Vikan


Vikan - 04.07.1985, Page 34

Vikan - 04.07.1985, Page 34
„Jæja, já.” „Æ, fyrirgefðu, ég ætlaði ekki aösæra þig.” „Já, ég veit þaö.” Það varö vandræðaleg þögn. Þau fundu ekkerttilaðsegja. „Jæja, ég verö aö fara. Takk fyrir kaffið.” „Strax?” „Já. Ég er búin að stoppa nógu lengi.” Hann horfði á borðiö, ofan í tóman bollann sinn. Sagði ekkert. Henni fannst þaö slæmt, þó vissi hún ekki hvað honum fannst um hana. Hún stóð upp, opnaði dyrnar. „Heyröu. Viltu að ég komi aftur?” Þá leit hann loksins upp, alvarlegur með stjörnur í augunum. „Þú ræður því. Ef þig langar.” Þá vissi hún þaö. Og hjartaö hamaðist. „Bless.” „Bless.” Hún hljóp niður alla brekkuna. Gleymdi berjafötunni. Settist inn í bílinn. Langaði til að halda áfram að hlaupa. Píndi sig til að keyra varlega. Eins gott, hún hafði ekki einu sinni bílpróf. Skammaöist sín ekkert fyrir að koma ekki með nein ber. Brosti bara eins og fáviti þegar einhver geröi athugasemd viö það. „Kiddi, ég á afmæli á fimmtudaginn.” „Ha, já, ég veit það.” Hann var aðlesa. , ,Eigum við að halda veislu? ’ ’ „Ja, ég er búinn aö því.” „Hverju?” „Kaupa afmælisgjöf. Varstu ekki að spyrja að því?” „Nei.” Hún var dálítið sár yfir athyglisleysinu. „Ég var að spyrja hvort viö ættum að halda veislu. ’ ’ „Já, svoleiðis.” Hann leit upp úr bókinni, varð hugsandi. „Á fimmtudaginn?” „Ja, eða laugardaginn eða sunnudaginn.” „Ertu búin að tala við Maríu? ” „Nei, hún er ekkert vandamál.” „Erég vandamál?” „Frekar.” „Haldið þið veislu. Þið verðið að hafa fyrir því, ekki ég.” Hún kyssti bróður sinn, fór fram í eld- hús, kom strax aftur. „Heyrðu, Kiddi?” „Já, hvað?” Hann vildi vera í friöi. „Helduröu að mamma myndi vilja koma?” „Ég hugsa ekki. Þú veist hvernig mamma er, hefur svo mikiðaðgera.” „En má ég reyna?” „Auðvitaö.” „En Kári?” „Já, bjóddu þeim sem þú vilt, mér er sama. Talaðu vð Maríu.” Fimmtudagur og auðvitað komst marnrna ekki. Þá hefði hún þurft að fá frí í vinnunni og það var ekki hægt. Henni var svo sem sama, vissi hvernig mamma var, vissi hvernig allt var. Mamma hafði aldrei tekiö sér frí í vinnunni fyrir hana. Þó hún væri með 40 stiga hita var hún send í leigubíl til ömmu. Svo dó amma, þá var hún bara skilineftir ein. Hún fór í kofann til Kára. „Ég á bráðum afmæli.” „Jæja, til hamingju.” „Á fimmtudaginn, viö ætlum að hafa góöan mat og rauðvín og kerti og blóm og svoleiöis.” „En gaman.” Það var eins og honum fyndist ekkert gaman, ekkert leiðinlegt heldur, bara alveg sama. Kannski var hann veikur, fann til einhvers staðar. „Getur þú ekki komist?” „Ég, viltu liafa mig ? ” „Já, mig langar það.” Hjartað barðist, hamaðist. Kannski vildi hann ekki koma. „Já, takk.” Loksins svaraöi hann. Hann vildi koma. Vildi koma til hennar, í veisluna hennar, vera hjá henni. „Kiddi eða Palli vinnumaður koma og ná í þig klukkan fimm eða sex. Við ætlum að borða snemma, þá verður kvöldið svo langt. Hún var alsæl þegar hún fór — og spennt. Þetta var spennandi. Vonandi yrði gaman. Það varö gaman. Kiddi og María gáfu henni hvítan kjól. „Þú ert orðin svo sólbrún,” sagði María. „Hann fer þér örugglega vel, ef hann passar.” Hann passaði, henni fannst hann frábær, fannst hún sjálf frábær. í fyrsta skipti í marga mánuði var hún ánægð með sjálfa sig. 34 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.