Vikan


Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 28

Vikan - 09.02.1984, Blaðsíða 28
Ljósmyndakeppni Vikunnar: Vetrarmyndir fyrir 1. mars Nú fara brátt að verða síðustu forvöð að skila inn myndum í ljósmyndakeppni Vik- unnar, þá fyrstu af fjórum á þessu ári. Hún ber nafnið Vetur og þurfa myndirnar að geta fallið undir það nafn. Frjálst er að senda myndir af hverju sem er í þessa fyrstu keppni, en til þess að hljóta verðlaun eða viðurkenningu mega myndirnar ekki vera frá sólarströnd eða einhverju þvílíku, annars er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Dómnefndin er opin fyrir öllum skemmtilegum myndum sem kunna að berast. Hún er skipuð fjórum mönnum: Sigurjóni Jóhannssyni, umsjónarmanni ljós- myndaþáttar Vikunnar, Ragnari Th., ljós- myndara Vikunnar, Emil Þór Sigurðssyni ljósmyndara og Bjarna B. Halldórssyni, eig- anda Ljósmyndaþjónustunnar og umboðs- manni Polaroid á íslandi. Skilafrestur er til 1. mars. Myndirnar þurfa að vera vel merktar með nafni og heimilis- fangi (símanúmer má gjarnan fylgja). Það er í lagi að senda hvemig myndir sem er, svarthvítar, litkópíur eða slides. Varast ber þó að senda slidesmyndir í glerrömmum því þeir geta brotnað i pósti eða flutningum og rispað filmuna. Sendið myndimar í umslagi, gjarnan með pappaspjaldi með til að þær brotni ekki. Merkið umslagið: Ljósmynda- samkeppni Vikunnar, pósthólf 533, 121 Reykjavík. Einnig má koma með þær á rit- stjóraarskrifstofu Vikunnar sem er til húsa í Síðumúla 33. Eins og áður hefur verið getið em fyrstu verðlaun Polaroid autoprocessor 35 slides- framköllunarvél og Polaroid slidesfilmur sem má framkalla í framköllunarvélinni á 60 sekúndum. Auk þess verða veitt 50 auka- verðlaun sem em ókeypis framköllun og kópering á litfilmum hjá Litsýn. Hér á opnunni era þrjár litmyndir sem íslenskur ljósmyndari, Gunnar Gunnarsson, tók í Edinborg síðastliðið sumar. Hann tók, ásamt öðmm nemendum í skóla sínum, þátt í ljósmyndakeppni sem Polaroid í Englandi efndi til. Skóli Gunnars hreppti verðlaunin fyrir myndir Gunnars. Fékk hann í verðlaun Polaroid autoprocessor framköllunarvél ásamt slidesfilmum. Eru litmyndimar sem hér birtast einmitt teknar á þessar filmur. Gunnari finnst mjög gaman að leika sér með þessar filmur og segir einstaklega spennandi aö geta framkallað myndiraar um leið og hann er búinn með filmuna. Gunnar notar mikið soft eða Diffuser, filtera, eins og sést á myndum hans. Um leið og við hvetjum lesendur Vikunnar til að taka þátt í ljósmyndakeppni Vikunnar óskum við Gunnari til hamingju með verð- launin sem hann fékk í Edinborg og þökkum honum fyrir lánið á myndunum. 28 Víkan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.