tóku eitt eða tvö skref á fastri jörð í skugga skýlis. Ike brosti enn þeg- ar hann kom niður úr kláfnum og náði í tösku hennar. Helen hvíldist á bekk í litlum garði meðan Ike fór og athugaði hvort hann fyndi ekki Don eða hótel. Hún hallaði sér aftur og skoðaði yndisfögur blómin í arfa- lausum beðunum og snyrtilega malarstígana. Hún vonaði aö hann fyndi engan. Hún var tilbúin fyrir endalokin, að þau tvö gætu veriö ein og þyrftu ekkkert að fara, ekk- ertfleira aðsjá. Ike hafði lagt fyrir hana próf- raun. Þau höfðu gengiö í þrjá daga í 3000 metra hæö um Quito og síð- an eytt tveimur köldum rigningar- dögum í ferð niður Andesfjöllin í troðfullum rútubíl sem alltaf virt- ist um þaö bil að velta niöur snar- brattar hlíðarnar. Hún hafði verið bílveik nærri alla ferðina. Ike hafði leyft henni að sofa á öxl sinni. Og í Quito hafði hann jafn- vel gengið hægar þegar hún bað hann og hvílst þegar hún vildi hvílast, en allt þetta gerði hann óþolinmóður og í leiðri þögn. Kvöldið áður, í hótelinu í Banos, hafði hann sagt: „Þú hefur aldrei reynt að halda þér í formi, að byggjaupp þolið.” Þaö var rétt. Henni líkaði ekki líkamlegt álag, vann aldrei erfiðisvinnu, trimmaði ekki, lék ekki tennis eða synti. Hún flaut um, baðaði sig í sólinni — heil- brigð en ekki sterk. Henni leiddust stöðugar æfingar. Henni var alveg sama um þetta nema að því leyti aö þetta skapraunaði Ike. Þremur mánuðum áður, í maímánuöi, höfðu þau nærri hætt við ferðina vegna þess að hún hélt að hún væri ólétt. Ike hafði haldiö því fram aö þau hefðu ekki efni á hvoru tveggja og vildi að hún færi og léti athuga með óléttuna áður en þau sæktu um vegabréfsáritun. Hún spurði hvort hann vildi heldur barn eða Ekvador og hann svaraði strax Ekvador. „Ertu hræddur við barnið?” spurði hún. „Ekki hræddur,” sagði hann. „Ekki tilbúinn heldur. ” Hann sagðist ekki vilja eiga barn samviskunnar vegna — fólk sylti í heiminum, sprengjan gæti sprungið hvenær sem væri — og svo ætti aö fæða barn í heiminn og það ætti engan valkost. „Þú verður aldrei tilbúinn,” andmælti hún. „Veröur þú það? Veröur þú til- búin fyrir það sem kemur — þrí- bura, að vera heima allan tímann, kannski vansköpun, þroskaheft barn og svo framvegis?” „Ég held að ég sé tilbúin,” hafði hún sagt. Hún varð undrandi á sjálfri sér að óttast ekki þessi orö, hætturnar sem hann ýtti að henni. Hún var ekki ófrísk. Síðan hún hætti á pillunni hafði tíöahringur- inn verið óreglulegur og tíðirnar sem höfðu dottið úr voru fölsk við- vörun. Þau báðu um vegabréfsá- ritun og hann fór varlega í kyn- lífinu þótt hann bæði hana ekki að fara aftur á pilluna. Nú horfði hún á litlu stúlkuna og bróður hennar ganga gegnum garðinn. Þau voru örugglega ekki meira en sex og sjö ára en bæði báru þau stóra böggla á herðum sér. Þau störðu á hana — hún vissi að þau störðu á hár hennar. Hún brosti og þau virtust hrædd við hana. Kannski táknaði rautt hár galdranorn — eða þá gyðju. Lík- lega táknaði það aöeins útlending. Hún mundi þegar hún var á þeirra aldri og allir klöppuðu henni á kollinn og sögðu: „Þú ert falleg stúlka.” Hún hafði hataö þetta þá, fannst hún týnd, læst inni í eigin orðleysi, og hér, meðal þessa dökkhærða og dökkleita fólks, leið henni eins. Nærri allt lífið hafði henni liðið örlítið líkt þessu en sú tilfinning hafði horfið fyrstu árin sem hún haföi verið gift. Hún lokaöi augunum, lyfti andliti mót sólu, mókti og dreymdi dagdrauma um aö vera hér með eigin börn sem myndu leika við þau tvö sem voru nýfarin hjá. Ike vakti hana þegar hann settist. „Jæja, hér erum viö, í Tena,” sagði hann. Hann beygði sig fram, setti olnbogana á hnén, hökuna í hendurnar og starði á blómin. Helen teygði úr sér og horfði á taminn frumskóginn í garöinum. 18 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.