Vikan


Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 9

Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 9
Ég er hvorki hvít né svört — ég er bara ég sjálf Breska söngkonan Sade hefur heillað fólk um allan heim með þýðri rödd og fegurð. Hún er fædd í Nígeríu af breskri, hvítri móður og svörtum, nígerískum föður. Móðirin yfir- gaf föður Sade þegar hún var fjögurra ára og síðan þá hefur hún alist upp í Bretlandi. Hún segist hvorki líta á sig sem svarta né hvíta heldur segist einfaldlega vera hún sjálf. Hún segist hafa mátt þola and- styggilegar athugasemdir frá skólasystrum sínum þegar hún var um 12 ára aldur, en hlær bara að því núna. Um síðustu jól fór Sade til Nígeríu til þess að finna ömmu sína í fyrsta sinn, en hún býr í litlu sveitaþorpi. Hún sagði ömmu sinni að hún syngi og dansaði. ,,Og hvað meira?" sagði amman. ,,Ég hef líka gert það alla tíð en það er ekkert starf." Sade hefur gaman af því að segja frá því hvernig það atvik- aðist að hún fór að syngja og dansa. Hún hafði stefnt að því að verða tískuhönnuður en um- boðsmaður hljómsveitarinnar PRIDE bað hana að taka að sér að syngja bakrödd. Vegna þess að hún var svört áleit hann að hún kynni vitaskuld bæði að syngja og dansa, en í reyndinni kunni Sade hvorugt. Prufan sem hún var látin taka gekk herfilega en hún var smat ráðin vegna þess að það fannst engin önnur betri. En á þeim fimm ár- um sem hún var með hljóm- sveitinni lærði hún smám sam- an allt sem til þurfti. Sade býr á efstu hæð í glæsilegu gömlu sambýlishúsi í Highsbury í norðanverðri London sem er nú mikið tísku- hverfi. Þar býr hún ásamt kett- inum sínum, Cills, og þangað leggur tíðum leið sína vinur hennar, Robert Elms, blaða- maður að atvinnu. Þau hjóna- leysin hafa verið saman í meira en þrjú ár en eru ekkert í hjóna- bandshugleiðingum. 25. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.