Vikan


Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 38
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hver er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku? Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu? Hvernig lítur út í ástamálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttað? Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmæli 14.—20. mars. 14. mars: Afmælisböm dagsins eru ör í skapi og kát, mikil fyrir sér og setja smámuni ekki fyrir sig. Ef þau ætla sér eitthvaö stendur fátt fyrir þeim. Þau laða fólk mjög auðveldlega að sér og eru hrókar alls fagnaðar en stundum eru þau ekki eins stöðuglynd og helst mætti kjósa. Lífslystin er sem sagt heldur lítið hamin. Fólk með þessa eiginleika kemst yfirleitt vel áfram, hvar sem það haslar sér völl. Ekki síst eiga frumatvinnuvegimir, sjávar- útvegur og landbúnaður, vel við þetta fólk en það er alls ekki hægt að segja að það sé á rangri hillu þótt það „lendi í annarri vist”. Lífsgleðin og atorkan smita út frá sér og gera það að verkum að aðrir hrífast með svo mannafor- ráð af ýmsu tagi eiga ágætlega við þetta fólk en helst ætti þaö ekki að hafa mikil fjárforráð. Sömuleiðis hættir því tÚ aö vera svo ánægt með tilveruna eins og hún er að það lætur góð tækifæri fram hjá sér fara af því þau hljóta að hafa breytingu í för með sér. Það er líka sama hve mikið fé þessu fólki græðist, það lifir staðfastlega samkvæmt þeirri kenningu að séu peningar til sé sjálfsagt aö eyða þeim — séu þeir ekki til verður bara að gera eitthvað annað. Bam dagsins er auðvitað jafn- mikið fyrir sér í ástamálum og öðrum málum og á heldur bágt með að stilla sig inn á það að sinna aöeins einum maka. Það á auðvelt með að hafa tvo eða jafn- vel fleiri í takinu og elska alla heils hugar. Fyrir „skilingsleysi” annarra er líklegt að upp úr hjóna- böndum afmælisbarnsins slitni, jafnvel nokkrum sinnum, en lík- legt er hvert og eitt þeirra til að vera gott meðan allt leikur í lyndi. Hestaheilsa er einkenni afmælisbama dagsins en ekki er þeim hollt að sæta of mikill kyrr- setu. Happatala er 4. ^ 1- mars: ^ ^ Fólk dagsins er geögott og örlátt, einart og hreinskilið. Það hefur leifrandi námsgáfur en ber ekki endilega alltaf gæfu til að nýta sér þær í framkvæmd. Það er yfirleitt mjög formfast og vill lítið fara út af troðnum slóðum, hefur mikinn hug á því að ekki verði sagt neitt misjafnt um þaö. Best þætti því að helst ekkert yrði sagt umþað. Fólk þetta hefur næsta farsæla hæfileika og getur komið sér vel fyrir á nánast hvaða sviði sem er. Best líður því þó er störfin láta lítið yfir sér og vekja ekki sér- staka athygli á fólkinu sjálfu. Engu að síður axlar þetta fólk ábyrgð hiklaust og veldur henni til fullnustu fái það að vera í friði við það. Það sem helst getur valdið því truflun er hve því hættir til að taka of mikið tillit til annarra — það er ævinlega útilokað að sam- ræma sjónarmið allra. I samskiptum við hitt kynið hefur fólk dagsins mikla þörf fyrir skilning og samkennd. Það verður að skynja ást og væntumþykju og finni það maka við hæfi verður það mjög ástríkt og trygglynt. Hin ákafa þörf getur gert makaleitina dálítið ævintýralega framan af en þegar þessum málum er giftu- samlega borgið má búast. við slétt- um sjó á hamingjuleiðinni. Fólk dagsins má yfirleitt búast við nokkru langlífi en ýmsir kvillar geta þó gert því gramt í geði. Þar ber fyrst að nefna aö lungun og öndunarfærin yfirleitt eru ekki mjög sterk en hættir þó heldur ekki til alvarlegra sjúk- dóma, aðeins þrálátra. Þar við bætist að fætur þessa fólks eru ekki sterkir og ef það fer ekki vel með sig getur það orðið því til meiri háttar óþæginda þegar líða tekur á ævina. Heillatölur eru 3 og 6. jy. 16. mars: j^. » Sá sem fæddur er í dag er slunginn og metorðagjam en jafn- framt hjartahlýr og hjálpsamur og mjög samviskusamur. Hann er yfirleitt hress í framkomu og glað- legur í fasi en felur gjaman sínar eigin tilfinningar og gefur öðrum lítinn kost á að skyggnast inn í hugskot sitt. Hann er veitull veit- andi meðan hann þarf ekki að gefa neitt annað en það sem kaupa má viðfé. Gáfur afmælisbamsins nýtast vel á flestum sviðum svo ekki skiptir öllu máli við hvað það vel- ur sér starf. Þó lætur því Úkast til vel að vinna við ýmsar listrænar framkvæmdir, svo sem leikhús- stjóm eða framkvæmdastjóm á einhvers konar safni, þar sem hugarflugið fær að njóta sín og samviskusemi skilar sér í vegtyll- um. Hluti af velgengni afmælis- barnsins er fólginn í því hve vel því lætur að velja sér samstarfs- menn. Það gefur afmælisbaminu dálítið dularfullan blæ hve dult það er á sjálft sig. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að hitt kynið laðast að afmælisbaminu eins og flugur að sírópi. Þar sem annars staðar gOdir að afmælis- bamið er örlátur veitandi meðan ekki er tekið af neinu sem það vill ekki fúslega í té láta. Samtímis er það mjög á varðbergi og lætur ekki bindast fyrr en það sjálft er tObúið og þykist hafa gengið úr skugga um að aOt sé svo sem það vOl hafa það. Einnig hér kemur sér vel fyrir afmæhsbamið hve auðvelt það á með að gera sér grein fyrir fólki, enda er fátítt að hjónabönd þessa fólks séu óhamingjusöm. Hvað heilsufarið snertir gOdir aOt það sama um afmælisbam dagsins í dag og sagt var um þann sem fæddur er daginn áður, 15. mars. En happatölur em 7 og 3. 38 Vikan IX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.