Vikan


Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 47

Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 47
FRAMHALDSSAGA þiö hafiö kannski þekkt hana í mörg ár? Allora — þetta er mjög leitt. Mig tekur það sárt. Afsakiö, Lorraine?” Hann kyssti á hönd hennar og svo á hönd Amalfi — en elskhuga- bragurinn var ekki sá sami og áður — tjáöi Tyson samúð sína meö talandi augnaráði og fór upp til sín. Þaö leit ekki út fyrir aö aör- ir ætluðu að fara aö dæmi hans, ekki einu sinni Larry Dowling sem alls ekki taldist vera gamall fjöl- skylduvinur. Þau sátu þarna því öll þegar Nigel kom loks meö lækni og lögreglufulltrúa. Eftir það gekk allt hratt og vel fyrir sig. Læknirinn kvað upp sama úrskurö og þau og það var auðvelt að sjá hvernig slysiö vildi til. Ungfrú Bates hafði fariö niöur stigann í myrkri og annaöhvort hafði hana svimað eða hún hrasaö og dottiö yfir handriöiö beint niöur á veröndina fyrir neðan. Svo einfalt og hrollvekjandi var þaö. Tyson haföi orð fyrir þeim og sýndi hvar líkið hafði legið og aðeins nokkrar spurningar voru lagöar fyrir Dany. Læknirinn leit á Gussie og sagöi aö hún ætti að taka öllu með ró og fá fleiri pillur ef þörf krefði. Hann og lögreglu- fulltrúinn hjálpuöust að við aö bera Millicent út í sjúkrabílinn, sögðu nokkur samúðarorð og fóru. Tunglið var sest og himinninn var að fölna í austri því að nú fór að birta og Dany skreið loksins undir moskítónetið. Rúmfötin voru kryppluð og enn dæld í svæfl- inum eftir höfuð Millicent Bates. Engum haföi dottið í hug að segja að hún ætti að sofa annars staðar og hún var of þreytt til að ergja sig yfir því að hún yrði aö sofa þar sem lík Millicent hafði legið, of þreytt til að hafa áhuga á nokkru. . . Hún svaf svo fast aö hún heyrði ekki þegar barið var að dyrum til að færa henni te klukkan átta eða þegar Lorraine spurði fyrir utan klukkustundu seinna hvort hún væri vakandi. Loksins vakti Lash hana. Hann barði að dyrum og hélt áfram að berja með sívaxandi þunga þangaö til hún opnaði og hann sá hana standa þarna, syfj- aöa og ringlaða. Hann sagði meö óskýranlegum þunga: „Guði sé lof!” „Fyrir hvað?” spurði Dany og deplaði til hans augunum. „Er eitthvaöað?” „Greinilega ekki,” sagöi Lash, óvenjulega fölur og tekinn. „En þú komst ekki niður og Lorraine sagði aö þú hefðir læst aö þér og svaraðir henni ekki svo að ég áleit rétt að fara og aðgæta málið. ” „Hvaða mál?” spurði Dany rugluö. „Hvort þú væri aðeins sofandi. Ég geri ráð fyrir aö þetta hafi verið slys í gær en samt...” „Ungfrú Bates! stundi Dany. Það var eins og hún hefði fengið kjaftshögg. „Ég — ég hafði gleymt því. Hún — ó, Lash! Ö, vesalings ungfrú Bates. Vesalings frú Bingham ... Er allt í lagi meöhana?” „Frú Bingham? Ég held þaö. Hún hefur náð sér nóg til að fá sér morgunmat ef dæma má eftir bakkanum hennar. Hvað um þig? Ætlaröu aö koma niöur? ” „Auðvitaö. Er framoröið?” „Rúmlega tíu.” „Tíu! Guöminngóöur!” Dyrunum var skellt og silfur- skær rödd sagði á veröndinni: „Ertu að daðra viö einkaritarann, Lash?” Amalfi gekk til hans og brosti blítt en fyrir ofan brosmildar varirnar voru augun köld og án alls gleðibjarma. Lash brá þegar honum varð litið í þau, eins og hann heföi rekist á eitthvað hart í myrkri. Hann hafði ekki vitaö að Amalfi gæti litið svona út brosandi og hann varð óöruggur um sjálfan sig. Hann sagði líkt og í sjálfs- vörn: „Þetta voru viðskipti.” Framhald í næsta blaði. Takið eftir-tökum eftir! Eftirtökur og stœkkanir afgömlum myndum Svipmyndir Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) s. 22690. 6. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.