Vikan


Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 21

Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 21
vitni sem hún var komin alla leið yfir hafið. Enn og aftur velti hún því fyrir sér hvort hún ætti að taka verkið að sér. Hún hefði haldið að Lilí, sem hlaut að vera orðin tuttugu og átta ára núna, vildi aldrei sjá Maxín aftur. Maxín minntist undrun- ar- og óttablandins sársaukans fyrir langa löngu í sindrandi brúnum augum vandræða- gemsunnar sem blöðin höfðu kallað ,,Tígris-Lilí”. Hún hafði orðið undrandi á símtalinu, á að heyra þessa lágu, þokkafullu rödd, svo furðulega auðmjúka. Lilí hafði beðið Maxín að hitta sig í New York til þess að annast innrétt- ingu á nýju tveggja hæða xbúð- inni hennar við suðurhluta Central Park. Lilí vildi að íbúð- in hennar tæki öllum öðrum fram og gerði menn agndofa. Hún vissi að Maxín gæti skapað hárrétt sambland af fáguðum glæsileika og dirfskufullum stíl. Kostnaðurinn mátti verða eins mikill og nauðsyn krafði og að sjálfsögðu yrðu öll út- gjöld Maxín vegna ferðarinnar til New York greidd að fullu, hvort sem hún tæki verkið að sér eða ekki. Það varð þögn en síðan hafði Lilí bætt við iðrandi rómi: ,,Ég vildi einnig að sumar minning- ar væru þér ekki lengur jafnsár- ar. Ég hef þurft að líða í svo mörg ár vegna samviskubits og nú óska ég innilega að gera hvað sem er til þess að sættast við þig.” / þessa fyrirgefn- ingarbeiðni hafði orðið löng þrúgandi þögn, síðan snerist samtalið að starfi Maxín. ,,Mér skilst að þú sért nýbúin með Shawborgarkastala,” hafði Lilí sagt, ,,og ég hef einnig heyrt um frábært verk þitt fyrir Dominique Fresanges. Það hlýtur að vera dásamlegt að hafa svona hæfileika eins og þú, að bjarga sögufrægum hús- um frá því að grotna niður, að gera svo mörg heimili falleg og þægileg og um leið að menningarverðmætum fyrir heiminn. . .” Það var orðið langt síðan Maxín hafði verið ein í fríi í New York og því hafði hún að lokum fallist á að fara. Lilí hafði beðið Maxín að segja eng- um frá fundum þeirra fyrr en þeir væru afstaðnir. ,,Þú veist að blöðin sjá mig aldrei í friði,” hafði hún sagt til skýr- ingar. Og það var satt. Síðan á dögum Grétu Garbo hafði eng- in kvikmyndastjarna verið svo forvitnileg í augum fjöldans. Ö)/ ( a[/ m leið og límósínan skreið af stað leit Maxín á dem- fimm vikur frá aðgerðinni en litlu örin við eyrun voru þegar horfin. Hr. Wilson hafði unnið verk sitt frábærlega vel og það hafði ekki kostað nema þúsund pund að meðtalinni svæfing- unni og reikningum frá sjúkra- húsinu í London. Húðin var ekkert strekkt, teygðist ekkert við munninn eða augun. Hún leit einfaldlega út fyrir að vera hraust, geislandi og fimmtán árum yngri, alls ekki fjörutíu og sjö. Það var skynsamlegt að láta gera þetta á meðan maður var ennþá ungur. Þannig tók enginn eftir því og jafnvel þótt svo færi var ekki hægt að álasa antsskreytt armbandsúrið. Það var nægur tími fram að fundin- um á Pierre klukkan hálfsjö. Maxín var yfirleitt ekki óþolin- móð. Hún þoldi ekki að koma of seint en gerði ráð fyrir að all- ir aðrir gerðu það. Óáreiðan- legt, þannig var lífið nú á tím- um. Ef hægt var að bjarga mál- inu gerði Maxín það yfirleitt með veiku brosi út í annað og svip sem var sambland af íbyggnum persónutöfrum og illgirni. Ef ekki var hægt að bjarga málinu krosslagði hún hendurnar í kjöltu sinni og féllst með yfirvegaðri ró á Murphy-lögmálið. Henni varð litið á spegil- mynd sína í baksýnisspegli límósínunnar. Hún hallaði sér í áttina að honum, lyfti kjálk- anum upp yfir blúndukragann og sneri honum á víxl að spegl- inum. Það voru aðeins liðnar manni fyrir það. Nú sást aldrei nokkur leikkona yfir þrítugt með poka undir augunum, eða leikari, þegar maður fór að hugsa út í það. Enginn hafði veitt fjarveru hennar athygli. Hún hafði verið komin af sjúkrahúsinu eftir fjóra daga og hafði síðan verið tíu daga í Túnis. Þar hafði hún lést um sjö pund sem var ánægjulegur kaupbætir. Hún skildi bara alls ekki hvers vegna fólk fór alla leið til Brasilíu og greiddi ómældar upphæðir fyrir and- litslyftingu. Maxín trúði staðfastlega á gildi þess að betrumbæta sig, sér í lagi með skurðaðgerðum. Maður skuldar sjálfum sér það, sagði hún sjálfri sér til réttlætingar. Tennurnar í henni, augun, nefið, hakan, brjóstin, öllu hafði þessu verið lyft og spengt þar til Maxín var ein allsherjar benda af næstum því ósýnilegum saumum. Samt sem áður var hún engin fegurðardís en þegar hún hugsaði til bernskuáranna og minntist framskagandi nefsins, hrossatannanna og hvað hún hafði haft átakanlega minni- máttarkennd út af þessu var hún þakklát fyrir að hafa fyrir mörgum árum verið hvött óspart til þess að láta gera eitthvað við því. Það hafði ekki þurft að gera neitt við fótleggina á henni. Þeir voru afar fagrir. Hún rétti fram annan legginn, langan og fölleitan, sneri fírígerðum ökkl- anum, slétti úr bláu silki- pilsinu. Síðan opnaði hún gluggann og þefaði af Man- hattanloftinu án þess að vita nokkuð af sterkri kolmónoxíð- menguninni niðri við götuna. Henni þótti svipað til New York koma og kampavínsins frá landareign hennar. Það fyllti hana velþóknun. Augun x henni ljómuðu og hún fann til kæti eins og svifi á hana. Það var gott að vera komin aftur til borgarinnar sem þrátt fyrir umferðarhnúta gerði það að verkum að manni fannst hver dagur vera eins og maður ætti afmæli. // ^ údí Jordan leit út eins og smávaxin, ljóshærð, lítil Annie, munaðarleysingi úr myndasögu, þótt hún væri fjörutíu og fimm ára. Hún var klædd brúnni flauelsdrakt og rjómalitaðri silkiblússu þar sem hún sat í yfirfullum strætis- vagni sem silaðist upp Madison Avenue. Hún var óþolinmóð í eðli sínu og tók því alltaf fyrri kostinn, hvort sem það var strætisvagn eða leigubíll. Það hafði reyndar nýlega verið tekin af henni mynd fyrir tímaritið People þar sem hún var að stíga upp í strætisvagn því það þótti með slíkum ólíkindum. Júdý hafði fyllst mikilli ánægju vegna þessa því það hafði verið langur kafli í ævi hennar sem Il.tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.