Vikan


Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 45

Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 45
aðeins hringja til útlanda ef skelfilegir atburðir hefðu átt sér stað. ,,Ert það þú, Júdý?” Það bergmálaði á línunni. ,,Ég hef slæmar fréttir að færa þér. Það er móðir þín. Heyrirðu til mín, Júdý? Þú ættir að koma heim. ’ ’ i-f f/luk ' lukkan var orðin tvö að nóttu og þau sátu enn í köldu bókaherberginu heima hjá Hortense frænku. Júdý var í rauðum ullarslopp, Hortense frænka í viðkvæmum, grænum blúndunáttkjól undir minka- pelsi. Miðstöðvarhitunin hafði verið skrúfuð niður um mið- nætti. „Heilablóðfall er hræðilegt en leiðir ekki alltaf til dauða. ’ ’ ,,Það er ekki bara það. Ég hef svo mikið samviskubit. Ég er búin að vera að heiman í sex ár.” ,,En þú sagðir mér að þú skrifaðir í hverri viku. Og þú hefur unnið baki brotnu. Þú varst að gera nokkuð sem móðir þín hefði orðið stolt af. ’ ’ ,,Ö, hún sagði aldrei neitt, hún kvartaði aldrei eða bað mig nokkurn tíma að koma heim, en það er sama hve ég hef góðar afsakanir, mig lang- aði bara ekki heim. París er skemmtilegri en Rosville. Vikurnar hafa bara runnið saman í eitt, þetta var allt svo spennandi, og mér fannst að ef ég færi eitthvað í námunda við Rosville þá yrði það.......... tilfinningaleg gildra. Ég óttað- ist að þegar ég væri komin heim myndi hún biðja mig að verða kyrra — og ég var hrædd um að ég gæti ekki neitað. ’ ’ ,,Þið mamma þín eigið ef til vill ekki margt sameiginlegt, Júdý, en eftir því sem þú hefúr sagt mér þá veit hún það. Ég held ekki að hún hefði reynt að hindra þig í að gera neitt. Ég get ekki séð að hún hafl nokkru sinni reynt það. Henni þykir greinilega vænt um þig, alveg eins og þér þykir vænt um hana á þinn hátt. Þetta sýnir það — það kemst ekkert annað að hjá þér en að fljúga strax heim til hennar.” „Yfirkomin af samviskubiti,. vitandi það að ég hef ekki farið heim í sex ár. ’ ’ „Því miður veit ég ekki hvernig það er að vera móðir en ef þú værir barnið mitt þá myndi ég hrista þig duglega. Samviskubit er leiðinlegt og til- gangslaust. Þú ert að fara heim að hitta móður þína sem er veik. Góða, vertu ekki að gera þetta of dramatískt. Þú átt eftir að eiga góðar stundir hjá henni. Síðan kemurðu aftur til Parísar með blessun hennar. ’ ’ <£ n Júdý kom ekki aftur til Parísar. í tólf kvalafúll- ar vikur hékk líf móður hennar á bláþræði. Þá opnaði hún loks hægt augun og sá einkadóttur sína við rúmstokkinn. Hún reyndi að brosa og hvíslaði með ákafa eins og þeim er lagið sem eru þungt haldnir. „Þetta var það eina sem ég þráði. Að sjá þig einu sinni enn.” „O, guði sé lof, mamma, guði sé lof.” Hún greip um axlir móður sinnar og kraup við rúmstokkinn til þess að færa andlitið nær móður sinni. „Hvað get ég gert, mamma? Hvað get ég gert til að gleðja þig? Hvað viltu? Hvað get ég gefið þér?” Það varð augnabliks þögn, síðan hvíslaði hún: „Mér hefúr alltaf þótt það svo dásamlegt og sýna svo mikið hugrekki af þér Júdý að fara burtu og skoða þig um.... ég... gat aldrei... ég var alltaf svo hrædd.... þú ert svo ólík mér. Mig langar til að kynnast þér, ég er svo hreykin af þér... mig langar til að kynn- ast þér áður en ég dey... mig langar til þess að vera með þér... Gerðu það. Vertu kyrr smátíma. Ég veit að ég get ekki haldið þér í Rosville, en gerðu það... vertu kyrr í Bandaríkjun- um.” Án þess að hika eitt andartak lofaði Júdý því. — 13 — q> krifsi krifstofúr fæstra kynningarstofa líta út eins og verið sé að bíða eftir ljós- myndara frá híbýlatímaritinu House and Gardens og þessi var engin undantekning, hugs- aði Júdý með sér — sannast sagna var hún næstum eins subbuleg og skrifstofan þar sem hún hafði fyrst unnið í París. Fyrir utan óhreina glugg- ana á vinstri hönd voru stúlkur í rósóttum kjólum á gangstétt- um New York-borgar og fengu að heyra fyrsta flaut vorsins á eftir sér. Inni, andspænis glugganum, var röð af skellótt- um skjalaskápum og ofan á þá var staflað tímaritum næstum til lofts. Veggurinn beint á móti henni var þakinn ósparlega árituðum ljósmynd- um af fólki sem hafði verið frægt fyrir fímm eða tíu árum. í einu horninu hékk dagatalið frá því í fyrra. Einhver hafði hætt að rífa af 5. apríl 1954. Þar fyrir framan var grátt skrif- borð úr málmi, hlaðið gömlum dagblöðum, fleiri tímaritum og málmkörfur fullar af gömlum fréttatilkynningum. Hávaxin, hengslaleg ljóshærð kona í eldrauðri dragt og fárán- lega hælaháum skóm sat á einu horninu á skrifborðinu. Hún leit út eins og persóna í leyni- lögreglusögu. „Ég býst við að mjög fáir ákveði í raun og veru að verða blaðafulltrúar og stundi nám í því í háskóla,” sagði sú ljóshærða. „Maðurátt- ar sig bara allt í einu á því að maður er kominn út í þetta. Ég var blaðamaður þar til blaðið fór á hausinn. Ég var á atvinnu- leysisskrá þegar kunningi minn sagði mér að Ice Follies væru að leita sér að starfsmanni til kynninga. Ég sagði: „Hvað er það?” Viku síðar var ég orðin það í Fíladelfíu.’’ Hún fékk sér smók af sígarettunni. „Af hverju langar þig að starfa við kynningar? ’ ’ „Ég hef komið svolítið ná- lægt því í Frakklandi. Ég vann í nánum tengslum við Wool International í París og þar lögðu þeir til að ég sækti um vinnu hér. ’ ’ Lögðu þeir til? Vissi þetta barn ekki að yfirmaður Wool International í París hafði sjálf- ur hringt í Lee & Sheldon til þess að athuga hvort það væri hægt að koma henni að á skrifstofunni í New York? Og þegar skrifstofan hikaði hafði verið tilkynnt á glaðlegan hátt aðWool International vildi að þessi óþekkta ungfrú J.ordan fengi vinnu. Samtímis þessuj hafði Empress Miller sjálf hringt í stjórnarformann fyrir- tækisins og sagt að hún hefðd unnið náið með ungfrú Jordan og að þekking hennar á hátísk- unni væri til muna meiri en aldur hennar gæfí til kynna. Empress Miller gerði aldrei of mikið úr hlutunum en það var ljóst að þessi stelpukrakki átti vini. Og þó hún væri ung var starfsreynsla hennar vissulega merkileg. Af hverju vildi hún verða aðstoðarmaður? Af hverju varð að gera þessar ergi- legu tilfæringar til þess að koma ungfrú Jordan fyrir? F \Jy n Júdý vissi að hún yrði að afla sér reynslu í starfínu til þess að geta starfað á skrif- stofu í New York. Hún vildi ekki verða ritari. Hún vildi bíða og sjá þar til hún hefði kannað samböndin á sjöttu breiðgötu og hvort nokkur möguleiki væri á að hún fengi starf eins og það sem hún hafði haft hjá Guy. Það virtist tilvalið að vinna við kynningar á meðan hún var að svipast um eftir öðru. Hún hafði verið í Rosville í sautján vikur, þar til móðir hennar var búin að ná sér, það er að segja eins vel og hún myndi nokkru sinni ná sér. Hún gæti aldrei aftur notað vinstri handlegginn fyllilega og munnurinn á henni hékk enn nokkuð niður. Júdý var enn með sektar- kennd vegna þess að hún hafði farið að heiman en hún hafði nú sæst við móður sína og sæst við föður sinn að svo miklu leyti sem það var hægt. Það snart hana hve faðir hennar sagði montinn frá því hvernig Júdý hafði „flogið alla leið frá París í Frakklandi strax daginn 25. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.