Vikan


Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 38
Harry Bökstedt Svona leit hann út. Quaggahestur i dýragarði i London 1870. Quagga-sebrahesturinn vakinn frá dauðum? Er hægt að vekja quaggahestinn frá dauðum? Munu nýjar hjarðir af þessari sebrategund aftur hlaupa um sléttur Suður-Afríku eftir að hafa verið aldauða í meira en hundraö ár? Líkast til ekki — en á vissan máta hefur quagga- hesturinn þó verið endurvakinn. Tekist hefur að einangra úr rifrildi af gamalli hrosshúð brot af erfðavísum quaggahestsins og raunar hefur líka tekist að finna bakteríur til þess að fóstra þessa erfðavísa. Og búa til eftirmyndir af þeim. Ekki er talið ósennileg að takast kunni að finna afganginn af erfða- vísum quaggahestsins á sama hátt. Líklega er um að ræða 30 milljón brot af erfðaefninu DNA. Ef tækist að byggja heila litn- inga úr þessum brotum og koma þeim fyrir í frjóvguðu eggi sebra- tegundar sem nú lifir og er ná- skyld quaggahestinum, fjalla- sebrahestinum, væri kannski smávon til þess að hægt væri „að búa til” dýr sem væri í flestu eins og hinir útdauðu quaggahestar. Þessi bjartsýna skilyrðissetning er reyndar úr grein eftir ónafn- greindan höfund í tímaritinu New Scientist og það verður að viður- kennast að hugmyndaflugið hefur trúlega leitt hann á hálar brautir. En merkilegt nokk, vísindamönn- um hefur tekist að endurgera litn- inga quaggahestsins og ef til vill tekst þeim einhvern tíma að ein- rækta hann. Ef við trúum því, sem oft er haldið fram, að sebrahesturinn sé einhvers staðar mitt á milli hests og asna þá líktist quaggahesturinn meira eiginlegum hesti. (Nú á tímum eru til þrjár aðrar aðalteg- undir sebradýra.) Quaggahestur- inn var einungis röndóttur á hálsi og haus. Á öðrum hlutum skrokks- ins voru aðeins daufar rákir. Búk- ur og fætur voru hvítir. Heim- kynni þessa dýrs var á gresjunum sunnan Orangefljótsins og það var veitt miskunnarlaust af Búunum sem tókst aö endingu að útrýma því gjörsamlega. Síðasta quagga- dýr jarðarinnar lifði í dýragarðin- um í Amsterdam og dó þar 1883. Eintakið sem nú er verið að „endurlífga” er enn eldra. I nátt- úrufræðisafninu í Mainz í Vestur- Þýskalandi er til söltuð húð af quaggadýri sem dó fyrir 140 ár- um. Áður en þessi verðmæti safn- gripur kom til Þýskalands var hann í Höfðaborg í Suður-Afríku. Aöeins eru til 23 húðir quaggadýra í heiminum. Á holdrosanum á þessu vel varð- veitta skinni eru leifar af vöðvum. Það var úr 0,7 grömmum af þessu gamla quaggakjöti sem lífefna- fræðingnum Russell Higuchi og fé- lögum hans við Berkeley-háskól- ann í Kaliforníu tókst að „krafsa” nokkur brot af erfðaefninu ÐNA, því efni sem stýrir erfðaeiginleik- unum í öllum dýrum. En á þeim 140 árum sem liðin eru síðan quaggadýrið lifði hefur þetta skinn verið heimsótt oftar en einu sinni af bakteríum og öðrum smákvikindum sem skilið hafa eftir sig leifar af sínu eigin DNA sem situr þarna eftir og „meng- ar” DNA quaggadýrsins. Vísinda- menn hafa þó getað skilið ekta quagga-DNA frá hinu því það fyrr- nefnda binst auðveldlega litning- um úr fjallasebradýri og það ger- ist einungis milli náskyldra teg- unda. Næsta skref var að freista þess að fjölfalda quaggaefnið til þess að hafa meira af efninu til þess að vinna með. Það var gert eins og nú er venja í erfðatækni. DNA-bút- arnir voru settir inn í veiru sem tók þá með sér inn í bakteríur af gerðinni E. Coli, en það eru reynd- ar saurgerlar, og síðan tók bakt- erían að framleiða eftirmyndir DNA-bútanna. Þetta er það sem kallað er einrækt. Þegar þessi brot voru borin saman við DNA úr fjallasebra kom í ljós að þeim svipaði mjög saman. Það sem bar á milli var svipað og er yfirleitt meö náskyld- ar dýrategundir. Frávikin í byggingu DNA-keðj- anna hjá náskyldum dýrategund- um geta nýst til þess að meta hvenær tegundirnar tóku að þró- ast hver í sína áttina — frá sam- eiginlegum forföður. Þegar erfða- vísar quaggadýrsins og f jallasebr- ans voru bornir saman virtist mega draga þá ályktun að þessi dýr hefðu farið hvort í sína áttina á þróunarbrautinni fyrir 3—4 milljónum ára. (Talið er að mað- urinn eigi rót sína aö rekja til frumstæöra prímata sem urðu til fyrir um það bil 80 milljónum ára. Klaufdýr og hófdýr urðu sjálfstæð- ar fylkingar spendýra fyrir 55 milljónum ára. Allt þetta er byggt á hinni svokölluðu „klukku erfða- vísanna”.) Það var um það bil einn hundr- aðasti hluti þess DNA sem er í venjulegum lifandi vef sem tókst að „hrista” úr hrosshúðinni frægu í Þýskalandi. Higuchi telur að að- eins muni þurfa örfá grömm af vöövavef úr quaggadýri til þess að komast á snoðir um gjörvalla erföavísa dýrsins. Á þremur öðrum rannsóknastof- um hafa á undanförnum árum verið gerðar uppgötvanir sem við fyrstu sýn virðast enn ótrúlegri. DNA úr mammút, sem legið hafði frosinn í túndru í Síberíu, var ein- angrað á rannsóknastofu. En því miöur kom í ljós að mestallt erfða- efnið var ættað úr bakteríum sem tekið höfðu sér bólfestu í mamm- útnum eftir að vist hans í freðmýr- um Síberíu lauk. Að vísu varð vart leifa af DNA sem líktist mest erfðaefni í fílum en það var allt of lítið til þess að hægt væri að gera sér vonir um að endurgera erfða- vísa mammútanna og því síður mundi það nægja til þess að tryggja þessu forsögulega dýri endurkomu á móður jörð. Hugsanlegt er einnig að tekist hafi að einangra DNA úr leifum skordýra sem lifðu fyrir 25 millj- ónum ára og hafa síðan verið inni- lukt í rafmolum. Það er vitaskuld mikið áhuga- efni steingervingafræðingum og dýraerfðafræðingum að geta rannsakað erföaefni löngu dauðra dýrategunda. Með því móti væri hægt að öðlast mun meiri vitn- eskju um dýrin og einnig væri unnt að skipa þeim nákvæmlega í rúm á þróunartrénu. 38 Vikan ZS. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.