Vikan


Vikan - 14.03.1985, Síða 28

Vikan - 14.03.1985, Síða 28
Subaru LandRover90 FiatPanda4x4 Fjórhjóladrif á síauknum vinsældum að fagna hvarvetna, jafnt hér á landi sem annars staðar. Saga fjórhjóladrif- inna bíla er í raun ekki löng, eða rétt lið- lega fjórðungur þess tima sem liðinn er frá því að bílar náðu fótfestu i heimin- um. Það voru jepparnir og aðrir herbílar sem ruddu brautina en nú til dags þykir sjálfsagt að glæsivagnar séu með drif á öllum hjólum jafnt og torfærutröllin. Annars staðar í heiminum hefur fjór- hjóladrifið átt sér hægari framgang og það er ekki fyrr en nú allra síðustu ár að augu almennra bílakaupenda hafa opn- ast fyrir kostum þess að hafa drif á fleiri hjólum en tveimur. Það eru haldlitlar skýringar þar á, en hverjar svo sem þær eru þá er enginn vafi á því að þeir sem kaupa bila á ann- að borð hafa fengið aukinn áhuga á fjórhjóladrifi. Engin ný hönnun i bilaheiminum litur nú dagsins Ijós öðruvísi en að mögu- leiki sé á fjórhjóladrifi, sé billinn ekki á annað borð búinn sliku, og þeir eru fáir, framleiðendurnir, sem ekki eiga hug- myndir um fjórhjóladrif einhvers staðar í farteskinu. Mestri athygli hefur fram til þessa verið beint að þeim bílum sem með krafti og sveiflu hafa markað sporin i þessa átt. Hér er að sjálfsögðu átt við þá línu bila sem kom fyrst fram á sjón- arsviðið með Audi Quattro, bilnum sem breytti svip fjórhjóladrifsins frá jeppa sveitamannsins yfir á hraöbrautirnar og rallaksturskeppni. Minna hefur borið á þeirri ekki siður mikilvægu þróun sem hefur átt sér stað í þeim bilum sem raunverulega eru ætl- aðir til sveitastarfanna. Allt frá þeim tima þegar Land Rover steig sín happadrjúgu fyrstu spor hafa ótal gerðir og eftirlíkingar séð dagsins Ijós. Þar á meðal má nefna smájeppana frá Suzuki og Daihatsu sem eru í raun mini-útgáfur af Land Rover jeppa hugs- uninni og stærri og íburðarmeiri bila svo sem Range Rover og hina fjöl- mörgu bandarisku og japönsku keppi- nauta. En það er kannski enn önnur hlið á fjórhjóladrifinu sem gefur mest fyrirheit um það sem koma skal og kemur fjöldamarkaðinum mest til góða. Með því að taka fjórhjóladrifið i þjónustu Úti í hinum stóra heimi: FJÓRHJÓLADRIFIÐ Jeppar og bílar með jeppaeiginleika hafa átt æ meiri vinsældum að fagna ZBVikan n.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.