Vikan


Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 39
,Á Íslandi eru lika til garðslöngur við öll hús, garðslöngur sem eru nauðsynlegir gripir i skrúðgörðum hitabeltis og þurrkasvæða aö munda kjörgripinn og láta öfluga bunu hins ískalda vatns byljaáhröktumgróðrinum... Auðvitað er þjóðin samt ekki svo vitlaus að hún viti ekki af þess- um misskilningi. Það vita allir af honum en láta einsog ekkert sé. Þetta er einsog með trúna á fram- haldslíf sem engin ný uppgötvun í líffræöi og læknavísindum fær haggaö. Einsog þetta að óvíða í heiminum er meiri sala á ís og svaladrykkjum en hér. Allir vita aö þetta er hálfgerð rökvilla á okkar breiddargráðu, samt geta sölumenn gosdrykkja óhræddir sýnt í sjónvarpinu hvert kvöld auglýsingar sem hugsaðar eru fyrir fólk þjakað af hitakófinu í Texas og Flórída; auglýsingar sem sýna hvítglóandi sól á himni, gular og bakaðar eyðimerkur, fá- klætt fólk sem dasaö og dæsandi strýkur af sér svitann og þulurinn spyr hvort nokkuð sé betra þegar allt er svona kæfandi þurrt og skrælnað en að teyga ískaldan gosdrykk. Og heima í stofu á ís- landi kinka kvefaöir og kuldabláir sjónvarpsáhorfendur kolli við áskoruninni, troða sér í stígvélin og skástu skjólflíkurnar og reyna að berjast yfir hjarniö og gegnum snjófjúkið útí næstu sjoppu eftir þessari jökulköldu svalalind. Allt verður að hafa sinn gang. Höfuðborg íslands mun eiga Evrópumetið í útbreiöslu grænna svæða miðað viö höfðatölu íbúa; aldrei er svo skipulögð ný byggð að ekki séu teiknaðir inná nokkrir grænir reitir, fagurgrænir, túss- grænir garðar á pappírnum. Þó vita allir að þessi svæði eru ekki græn nema á regntíma blá- sumarsins, og hina níu mánuði ársins eru þessir grænu reitir ekk- ert nema hryssingslegar grágular torfærur. Víða í bandalagsríkjunum má sjá stór og falleg tré sem einsog spretta uppúr gangstéttunum. Þegar gangstétt var lögð á Austurstrætið og það gert að göngugötu þótti við hæfi að skreyta þaö með trjám. Ekki var nú bjartsýnin reyndar svo mikil að ráölegt þætti að planta trjá- gróörinum beint oní jökulruðn- inginn sem er undir gangstéttar- hellunum, heldur voru trén höfð í stórum þartilgerðum kössum, blómapottum. Þessi tré urðu strax aö móbrúnum spýtukvistum og litu út einsog minnismerki um fórnarlömb kjarnorkuárásar. En bjartsýni okkar í bænum nægði nú samt til þess að fæstir tóku eftir þessum kalkvistum fyrren hreinsunardeildin kom á vettvang til að ryðja skóginn. Það er eins með þennan grasreit sem til skamms tíma var í miðju Austur- strætinu; hönnuðum götunnar þótti ekki annaö við hæfi en að koma þar fyrir grænu svæði, gras- bala á hnéháum stalli. Auðvitað þreifst þar aldrei gras, þetta var bara moldarflag á heiðurspalli þarna í hjarta bæjarins. Oneitan- lega óvanalegt frjósemistákn fósturmoldinni til heiðurs, en ekki verrafyrirþað. . . Gleðilegan vetur. 43- tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.