Vikan


Vikan - 04.07.1985, Page 50

Vikan - 04.07.1985, Page 50
Leikirí Barna-Viku Þá höldum við áfram að rifja upp leiki svo Ég veit ekki hvað ég á að gera. Eða: Ég veit ekki enginn standi nú í góða veðrinu í sumar og segi: í hvaða leik við getum farið. fyÆsiím&ú Hollýhú Þaö var mikiö fariö í leikinn hollý hú í gamla daga. Hann er þannig aö nokkrir krakkar raöa sér upp við vegg en einn stendur fyrir framan hópinn meö bolta. Sá sem er með boltann hugsar sér eitthvert nafn sem hinir eiga síöan að geta upp á. Krakkinn með boltann byrjar nú á því aö kasta honum til þess sem er lengst til vinstri í röðinni og segir um leið: Ö karlmanns sem þýðir aö nafniö byrjar á stafnum Ö og er karl- mannsnafn. Og hinn hendir boltan- um til baka og reynir aö geta upp á nafninu og segir kannski Óskar. (En auövitaö haföi hinn hugsað sér nafn- iö Óli.) Og boltanum er kastað til næsta krakka í röðinni. Ef enginn getur upp á nafninu í fyrstu umferö heldur leikurinn áfram meö því aö næsti stafur er sagður: Ó1 karl- manns og auðvitað segir þá einhver Óli. Um leið og einhver getur upp á réttu nafni kastar sá fyrir framan röðina boltanum í jörðina og segir hollý og hleypur í burtu. En hinn sem gat upp á réttu nafni reynir aö hlaupa til og grípa boltann og segir hú um leið og þaö tekst. Um leið og þaö er sagt verður hinn aö stoppa og standa kyrr en býr um leið til hring með handleggjunum meö því aö teygja þá fram og taka saman hönd- um. Hinn á síöan aö reyna að hitta ofan í hringinn meö boltanum. Ef þaö tekst á sá krakki að hugsa upp næsta nafn en hinn fer aftast í röö- ina. Ef þetta tekst ekki má sá sem síðast sá um aö hugsa upp nafn gera aftur. Mynda- styttuleikur Sumir kalla myndastyttuleik líka Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm. Myndastyttuleikur er mjög góöur þegar margir krakkar eru saman. Hann er þannig aö einn er ’ann og stendur upp viö vegg með bakið í alla hina krakkana sem standa í hæfilegri fjarlægð. Það er ágætt aö gera strik þannig að allir standi viö það. Nú kallar sá viö vegginn einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og snýr sér viö um leið og hann hefur sagt fimm. Hinir byrja aö hlaupa af stað um leið og byrjað er aö telja en um leiö og sagt er fimm eiga allir aö stoppa og mega þá alls ekki hreyfa sig. Ef ein- hver sést hreyfa sig þá skipar sá sem er ’ann honum að fara aftur til baka og hann verður að byrja upp á nýtt. Svo eru til tvær útgáfur af endin- um á þessum leik. Önnur er þannig að sá sem kemst fyrst í borg (en borg er hjá þeim sem er ’ann) á aö ver ’ann í næsta leik. 50 Víkan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.