Vikan


Vikan - 01.08.1985, Page 49

Vikan - 01.08.1985, Page 49
,,Nei, nei,” svaraði Maxín veiklulega. Henni fannst hún heyra í sjálfri sér úr miklum fjarska. Hún varð að tala við einhvern um grunsemdir sínar. Hún ætlaði að hringja í Hortense frænku, Skynsemíu frænku eins og Júdý kallaði hana. 'öddin í Maxín var vandlega kæruleysisleg og Hortense heyrði strax að eitt- hvað alvarlegt var að. „Komdu strax hingað, barnið mitt. Þú veist að ég er alltaf til reiðu. ’ ’ Þegar Maxín var komin inn fyrir dyr hjá frænku sinni fór hún að gráta. Hortense frænka leiddi guðdóttur sína að sessa- longnum og tók báðar hendur hennari sínar. ,,Hvað er að, er það Char- les?” ,,Já,” hvíslaði Maxín. ,, Hvernig vissir þú það ? ’ ’ ,,Ja, þetta er þriðja barnið ykkar og þið hafið verið gift í átta ár. Ég get ekki sagt þér hvað þú átt að gera, vina mín, vegna þess að ég þekki ekki málið í smáatriðum og vil ekki vita það. Er Charles að reyna að blekkja þig?. . . Já? Gott! Þá ráðlegg ég þér að láta sem ekk- ert sé ef það er hægt þar til til- fmningarótið hefur lægt. Það er ekki rétti tíminn núna til að gera uppistand.” Maxín kinkaði kolli og frænka hennar hélt áfram. „Charles er örugglega yfír sig hrifínn af einhverri dömu og getur því ekki hugsað skynsam- lega. Þú, barnið mitt, ert svo full grunsemda og afbrýði- semi að þú getur ekki tekið hlutunum með ró. Því verður þú, hvað sem það kostar, að forðast rifrildi á meðan til- fínningarnar fremur en heil- brigð skynsemi ráða ferðinni í kolli ykkar. ’ ’ Maxín var heldur dauf á svipinn en Hortense frænka tal- aði ákveðnum rómi eins og Charles væri bara bíll sem þyrfti að fara í stillingu. ,,Þú vilt ekki lenda í neinum ill- deildum við Charles. Það er aldrei að vita hvaða afleiðingar það hefur þegar karlmenn eru annars vegar. Hann gæti stokk- ið burtu með þessari konu bara til þess að storka þér. Charles elskar þig augljóslega, annars væri hann ekkert að fela þetta framhjáhald sitt fyrir þér. Menn sem elska ekki lengur konurnar sínar eru ekkert að hirða um að leyna þær neinu, það máttu vita. ” Maxín sagði dapurlega: , ,Hún er falleg og grönn. ’ ’ „Vesalings barnið mitt, það væri verra fyrir þig ef hún væri ekki falleg. Þá værir þú sífellt að velta því fyrir þér yfír hvaða ósýnilegu töfrum hún byggi.” Hortense frænka sleppti neinu. Þú verður að haga þér eins og engill, barnið mitt. ’ ’ Hún tók hendurnar á Maxín aftur í sínar. ,,Það er eitt til viðbótar sem þú ættir að hugsa um,” sagði Hortense frænka og vandaði orðavalið mjög: ,,Góður eiginmaður skiptir meira máli en fyrirtæki. Ég er ekki að segja að fyrirtækið skipti’íg’/é/é/ máli. Ég er að segja að góður eiginmaður er miklu, miklu mikilvægari.’ ’ V C/axín hegðaði sér því eins og engill og þótti það höndunum á Maxín og togaði í bjöllustrenginn til þess að panta kaffí. ,,Það er greinilegt, eins og er, eftir hverju hann er að slægjast, fegurð og spenn- ingnum við að gera eitthvað sem ekki má.” Hún yppti öxl- um. ,,Það er sama hve mikið Charles elskar þig, hann er orð- inn vanur . Það er leitt að brúð- ir skuli aldrei vera varaðar við því að þær muni óhjákvæmilega verða ástfangnar af einhverjum öðrum mönnum og sama má segja um eiginmenn þeirra. En stundum er of sársaukafullt að útskýra lífið fyrir þeim ungu og þeir myndu hvort sem er ekki trúa því sem maður segði. gefa þjóninum, sem hafði birst, fyrirmæli. „Skiptu þér því ekkert af Charles, vina mín, láttu sem þú takir ekki eftir mjög erfitt því með degi hverj- um varð hún viðkvæmari og þunglamalegri. Charles var oft að heiman og þegar hann var heima virtist hann önnum kaf- inn. Stundum leit Maxín upp og sá að hann horfði á hana örvæntingarfullur og ásakandi á svipinn og hún fékk sting í hjartað. Hún var ofboðslega afbrýði- söm og eigingjörn. Með sjálfri sér fylgdist hún nákvæmlega með hvenær Charles kom og fór þó svo að hún þyrði aldrei að spyrja hann ákveðið hvað hann aðhefðist. Hún reyndi að nauða ekki í honum — hún vildi ekki að honum fyndist svo að sér þrengt að hann freistað- ist til þess að stökkva að heim- an. Þegar illa lá á henni hafði hún megnan viðbjóð á fram- hjáhaldi eiginmannsins og hvernig hann laug liðugt að henni, dag eftir dag og mánuð eftir mánuð — og virtist ekki þjást hið minnsta af samviskubiti. Maxín tók það afar nærri sér þurfa að leika, dylja sárs- aukann fyrir manni sínum, að ljúga að honum eins og hann að henni. Charles var að sögn I Lons þegar þriðji sonur þeirra fædd- ist, viku áður en hans var von. Fæðingin var mun auðveldari en hún hafði búist við. Hún þrýsti barninu upp að sér og vildi hafa það alltaf hjá sér. Alexander litli var framtíðar- von hennar og í gegnum hann tengdist hún manni sínum. I þetta skipti var engin von til þess að Maxín yrði aftur barnshafandi fjórum mán- uðum eftir fæðinguna. Fjórum mánuðum eftir fæðinguna hafði Charles ekki enn snúið aftur í hjónasængina til hennar úr Napóleonsrúminu I einka- herbergi sínu. Árið 1963 höfðu Charles og Maxín ekki sofið saman í þrjú ár og Maxín hélt áfram að láta sem hún sæi ekki ótryggð eiginmannsins. Hún gat þetta þó ekki nema bæla niður sínar eðlilegu hvatir og haga sér sam- kvæmt formlegu kurteisis- reglunum sem hún hafði verið alin upp við í ströngum, borgaralegum anda. Annað slagið hljóp hún til Hortense frænku til þess að fá samúð og uppörvun. Maxín hagaði sér enn eins og engill en það tók mjög á hana. Hún svaf ekki lengur vel á nóttunni, hún var guggin og meira að segja þegar hún brosti sjálfsörugga brosinu sinu kom áhyggjuglampi I augunum upp um hana. Stundum skeytti hún skapi sínu á börnunum og starfsfólkinu vegna þess að það eina sem hún gat gert annað var að fara að gráta eða öskra. Maxín kvaldist af álaginu sem fylgir því að lifa fölsku lífí, leika falskt hlutverk á meðan hún beið og beið og óskaði þess að hún gæti farið aftur I tím- ann „Efbara” varð uppáhalds- leikur hennar. $ 'f aðeins væri hægt að sópa burtu kóngulóarvefum 31. tbl. Víkan 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.