Vikan


Vikan - 01.08.1985, Page 48

Vikan - 01.08.1985, Page 48
af spítalanum í vextin- um eins og Audrey Hepburn en þó brjóstin á henni sætu nú um |tíu sentímetrum ofar voru þau enn stór. Eins og alltaf var aðgerðin sárs- raukafull og eftir sátu hálf- hringlaga ör undir hvoru brjósti og skörðótt ör frá geirvörtu og undir brjóstið. Þau voru ljót. Þau hyrfu aldrei. Charles varð öskureiður. Honum hafði einmitt fundist brjóstin á henni svo falleg. „Af hverju sagðir þú mér ekki hvað' þú ætlaðir að gera? Þú veist að svæfingu fylgir alltaf nokkur hætta!” ,, Vegna þess að ég hélt að þú myndir stöðva mig. ’ ’ „Hárrétt! Þetta eru ekki bara þín brjóst, þetta eru brjóstin okkar. Hvernig þætti þér ef ég tæki upp á því að láta skera nokkra sentímetra af mér?! ’ F \S/n þegar á allt er litið var líf Maxín spennandi og allt gekk vel þar til hún var tæplega þrítug. Þá gerðist tvennt — Maxín varð ólétt og Charles varð hrifinn af annarri konu. í fyrstu vissi Maxín aðeins um það fyrrnefnda og ekki hið síðarnefnda. Synirnir tveir voru henni nóg. Hún var rétt komin aftur á fullu inn í starf sitt og í fyrsta skipti í mörg ár naut hún sín til fullnustu. Henni fannst hún bera ábyrgð á því sem gerðist í stað þess að þræla aðeins í gegnum dagleg störf. Fyrirtæki hennar var nú mjög umsvifamikið og hún gat greitt mun hraðar af bankalánunum en hún hafði búist við. Það var einn morguninn að Mademoiselle Janine sagði um leið og hún rétti Maxín póstinn: ,,Ég tók eftir því að Madame de Fortuny var hér aftur í gær. Hún tekur starf sitt sannarlega alvarlega af aug- lýsingahönnuði að vera. Hún er alltaf að hringja í greifann og ég tók eftir því að hún er á listanum yfír hádegisverðar- gestina í dag. Mér fínnst alltaf of mikil blómalykt af henni. Ilmvatnsnotkun getur verið yfírdrifín.” Mademoiselle Janine var ekki vön að tala svona lengi og því leit Maxín hvasst upp. Hvað var stúlkan að tala um? Lyktina af einhverjum auglýs- ingahönnuði. Var de Fortuny ekki konan sem vann við nýju miðana á kampavínsflöskunum og bæklingana? hugsaði hún með sér kæruleysislega. Síðan ýtti hún því frá sér, kveikti á segulbandinu og byrjaði á að fara gegnum póstinn. Samt veitti hún litlu, sætu Madame de Fortuny sérstaka athygli við hádegisverðarborðið. Hún var í ekta Channeldragt, ekki eftir- líkingu, úr ljósri ull með vínkjallarana bað lafði Cliffe um að fá að sjá börn Maxín. Þegar konurnar tvær sátu í sól- ríka, gula barnaherberginu og horfðu á Gérard slást við Oliver sagði lafði Cliffe tregafullri röddu: „Sorglegast þykir mér að ég skuli ekki eiga eftir að eiga nein barnabörn.” Hún þagði og bætti síðan við: „Walter hefur líka áhyggjur af því að enginn kemur til með að erfa titilinn þannig að hann deyr út, en hann vissi það löngu áður en Nick dó.” Maxín var rugluð á svipinn. „Vegna þess að þegar Nick var fjórtán ára fékk hann hettusótt mjóum satínleggingum — óhentugri og íburðarmikilli. Og það var rétt hjá Mademoiselle Janine, konan angaði af blómalykt. En hún var greind og skemmtileg, sagði sérlega skemmtilegar sögur af starfí sínu og var heillandi við alla. Þegar Sir Walter og lafði Cliffe komu fékk Maxín um annað að hugsa. Eftir minningarathöfnina um Nick höfðu þær Kata nokkrum sinn- um heimsótt foreldra hans í London. Það var dapurlegt að sjá hvernig móðir Nicks hélt í vini hans, sérstaklega þá sem höfðu síðast verið með honum — eins og það væru síðustu tengslin við látinn son hennar ^J^egar hinir gestirnir voru farnir í skoðunarferð um og í kjölfarið eismabólgu. Tvisv- ar var okkur sagt að hann myndi ekki hafa það af en síð- an batnaði honum. En sér- fræðingarnir sögðu okkur að Nick gæti aldrei eignast börn. ,,Vissi Nick þetta?” spurði Maxln steinhissa. ,Já, auðvitað varð að segja honum það en ég held að hann hafí í rauninni aldrei sætt sig við það — ég held að hann hafí innst inni alltaf vonað að hann gæti læknast.” „Vesalings Nick. Það var eins gott að Júdý vildi ekki gift- ast honum,” sagði Maxín við Charles um kvöldið þegar þau voru að búa sig til kvöldverðar. ,,Þó ég sé nú,” bætti hún við, „ekkert sérlega fyrir krakka eins og er. ” Hún klappaði sér á sveran kviðinn. Charles hló. ,,Vertu þolin- móð,” sagði hann, ,,þú þarft ekki að bíða svo lengi. ’ ’ Hann beygði sig niður og kyssti hana aftan á hálsinn. Þegar hann gerði það fann Maxín greinilega blómalykt. Hún ýtti hugsuninni innst í hugskot sitt. Charles hafði ver- ið með konunni allan daginn þegar allt kom til alls. JT ^^veimur vikum seinna sagði Christina við Maxín: ,,Ég sá Charles í gær- kvöldi á Le Grand Véfour. Það verð ég að segja að hann verður myndarlegri með hverju árinu sem líður.” ,,Á Le Grand Véfour? Ertu viss um það?” ,Já, með konunni frá aug- lýsingastofunni. Jack Reffold var að koma með nýja sendingu og ég vildi fara með hann á ein- hvern notalegan stað. Charles var hinum megin í salnum. Ég veifaði til hans en ég held að hann hafí ekki séð mig.” Hún beygði sig yfír það sem hún var að vinna að og hélt síðan áfram að tala um síðustu húsgagna- sendinguna frá Reffold. Maxín fannst eins og einhver hefði skvett yfír sig glasi af köldu vatni. Hún fékk stingi í fíngur- gómana og náði varla andan- um. Hún vissi hvað Christina var að segja henni, að hún hafði orðað þetta svona til þess að hægt væri að gleyma þessu alveg ef Maxín bauð svo við að horfa. Maxín hafði verið síð- ustu kvöldin í ró og næði heima og borðað kvöldmatinn af bakka um leið og hún horfði á ballett í sjónvarpinu því Charles var að sinna kanadísk- um viðskiptavinum. Hann þurfti að fara með þeim út að skemmta sér í borginni, ef til vill til Folies Bergere, síðan kannski á næturklúbb, en hvort tveggja sagði hann rétti- lega að Maxín myndi drepleið- ast. . . Christina leit upp. ,,Er allt í lagi með þig, vinan? Kannski ættir þú að leggjast fyrir. Sparkar barnið? Veslings stelp- an. Við ætlumst öll til þess að þú haldir áfram eins og ekkert bjáti á bara vegna þess að það gerir þú alltaf. Komdu og leggðu þig á beddann inni í bakherberginu.” 48 Vikan 31. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.