Vikan


Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 5

Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 5
Svaladyrnar standa galopnar. Hlýtt loftið angar af sætum gróðri og þúsund framandi skordýr tísta. öðrum megin við húsið heyrist álengdar hviss í bílum sem þjóta hjá og stöku flaut við dimmraddaðan undirleik stóru fólks- og vöruflutningabílanna sem kjaga um eins og sólvermdar snemmbærur en hinum megin er værðarlegt sog öldunnar við sandinn eins og andardráttur I fjósi að loknum gjöfum og mjölt- um. Hvar finnur maðurinn alla þessa sveitarómantík? spyr kannski einhver. Svar: 1 hvíldar- paradísinni Alcudia (frb. alKIJE)- ía á draumaeynni Majorku. Ég skal vera alveg ærlegur: ég hálfkveið fyrir að eiga fyrir höndum hálfan mánuð á Majorku. Ég var sannfærður um að þetta væri útjaskaður gervistaður með það eina markmið að reyna að hafa eins mikið út úr feröa- manninum og hægt væri. En ég get líka verið stuttoröur um það hver raunin varð: ég hitti fyrir ótrúlega fallega eyju, friðsælt andrúmsloft, hlýlegt fólk, þægi- legt í umgengni og var gráti nær yfir því að þurfa að fara heim strax eftir hálfan mánuð. Það var auðvitaö hrein og skær heppni að við skyldum lenda á Alcudia, sem er örugglega staður í sérflokki jafnvel á Majorku. Það bar að meö þeim hætti að ég átti bókaða ferö þangað án þess að á- kveðið væri hvort við yrðum í hóteli í grennd við Palma eða Alcudia, sem er nýr staður að kalla á norðausturhominu. Síðan hitt- um við af tilviljun snaggaralegan skólastjóra og þetta bar á góma, því maðurinn hefur gjaman verið leiösögumaður á Majorku á sumrin. Hann hugsaði sig ekki um: „Þið verðið á Alcudia, engin spuming,” sagði hann mjög á- kveðinn. Ég virti hann fyrir mér vandlega, því hann á það til aö vera dálítið glettinn og spaug- samur, en það var ekki annað að sjá en honum væri fúlasta alvara og þá var heldur ekki um annað að ræða en taka manninn í alvöru. Alcudia er staður í uppbyggingu, tiltölulega mjó ræma meðfram Alcudiaflóanum vestur frá Alcudiaborg, sem raunar er nú engin stórborg. Þaö hefur verið haft að leiðarljósi við byggingu þessa hverfis að hverjum einstaklingi væri ætlaö nægilegt rými, enda finnst manni aldrei að maöur sé staddur í fólks- mergð. Hótelin hafa orðið að undirgangast þá kvöð að fyrir hvem mann sem hægt er að taka í gistingu sé svo og svo mikið pláss í garði, og ströndin sjálf fyrir framan hótelin er almenningseign og breiddin víðast upp undir hundrað metrar, frá lóðarlínu fram í sjó. Fjölbreytt sjólíf Sagt er aö Miðjarðarhafið sé alls staöar mengað. Sjávarlífið í Alcudiaflóanum er samt býsna fjörugt og fjölbreytt: kuðungar skríða ótrúlega hratt um sjávar- botninn og litlir fiskar fara í torfum. Jafnvel stærri. Einn morguninn vorum við komin snemma út í sjó og ennþá fátt manna á ferh, skammt frá okkur var hópur af breskum krökkum. Ég var á kuðungaveiðum af mikl- um áhuga og kominn spölkorn frá afganginum af fjölskyldunni — sem reyndar var viö sömu veiöar þarna í flóanum. Allt í einu heyri ég eitthvert busl og í sama bili óp og lít upp. Sé um leið fisk stökkva á mikilli ferð við hlið konu sem óneitanlega varð hverft við — og litlu þar framar hvít strik í vatnsskorpunni eins og þar færi einhver hlutur eða fiskur meö mikilli ferð. Mér virtist fiskurinn sem stökk vera ekki ósvipaöur ýsu en hefði þetta verið lax uppi í Norðurá hefði ég giskað á að hann væri tíu til tólf punda. Auðvitað brá konunni sem fiskurinn bókstaflega stökk utan í (ég meina bókstaflega, því hann stökk á síðu hennar), en hún jafnaði sig um leið. Öðru máli gegndi um ensku krakkana sem tvístruðust eins og fæhn hross upp um alla strönd, æpandi af skelfingu og þorðu ekki út í lengi á eftir. En við urðum ekki frekar vör við þennan fjörfisk og gátum haldið áfram að kroppa upp kuðunga. Majorka er eyja ekki stór en fjölbreytt og mjög gaman að aka um hana. Þar er dýragarður stór af þeirri gerð sem kahast safari- garður, en þeirra náttúra er sú að um þá er ekið og dýrin hfa þar í náttúrunni eins og hún kemur fyrir og sum þeirra gera sér þó- nokkuð dælt við bíla og þá sem í þeim sitja. Ekki langt þar frá er skemmtilegt þorp sem heitir Cala Milor og þar er stærsta vatns- rennibraut á Majorku og kannski þótt víðar væri leitað. Raunar eru bunustokkamir tveir þama á sama staðnum og hin besta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.