Vikan


Vikan - 01.08.1985, Side 46

Vikan - 01.08.1985, Side 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. Hún laug til um tímann sem hún fór heim úr skólanum og hvort hún hefði verið I skemmtigarðinum — en þar var ekki ætlast til að hún dveldi — hvort hún hefði farið í kirkju, hvort hún hefði þurrkað af og straujað. Eftir því sem Sardeauhjónin sveigðu ímynd- | unarafl Lilíar eftir grámyglu- I legum brautum sjálfsafneitun- arinnar verð hún óframfærnari, lifði i eigin hugarheimi þar sem einmana barnið var alltaf í miklum metum og geislandi hetja. Lilí varð sífellt bældari og hlédrægari. Mynd móður hennar varð sífellt rómantískari og ævintýralegri — vegna þess að hinn kosturinn var sá að horfast í augu við kaldranalega afneitun móðurinnar á henni. Ibúðin á sjöundu hæð var lít- il, dimm, óþægileg en tandur- hrein. Lili fékk að kynnast því að hvert einasta postulinsgling- ur átti sér sinn stað þar sem hún þurrkaði af því á hverjum degi. Lilí bjó í kompu á stærð við fataskáp inn af eldhúsinu, með glugga inn í innri garðinn. Þó námið í skólanum væri erfítt komst Lilí fljótt að því að hún tók fjörið og hávaðann í skólanum fram yfir inni- lokunarkenndina og jarðar- farardrungann heima hjá Sardeauhjónunum. En hún þurfti svo sannarlega að læra meira en nokkru sinni áður í skólanum. JL 'adames Sardeau var ekki á því að gefa Lilí nokkurn tíma frí. í skólafríunum varð hún ekki einungis að vinna öll léttari húsverkin heldur einnig þvo grænmetið, þjóna til borðs, strauja og sauma. Þegar allt kemur til alls, hugsaði hún með sér, þá hafa letingjarnir gott af að taka svolítið til hend- inni. Eftir tvö ár gerði Lilí sér grein fyrir þvi — og það ef til vill betur en þau sjálf — að Sar- deauhjónin litu á hana sem lé- lega fjárfestingu sem því miður var ekki hægt að selja og festa fjármunina I einhverju arð- Shirley Conran TUTTUGASTI OG FYRSTIHLUTI Það sem á undan er gengið. . . Arið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París . . . Fimmtán árum síðar er fjómm glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. ,Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín ? ’ ’ spyr Lilí. Arið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínurn heima- vistarskóla í Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem fram- reiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Að skóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er bams- hafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar ferJúdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upp- rennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik fer Júdý heim til Banda- ríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrir- tæki. Sögunni víkur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Felix er ungverskur flótta- maður. Hann fer með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lilí, eins og Felix kallaði hana. Maxín heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar fomgripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endur- byggingu á gömlum herragarði sem er í eigu félítils greifa og kampavínsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast tvo syni. vænlegra. Þau voru ekki óvin- gjarnleg við barnið. Hún fékk fæði og klæði og betrumbæt- andi gjafír á afmælum — bók um líf dýrlinganna, saumadót, nýja nærskyrtu — en stelpan var aldrei þakklát. étt fyrir níu ára af- mælisdaginn hennar sýndi Madame henni mynd I dag- blaði af stóreygðum munaðar- leysingja með uppþembdan kvið og sagði: „Sérðu hverju þér hefur verið forðað frá! ” Lilí þagði lengi, síðan sagði hún: „Mamma mín hefði ekki látið mig svelta. ,,Þú veist ósköp vel að mamma þín er dáin. ’ ’ ,,Hin mamma mín hefði komið að sækja mig. Madame Sardeau missti stjórn á skapi sínu. „Litli lygar- inn þinn, þessar tröllasögur af hinni mömmu þinni og sleða- ferðum I snjónum em bara bull. Presturinn segir að mörg börn segi svona sögur, einkum ef foreldrar þeirra þurfa að berja þau fyrir óþekkt. Þér væri nær að vera betri við okkur. Við eig- um það hjá þér. Það erum við sem fæðum þig og klæðum og eyðum peningum I þig. Mamma þín og pabbi eru dáin! Komdu því inn I kollinn á þér.” ,,En ekki amma og afí Kovago. Þau vom ekki með okkur þetta kvöld. Þegar ég er orðin nógu stór ætla ég að fara aftur til þeirra.” „Vanþakkláta, litla flfl! Þó að þau væm enn á lífi þá em þau hinum megin við járn- tjaldið. Þú átt aldrei eftir að sjá þau aftur. Lill þagði og barðist við til- finningar slnar og örvilnun. Þá brutust reiði hennar og illska, sem hún hafði lengi reynt að bæla, upp á yfirborðið og með hatursglampa I augunum skyrpti hún á Madame Sardeau. Andartak ríkti grafar- þögn — síðan öskraði konan ævareið: „Svona göturæsissiðir koma bara upp um það hvað þú ert af ómerkilegu fólki kom- in! Ég ætla að segja manninum mínum I kvöld hvernig þú hef- ur hagað þér og hann refsar 46 Vikan 31. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.