Vikan


Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 28
Subaru LandRover90 FiatPanda4x4 Fjórhjóladrif á síauknum vinsældum að fagna hvarvetna, jafnt hér á landi sem annars staðar. Saga fjórhjóladrif- inna bíla er í raun ekki löng, eða rétt lið- lega fjórðungur þess tima sem liðinn er frá því að bílar náðu fótfestu i heimin- um. Það voru jepparnir og aðrir herbílar sem ruddu brautina en nú til dags þykir sjálfsagt að glæsivagnar séu með drif á öllum hjólum jafnt og torfærutröllin. Annars staðar í heiminum hefur fjór- hjóladrifið átt sér hægari framgang og það er ekki fyrr en nú allra síðustu ár að augu almennra bílakaupenda hafa opn- ast fyrir kostum þess að hafa drif á fleiri hjólum en tveimur. Það eru haldlitlar skýringar þar á, en hverjar svo sem þær eru þá er enginn vafi á því að þeir sem kaupa bila á ann- að borð hafa fengið aukinn áhuga á fjórhjóladrifi. Engin ný hönnun i bilaheiminum litur nú dagsins Ijós öðruvísi en að mögu- leiki sé á fjórhjóladrifi, sé billinn ekki á annað borð búinn sliku, og þeir eru fáir, framleiðendurnir, sem ekki eiga hug- myndir um fjórhjóladrif einhvers staðar í farteskinu. Mestri athygli hefur fram til þessa verið beint að þeim bílum sem með krafti og sveiflu hafa markað sporin i þessa átt. Hér er að sjálfsögðu átt við þá línu bila sem kom fyrst fram á sjón- arsviðið með Audi Quattro, bilnum sem breytti svip fjórhjóladrifsins frá jeppa sveitamannsins yfir á hraöbrautirnar og rallaksturskeppni. Minna hefur borið á þeirri ekki siður mikilvægu þróun sem hefur átt sér stað í þeim bilum sem raunverulega eru ætl- aðir til sveitastarfanna. Allt frá þeim tima þegar Land Rover steig sín happadrjúgu fyrstu spor hafa ótal gerðir og eftirlíkingar séð dagsins Ijós. Þar á meðal má nefna smájeppana frá Suzuki og Daihatsu sem eru í raun mini-útgáfur af Land Rover jeppa hugs- uninni og stærri og íburðarmeiri bila svo sem Range Rover og hina fjöl- mörgu bandarisku og japönsku keppi- nauta. En það er kannski enn önnur hlið á fjórhjóladrifinu sem gefur mest fyrirheit um það sem koma skal og kemur fjöldamarkaðinum mest til góða. Með því að taka fjórhjóladrifið i þjónustu Úti í hinum stóra heimi: FJÓRHJÓLADRIFIÐ Jeppar og bílar með jeppaeiginleika hafa átt æ meiri vinsældum að fagna ZBVikan n.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.