Vikan


Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 6

Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 6
Tilraunir standa yfir með ræktun eggaldina, en íslendingar virðast ekki hafa al- mennt komist á bragðiö enn. Að Reykjum hafa bananar löngum dafnað vel. ræktun á ferðum sínum erlendis upp úr 1960 en um það leyti hófst tilraunaræktun papriku í nágrannalöndum okkar,” sagði Grétar Unnsteinsson. „Um 1970 var framleiðslan hér orðin nær því 2 tonn og Garðyrkjuskólinn var eini ræktunaraðilinn. Ýmsir höfðu vantrú á þessari framleiðslu og töldu hana ekki vænlega til árangurs. Af þessum tveim tonn- um tókst okkur að selja annað yfir sumarmánuðina en hitt geymdum við fryst og seldum aðallega hótel- um og veitingahúsum að vetri til. Um þetta leyti ákváðum við að gefa okkur tíu ár og sjá hve langt við hefðum náö árið 1980 við að kenna neytendum að meta papriku, nemendum og bændum að rækta hana,” sagöi Grétar. Skemmst er frá því að segja að Garðyrkjuskólanum tókst ætlunarverkið því aö fyrir nokkr- um árum var hann orðinn stór- framleiðandi. Ræktun og neysla papriku hafði aukist í stórum stökkum á áttunda áratugnum þannig að 1982 ræktuðu íslenskir garðyrkjubændur alls 55 tonn af papriku og inn voru flutt önnur 50 tonn. „En þegar við sáum að garð- yrkjubændur voru búnir að taka upp þráðinn steinhættum við papriku-framleiðslunni — jafnvel þótt það væri súrt í broti að missa af þeim tekjum sem við vorum famir að hafa af ræktuninni,” sagði Grétar. „Þaö samrýmist einfaldlega ekki hugmyndum okk- ar um starfrækslu Garðyrkjuskól- ans að stunda slíkan rekstur.” Tilraunastarfsemi meö papriku heldur hins vegar áfram. Hún er ræktuö í litlum mæli til að leita að nýjum afbrigðum. Til dæmis er veriö að gera tilraunir með bragð- sterk afbrigði, svonefndan „hot- pepper” sem sumir hafa eflaust reynslu af. Grétar Unnsteinsson náði í þetta afbrigði í Ungverja- landi þegar hann var þar á ferða- lagi fyrir fjórum árum. Fjölbreytt tilraunastarfsemi „Ýmislegt af því sem við höf- um fengið erlendis frá erum við að reyna við hinar séríslensku að- stæður — veðráttu, jarðveg og annað,” sagði Grétar. „Garð- yrkjuskólinn á að vísa veginn fyrir framleiðendur og neytendur — þeir geta komið hingað og séð hvemig okkar tilraunir og athuganir koma út. Að loknu þriggja ára tilrauna- skeiði erum við oftast búnir að fá vísbendingu um það hvort nokkur ástæða sé til að reyna frekar að rækta þær plöntur og afbrigöi sem tilraunir hafa beinst aö. Þegar ég tók við skólanum hafði ég sérstakan áhuga á ræktun krydd- og krásjurta. Sumir töldu það erfitt viðureignar eins og trjá- ræktina. En reynslan hefur sýnt annað. Ég veit aðeins um 2—3 tegundir af krydd- og krásjurtum sem ekki hafa þrifist hjá okkur. Við höfum haft nær 40 tegundir af krydd- og krásjurtum í ræktun og yfirleitt gengið ótrúlega vel. I flestum tilfellum höfum við fengið alveg viðunandi uppskeru eftir sumarið. Maöur skyldi aldrei varpa nein- um hugmyndum fyrir róða, það er mín reynsla í garðyrkjunni. Það er alltaf eitthvað að gerast og við þurfum að vera opin fyrir öllum nýjungum. Til dæmis nýtist okkur ágætlega margt af því sem nágrannaþjóðimar eru að gera. Ég þykist fullviss að á öllum sviðum garðyrkju bíði okkar miklir möguleikar. Viö getum stóraukið fjölbreytni í trjám og runnum, bæði nýjum tegundum og kvæmum. Fjölbreytni eykst sífellt í fjölærum plöntum og sumar- blómum. En — það tekur okkur sárt aö því miður hafa stjómmála- menn ekki enn áttað sig nægilega vel á þeim möguleikum sem stofn- un eins og Garðyrkjuskólinn býðuruppá.” Útiræktun „Við höfum reynt fyrir okkur meö ýmsar veðurfarsbætandi að- gerðir í sambandi viö útiræktun- ina,” sagði Grétar. „Sem dæmi má nefna skjólbelti og skjól- girðingar, jarðvegshitun og notkun plasts í yfirbreiðslur af ýmsum gerðum. Tilgangur þess- ara tilrauna er að lengja ræktunartímann og gera hann öruggari. Meö slíkum aðferðum höfum viö getað ræktað ýmsar nýjar tegundir og afbrigði sem varla var hægt að rækta undir ber- umhimniáður.” Ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar við jarðvegsupphitun. Ein byggir á því að koma fyrir rörum á 50—60 sentímetra dýpi í jarðveginum, með ákveðnu milli- bili eftir jarðvegsgerð og hitastigi á rörunum. önnur aðferð byggist á lekum slöngum, það er aö segja slöngum úr gúmmíraspi meö ör- smáum holrúmum sem ná út um slönguveggina, þannig að vatn nær að seytla út úr þeim. Upp- runalega voru þetta vökvunar- slöngur sem voru hafðar niöur- grafnar en á síðasta ári voru þær prófaðar til upphitunar og reyndust vel. „Þegar ég var á ráðstefnu í Ungverjalandi fyrir fjórum árum kynntist ég enn einni aöferðinni til jarðvegsupphitunar,” sagði Grétar. „Rörin eru einfaldlega lögð ofan á jarðveginn, meðfram plönturöðunum, þannig að geislunarhitinn frá rörunum hitar plöntumar jafnframt jarðvegin- um. Mér þótti þetta fráleitt þegar ég heyrði það fyrst. En Ungverjamir sögðu við mig: „Prófaðu þaö, prófaðu þaö samt.” Skemmst er frá því að segja að ég held að þarna séu fólgnir miklir möguleikar. Aðsókn að skólanum Garðyrkjuskóli ríkisins tekur við nemendum annað hvert ár og fyrir nokkrum árum var aðsókn orðin þaö mikil og umsækjendur yfirleitt það vel menntaðir að allar grunnnámsgreinar — efna- fræði, eðlisfræði, stærðfræði, tungumál og jarðfræöi — voru færðar á fyrsta námsárið af þremur. Árangurinn varð sá að fyrsta bekkjar námið fer ekki fram við Garðyrkjuskólann. Fyrsti bekkur er í námsskrá sem krafa um ákveðna grundvallarmenntun og til leiðbeiningar þeim sem hyggja á nám við Garðyrkjuskólann. Fyrsta bekkjar námið fer í raun fram við aðra skóla, til dæmis f jöl- brautaskólana, og veldur þetta því 6 Víkan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.