Vikan


Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 43
aö Prinny sé búinn að ná sér í nýja hjákonu. Ég ætti að segja aukahjákonu því hann gefur frú Fitzherbert aldrei upp á bátinn — ef gróusögurnar eru þá ekki rétt- ar að hann sé þegar leynilega kvæntur henni.” „Nýja hjákonu — og hver er sú, herra?” spurði Emma. George lávarður hló við. „Nú, en frænka þín, frú.” Emma deplaði augunum. „Frænka —mín?” „Húsfreyja okkar í kvöld, frú — markgreifafrúin.” Lávarðurinn hafði ómælda skemmtun af því aö segja henni þessi tíðindi og sjá áhrifin af þeim. Á DÖGUM SlÐASTA markgreifa hafði Beechboroughhúsið við Piccadilly fallið næstum í algjöra niðurníðslu vegna fjárskorts til að halda því við og reka það. Sem betur fór hafði erfingi þrælasölu- auðsins komið til bjargar og þetta hús, sem eitt sinn hafði verið svo glæsilegt, hafði verið fært til fyrri dýrðar án þess að horft væri í eyr- inn. Þegar Emma kom þangað með George lávarði tók á móti þeim hermaður úr skosku varðsveitunum, tók á móti boðs- kortum þeirra og afhenti þau ein- kennisklæddum þjóni. Verðir stóðu meöfram breiða stiganum upp í danssalinn — öruggt merki um að einhver konungborinn væri á meðal gestanna. George lávarður studdi sig við stafina og komst þokkalega lið- lega upp stigann, hafnaði kurteis- lega en ákveðið allri aðstoð Emmu. Hún dáðist að stöðugu skapi félaga síns og að hann skyldi aldrei kvarta. Fötlun hans, sem stafaði af skelfilegu falli á veiðum, hlaut að valda honum stöðugum sársauka. Efst í stigan- um þrýsti hann hönd hinnar fögru fylgdarkonu sinnar. Ráðsmaður kynnti þau: „George Delavere lávarður og lafðiDevizes!” „Nú fáum við að sjá það sem við fáum að sjá,” hvíslaði Delavere. „Það verður ekki fyrr sem ég trúi þessu,” svaraði Emma. Beechborough-hjónin heilsuðu öllum gestum sínum þegar þeir komu inn í stóra danssalinn sem var þegar skipaður úrvali sam- kvæmisljónanna í London og þó nokkrum héðan og þaðan úr sveitunum. Eustace frændi var — þó það virtist naumast mögulegt — jafnvel enn verr útlítandi en siðast þegar Emma sá hann. Aug- usta var aftur á móti bókstaflega geislandi. „Ah, kæra Emma mín,” bunaði hún út úr sér og kyssti hana á báða vanga. „Mikið ertu falleg. Mikið er leiðinlegt að elsku sir Claude skuli ekki hafa séð sér fært að koma. Þú verður að koma ein- hvern tíma með hann til Flaxham.” „Þakka þér fyrir — hmm — frænka mín,” sagði Emma skyldurækin, reyndi eins og hún gat að horfa ekki á næstum hneykslanlega fleginn kjól kon- unnar. Það er með réttu sagt að allar konur, hversu ófríðar sem þær kunna að vera, hafi eitthvað sér til ágætis, þó ekki sé nema lögulega stórutá. Augusta, mark- greifafrú af Beechborough, fyllti prýðilega út í bol og við þetta tæki- færi gerði hún sér sannkallaðan mat úr því. „Gott kvöld, Eustace frændi,” sagði Emma, kyssti skyldurækin á tekinn vanga fjórða markgreif- ans. „Sæl Emma,” svaraði hann dauflega. Emma kinkaði kolli til ýmissa kunningja og gekk með fylgdar- manni sínum yfir að sófaröð við vegginn. „Hlustaðu nú á mig, frú,” sagði Delavere. „Þú átt ekki að snúast í kringum afdankaðan karlfausk heldur færa þér í nyt alla dansfélaga sem bjóðast. Ég sé þó nokkra voma hérna í grennd- inni. Ég dansa ekki en ég hef unun af að horfa á aðra. Á, hér kemur fyrsti ungi maðurinn að bjóða þér upp.” „Nei, er þetta ekki Jock Ballan- tree!” „Ungfrú Dashwood! Ég biðst afsökunar, það er lafði Devizes núna, er það ekki?” Hann hafði ekki breyst. Sami rauði hárbrúskurinn, komblóma- blá augu, breitt bros. Og hann var í einkennisbúningi foringja í varð- sveitunum. „Mikið er gaman að hitta þig,” sagði Emma og rétti honum hönd- ina. „Þekkirðu sir Jock Ballan- tree, lávarður minn? Hann gerði mér einu sinni ákaflega mikinn greiöa.” Þau röbbuöu saman um hríð, það kom í ljós að Ballantree hafði gegnt herþjónustu á Pýrenea- skaga og í Frakklandi og þeir Delavere áttu marga sameigin- lega kunningja. Með blendnum til- finningum hugsaði Emma til eigin stuttu kynna af unga baróninum. Þá kom upp í hugann minningin um hinn illa Simon de Mazarin, öðru nafni Snakey, og olli sárs- auka en þegar öllu var á botninn hvolft hafði Ballantree bjargað henni frá hópnauðgun Snakeys og félaga hans. Það var fyndið — og eilítið stingandi — að minnast þess að hún hafði eitt sinn talið þennan ákaflega myndarlega unga mann heppilegan eigin- mann... Ökyrrð magnaöist við dyrnar að danssalnum, fólk gaf hvert öðru merki, ysinn jókst og pískrið gaf til kynna aö eitthvað mikilsvert væri á seyði. „Nú kemur Prinny,” sagði Delavere. „Nú sjáum við hvort þetta er satt eða ekki, frú. Drott- inn minn, hann heldur áfram að fitna.” Fremsti heldri maður í Evrópu, konunglegur svallari, sá geðgóði eyðsluseggur, George, prins af Wales og — frá því að faðir hans, George III, varð geðveikur — ríkisstjóri Englands, kjagaði inn í danssalinn og studdi sig við hand- legg vinar síns, Charles James Fox. Hans hátign var í sam- kvæmisklæðnaði úr einföldu . svörtu efni, sem smekkmaðurinn Beau Brummel hafði komið í tísku, og bar demantsstjörnu sokkabandsorðunnar, blikandi bjarta, á breiðu brjóstinu. Hár prinsins var litað og skrýft, um- merki heita jámsins skráð stórum stöfum í fáránlegar bylgjur og kinnalitur í vöngum. Þrátt fyrir offituna — afleiðingar drykkju hans og ofáts — og að gleymdum tepruskapnum bar Prinny enn merki um þann myndarlega mann sem hann hafði verið í æsku þegar allt lofaði góðu, áður en freisting- ar holdsins og ólæknandi nautna- sýki eyðilögðu hann. „Kæra markgreifafrú! Mikið ertu glæsileg í kvöld. Herra minn, þú ert öfundsverður.” Seinni athugasemdin var ætluð Eustace frænda sem hneigði sig og brosti vesældarlega. „Þarna stendur kokkáll ef ég hef einhvern tíma séð slíkan,” tautaði Delavere. Raunar varð Emma að viðurkenna að prinsinn daöraði blygðunarlaust við Augustu Beechborough. Hún svaraði þeirri konunglegu eftirtekt með því að flissa eins og sextán ára stúlka í fyrstu veislunni sinni og tókst þó allan tímann að sýna tignum aðdáandanum víðáttu útsýnisins að brjóstum hennar. Emma hafði séð prinsinn daðra áður (hafði hún ekki sjálf orðið fyrir léttúðarhjali hans?) en í framkomu hans við Augustu, í innilegum svipnum, raka breiðra varanna, gónandi, sokknum augunum, var áköf ástríða og heitari en daðrið eitt. Þessi maður, sagði Emma við sjálfa sig, hefur fullkomlega sannfært sjálfan sig um að hann sé ástfanginn og hirðir ekkert um hverveitþað. Veslings Eustace frændi, hugsaði Emma. Það er samt ágætt að hafa konunglegt uppáhald í f jölskyldunni. Prinsinn tók um hönd hús- freyju. Hljómsveitarstjórinn, sem hafði beðið með sprotann á lofti eftir einmitt þessu merki, barði í nótnastandinn tU að vekja athygli hljómlistarmannanna og stýrði þeim í hressilegum valsi. Prinsinn og húsfreyjan dönsuðu heilan hring um gólfið frammi fyrir öllum gestunum, en í þeirra hópi hafði enginn lengur minnstu efa- semdir um parið. „Minn dans, held ég, frú.” Rödd Jocks Ballantree við hlið Emmu. „Þó það nú væri, Jock ” Emma lyfti pilsfaldinum og leyfði dansfélaga sínum að leggja höndina um mitti sitt. Af honum var hrein, blátt áfram og karl- mannleg lykt sem minnti hana nístandi sárt á Nathan. Hann var líka um það bil jafnhár, álíka breiður um axlirnar og vöðva- stæltur. Það var eins og að vera aftur komin í faðm Nathans. Hún þurfti ekki annað en loka augunum og töframir tóku við; gamlar þrár bærðu á sér með henni. „Ég kom að heimsækja þig til Flaxham forðum,” sagði Ballantree, „stuttu eftir að við hittumst í London. Ég fann mér átyllu til að fara heim til þín. En litli fuglinn var floginn til Kanada. Ertu hamingjusöm, Emma?” Þetta var í fyrsta sinn sem hann kallaði hana skírnarnafni. „Ég á litla telpu sem ég elska heitar en nokkuð annað,” svaraði Emma, „og ástríkan eiginmann sem er eiginmaður, faðir og eldri bróðir, allt í einu.” „Og ertu líka ástfangin?” Hún leit hvasst á hann, þennan ákaflega venjulega og jarðbundna mann semhúnhefðiekkitrúaðað spyrði svona áleitinnar spurningar. „Ég virði eiginmann minn mikils,”sagði hún. „Ég spurði ekki að því, Emma,” svaraði hann. „Hefurðu rétt til að spyrja að þessu Jock?” spurði hún á móti. Þau voru komin þangað í danssalnum sem löng gluggaröð opnaðist út á svalir og vissi að upplýstum garði bak við stór- hýsið. Ballantree losaði hand- legginn af mitti hennar, tók blíð- lega um hönd hennar og leiddi hana út í hlýtt kvöldið. Loftið var þrungið þungri angan geitatoppa. Hann horfði alvörugefinn á hana fáein andartök og þagði. „Jæja?”spurðihún. „Ég er ekki málskrúðsmaður, Emma,” sagði hann, „og ég skal 8. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.