Vikan


Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 41

Vikan - 20.06.1985, Blaðsíða 41
Þýðandi: Anna usafn töflum í hendinni á mér, svo hellti ég þeim aftur í glasiö og tæmdi lyfjaskápinn af alls kyns pillum. Eg flokkaöi þær eftir tegundum og síðan í undirflokka eftir litum og lögun. Ég var með allar rauðu töflumar í einni flösku, hvítar í annarri og svo framvegis. Og síðan ákvað ég að fara að safna pillum, það er reglulega skemmtilegt tómstundagaman og fær mann til að slaka vel á. Ég á áreiðanlega besta pillusafn á landinu nú orðiö, í einkaeign. Ég fæ viöbótarskammta hjá ættingjum og vinum reglubundið. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk liggur með mikið af ónýttum lyfjum heima í skápum, löngu eftir að það er búið að gleyma við hverju þau eru. Maríanna er ekkert sérlega hrifin af þessu tómstundagamni mínu. Hún heldur því fram aö hún fái svima af því. Um daginn, þegar ég kom í gleðivímu heim með sérlega sjaldgæfar átt- hyrndar metylanyl-macolin-töflur og glas af sægrænum sjóveikitöfl- um, þá neitaöi hún að líta á þær. — Piliur, pillur, pillur, urraði hún, — bráðum talar þú ekki um annað. Manni verður illt af þeim. — Ég borða aldrei eina einustu af þeim, sagði ég henni til huggunar. — Það er ekki það, en þú ert alltaf aö fikta í lyfjaskápum fólks og ert að fá fáránlegustu sjúkdóma af því, bara til að fá pillur í safnið þitt. Við ræddum þetta fram og aftur. Eitt orð leiddi af öðru og allt í einu rauk hún upp ævareið, fleygði sér í sófann og kjökraði móðursýkislega. — Svona, svona, sagði ég huggandi. — Taktu það rólega. Á morgun ferðu til læknisins og færð eitthvað róandi hjá honum. Ef þú getur fengið dálítið af þessum laxableiku, sporöskjulöguðu, streitueyðandi töflum frá vestur- þýska lyfjafyrirtækinu Bayer þá er það... Hún sendi mér reiðilegt augna- ráö, stóð upp og fór. En daginn eftir fór hún nú samt til læknisins. Ég beið spenntur eftir því að hún kæmi til baka. Kannski hafði hann látiö hana fá eitthvað nýtt og spennandi sem ég hafði aldrei séð og átti ekki. — Jæja, sagði ég, fékkstu eitthvað gott? Hún rétti mér lyfseðilinn. — Ég á að taka þetta þrisvar á dag eftir máltíðir. Pentaefenazinlanimat, las ég af seðlinum og var orðinn meira en lítið forvitinn. — Ég var að koma úr lyfja- búðinni, sagði hún og náði í flösku úr töskunni. Ég reif hana strax af henni, tók utan af henni umbúðirnar og leit betur á gripinn. — Þú ætlar þó ekki að fara að éta þennan óþverra? sagði ég afar vonsvikinn og leit mjög sár á hana. Það var ekkert annaö í flöskunni en skitin mixtúra sem minnti helst á hóstasaft. Ekki ein einasta almennileg pilla. Til hvers eru menn að fara til læknis? Py Stjömuspá Hrúturinn 21. mars-20. april Þér mun ganga allvel við hin venjubundnu störf þín á næstunni. Þú skalt reyna aö leggja hart að þér því það er tekiö eftir því. Reyndu að hugsa ekki um hitt kynið. Þaö er ágætt aö taka smáhlé. Nautið 21. april - 21. mai Það er dálítið anna- samur tími framund- an hjá þér en að skömmum tíma liönum mun þér gef- ast færi á að slaka á. Reyndu að vera nær- gætnari við þína nán- ustu og láttu þá ekki gjalda þess sem miður fer utan heimilisins. Tvíburarnir 22. mai-21. júni Þótt merkilegt megi teljast eru líkur á því að þú vinnir í happdrætti á næstunni. Þó má vera að þetta happ, sem stjörnurnar vilja eigna þér, sé ekki af svo hversdagslegum toga heldur séu þetta æðri verðmæti. Krabbinn 22. júní - 23. júli Reyndu aö taka ekki nærri þér þótt þér lyndi ekki við alla sem eru þér samferða á þessu ferðalagi. Við getum ekki alltaf valið okkur samferðamenn og verðum að gera það besta úr því sem við fáum. Ljónið 24. júli - 24. ágúst Farðu ekki of geyst í vinnunni. Mundu aö dagurinn í dag er bara sá fyrsti af mörgum og margar vikur koma eftir þessa. Reyndu fremur aö skipuleggja vinnuna og vinna af viti. Þaö eru hyggindi sem í hag koma. Meyjan 24. ágúst 23. sept. Þér sýnist flest ganga á verri veginn. En ef nánar er að gætt eru þetta flest lítilsverð smáatriöi og engin ástæða til þess aö örvænta. Hamingjuhjólið mun snúast þér i hag áöur en þig órar fyrir og með meiri krafti en þú bjóst viö. Vogin 24. sept. - 23. okt. Það er útlit fyrir f jör í ástamálunum hjá þér á næstunni. Ef þú ert giftur eöa lofaður muntu lenda í ævin- týri með öðrum og njóta þess þótt þú fáir ósvikiö samviskubit á eftir. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv. Þú veröur fyrir smá- óhappi sem nær þó ekki að raska því sem þú hafðir ætlað þér. Þaö virðist lika vera eitthvert and- streymi í vinnunni en líklega rætist úr því fyrir lok vikunnar. Bogmaðurinn 24. nóv. -21. des. Þú skalt ekki taka það nærri þér þótt einhver reyni að breiða út ósannan áburð um þig. Hið sanna á eftir að koma í ljós og sögu- burðurinn verður söguberanum ekki til framdráttar. Stemgeitin 22. des. 20. jan. Líkur benda til þess að ferðalag sé framundan hjá þér. Reyndu að slíta þig frá því sem þú hefur veriö að fást við und- anfariö og njóta þess sem að höndum ber. Þú hefur sannarlega unniðtilþessað takaþérfrí. Vatnsberinn 21. jan. 19. febr. Þaö er ekki laust viö aö þú sért óþarflega svartsýnn. Reyndu að herða upp hugann og hættu aö gera ómannlegar kröfur til þín. Og vita skaltu að fólk kann að meta það sem þú gerir þótt stundum sé djúpt á hrósinu. Fiskarnir 20. febr. -20. mars Þú munt að öllum lík- indum komast að leyndarmáli. Nú skiptir öllu að kunna að fara með þessa viðkvæmu vitneskju því það getur komið sér illa fyrir þig hafir þú breitt út þessa vitneskju. Þaö er best að sitja að sínu. 25. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.