Vikan


Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 61

Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 61
'6ðu'hans' röddin '?Vk,r johnsLennon. ------- JULIAN LENNON Julian Lennon kom fram á sjónar- sviðið í lok síðasta árs. Þó hafði hann alltaf verið öðru hvoru i fréttum og þá vegna foreldra sinna, sérstaklega föður síns, Johns Lennon. Nú hefur hann fengið pláss á síðum blaðanna vegna sinna eigin verðleika. Eftir skilnað Cynthiu og Johns ólst hann upp hjá Cynthiu en John tók sam- an við Yoko Ono. Samband hans við föður sinn var ekki mikið þar til hann var rúmlega 13 ára. Þá ákvað móðir hans að þeir ættu að hittast. Fyrsti fundur þeirra feðga var frekar vand- ræðalegur. Julian kenndi mömmu sinni og Yoko um að þeir hefðu verið of feimnir hvor við annan. Þegar þeir höfðu hist nokkrum sinnum varð sam- bandið betra. Því var það mikið áfall fyrir hann þegar fregnin um morðið á pabba hans barst honum. Eftir dauða Johns héldu margir að Julian myndi fá góðan arf en raunin varð önnur, hann fékk ekkert fyrir utan smáupphæð sem hann fær þegar hann verður 25 eða 26 ára (hann er rúmlega 21 árs). Hálfbróðir hans, Sean, fær álika upphæð þegar hann nær sama aldri. Þrátt fyrir þetta er Julian sama um peninga, það eina sem hann vildi fá var gítarinn sem John átti en Yoko vildi ekki láta hann af hendi. Nú hefur Julian hafið sinn eigin tón- listarferil og það glæsilega. Fyrsta smá- skífan innihélt lagið Too Late For Good- byes sem náði mjög hátt á breska vin- sældalistanum. Á eftir þvi kom titillag breiðskifunnar Valotte. Það náði líka miklum vinsældum þó þær jöfnuðust ekki á við vinsældir Too Late For Good- byes. Eins og áður sagði likist rödd Julians ótrúlega rödd Johns pabba hans. Sum- ir halda því jafnvel fram að John Lenn- on sé að syhgja í gegnum son sinn, en við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum það. Það er álit allra (flestra) að Julian eigi góða möguleika I framtíðinni og til gamans má geta þess að hann var kos- inn bjartasta vonin árið 1984 af lesend- um breska poppblaðsins Smash Hits og hann lenti í þriðja sæti í kosningu um björtustu vonina hjá lesendum blaðsins NO. 1 — enda þótt hann kæmist ekki á blað hjá íslenskum gagnrýnendum. 8. tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.