Vikan


Vikan - 01.08.1985, Síða 11

Vikan - 01.08.1985, Síða 11
n Það vorar Bergþóra Árnadóttir og Englendingurinn Graham Smith sendu frá sér nýja hljómplötu í lok júní. Hún heitir Þaö vorar. Á plötunni eru tíu lög, öll eftir Graham og Bergþóru, en textarnir eru eftir Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Bergþóru og fleiri góöskáld. Þetta mun vera fimmta platan sem Bergþóra Árnadóttir sendir frá sér. Hinar heita Eintak — 1977, Bergmál — 1982, Afturhvarf — 1983 og Ævintýri úr Nykurtjörn — 1984. Graham er nú floginn og fluttur til Englands en Bergþóra heldur sig viö Skólavörðustíginn, sinnir búi og börnum og tónlistinni þess á milli. JAPAN SKELFUR „Sveiattan”, „þjóðarskömm” og fleiri upphrópanir endurómuöu um Japan ekki alls fyrir löngu þegar íþróttaeinveldi Japana var ógnaö af útlendingi. Tvítugur Bandaríkja- maður (reyndar fæddur á Samoa-eyjum), sem er 1,87 metrar á hæö og vegur 215 kíló, virtist ætla aö leggja aö velli alla fræknustu sumo-glímukappa Japans. Það voru stofnuð samtök til höfuðs Salevaa Fuauli Atisanoe (kallaður Konishki), hinum bandaríska, og átti að safna fé til að múta honum til að tapa eða ef þaö gengi ekki að lauma sykri í matinn hans. Þessir ofurfeitu glímukappar eiga nefnilega á hættu aö verða sykursjúkir ef þeir éta of mikið af sykri. Þegar síöast var vitað hafði glíma Konishki og japanska meistarans ekki enn farið fram vegna meiðsla þess fyrrnefnda. En lands- menn voru farnir að hrópa ákaft aö leggja ætti sumo-glímu niður ef útlendingurinn sigraði. Bandaríska tröllinu, sem er hægra megin á mynd- inni, em ekki vandaðar kveðjumar. 31. tbl. Vikan II

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.