Vikan


Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 27
og mikil tilfinningavera. Þaö er dómhart og því hættir til fljótfærni í dómum um menn og málefni. Þetta er stolt fólk og miklir vinir vina sinna. Gæti það sín ekki því betur mun það iðulega liggja und- ir ámæli fyrir skort á háttvísi. Lífsstarf Það er mjög áríöandi fyrir fólk dagsins að hafa vítt verksviö og nokkuö frjálsar hendur varöandi starfið. Því er lagiö að skipuleggja og kemur oft ótrúlega miklu í verk. Þetta eru sannkallaöar hamhleypur. Sölumennska hentar þessu fólki vel, svo og þau störf sem launuð eru með hliðsjón af af- köstum. Fljótfærnin getur orðið til baga og það má gæta þess að ganga ekki fram af sér við vinnu. Ástalíf Það gefur augaleið að í sam- skiptum við hitt kynið verður aldrei nein lognmolla. Eldheitar tilfinningar og alls kyns sveiflur sjá til þess aö ævinlega veröur líf í tuskunum. Afmælisbarnið krefst þess að hafa töglin og hagldirnar á heimilinu og komi til hjónabands er það undir lagni makans komið hversu friðsamt heimilislífið verð- ur. Heilsufar Afmælisbarnið er þrekmikið og heilsuhraust. Það verður samt að muna að það þarf að sofa og hvíla sig, að minnsta kosti af og til. Gangi það ekki fram af sér við vinnu eða í skemrotanalífinu ætti fátt að geta orðið því að meini. 26. OKTÓBER Skapgerð Fólk dagsins er tilfinninga- næmt, ákaft í lund og afar metn- aðargjarnt. Það er rökfast og rétt- sýnt og því verður vel til vina. Þetta er bókhneigt fólk og hefur góðan bókmenntasmekk. Ráöa- gott er það og vinum og fjölskyldu betri en enginn í þeim efnum. Lífsstarf Afmælisbörn dagsins eru gædd fjölbreyttum hæfileikum sem víða fá notið sín. Þau verða þó að gæta sín á að drepa kröftunum ekki á dreif og ættu aö velja sér starf með fjölbreyttum viðfangsefnum, ella tolla þau ekki lengi í sama starfi. Afmælisbarnið er fjárafla- maður en helst illa á fjármunum sínum. Það er þó samhaldssam- ara vinni það sjálfstætt. Ástalíf Fólk dagsins á erfitt með að átta sig á hinu kyninu og er nokkuð óöruggt með sig í samskiptum við það. Þótt það sé ákaflega heppið í vali á vinum er það seinheppið í ástamálum og mjög getur brugöið til beggja vona hvað varöar hjú- skap og heimilislíf. Allt ætti þó að fara vel ef heilbrigöri skynsemi er beittþegarviðá. Heilsufar Afmælisbörnin eru yfirleitt heilsugóð en ýmsir bólgusjúkdóm- ar sækja á þau. Verði þau slíkra sjúkdóma vör ættu þau ekki að draga að leita læknis. 27. OKTÓBER Skapgerð Kraftmikið dugnaðarfólk er fætt þennan dag. Það er hvatvíst og hinir mestu orðhákar. Því hættir til að láta fremur stjórnast af til- finningum en skynsemi og kemur það því iðulega í koll. Þetta er hugmyndaríkt fólk með ákaflega góða skipulagshæfileika. Lífsstarf Fólk dagsins ætti aldrei aö vinna undir stjórn annarra. Þaö rís vel undir ábyrgð og leysir störf sín því betur af hendi þeim mun meiri ábyrgð sem það ber. Best nýtur þaö sín áreiöanlega í eigin atvinnurekstri sem má þá ekki einskorðast við þröngt svið. Ástalíf Afmælisbörn dagsins búa yfir mildum persónutöfrum sem flest- um sést því miður yfir. Þau verða fljótt og oft ástfangin en hættir til að leggja ást við þann sem enga leggur á móti. Makavalið gæti ráðist í fljótfærni og hending ein þá ráðið hvernig til tekst. Afmæl- isbörnin eru uppstökk en fljót til sátta og sé makinn næmur og um- burðarlyndur getur sambúðin orðið farsæl. Heilsufar Smákvillar herja oft á fólk dags- ins en það hristir þá jafnharðan af sér því að það er sterkbyggt og sleppur yfirleitt við meiri háttar sjúkdóma. 28. OKTÓBER Skapgerð Glaöværð og hressilegt viðmót einkennir afmælisbörn dagsins. Þau eru veglynd og rausnarleg og ákaflega góö heim að sækja. Þetta fólk má ekkert aumt sjá og telur ekki eftir sér aö liösinna þeim sem eru hjálparþurfi. Þaö hefur já- kvæðar lífsskoðanir og er ævin- lega hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Lífsstarf Fólk dagsins á auðvelt með að stjórna öörum og hefur alla burði til að veröa vel látinn og farsæll yfirmaður á vinnustað. Því henta vel störf við heilsugæslu en sú list- hneigö sem í því býr getur beint því á brautir sem tengjast menningu eða listum. Hvert sem starfsvalið verður er mikilvægt aö afmælisbarniö þurfi ekki að lúta stjórn annarra við dagleg störf. Ástalíf Persónutöfrarnir valda því að hitt kyniö dregst að afmælisbarn- inu. Það getur vafiö fólki um fing- ur sér ef því sýnist svo, skipt um félaga eins og aðrir skipta um föt og allar líkur eru á býsna fjöl- skrúöugu ástalífi. Ekki verður þetta þó eintómur dans á rósum en fái afmælisbarnið að hlaupa af sér hornin í friði verður það góður maki þegar þar að kemur. Heilsufar Ekki þarf þessi lukkunnar pam- fíll aö kvarta yfir heilsunni þvi að hann sleppur við alla umtalsverða kvilla. 29. OKTÓBER Skapgerð Fólk dagsins er ljúft í viðmóti og mjög vinsælt. Það er kjarkmikið, einbeitt og afar viljasterkt. Þótt það sé ört í lund og tilfinningaríkt hefur það svo góða sjálfsstjórn að lítið sem ekkert ber á þessum eiginleikum. Vandvirkni og ná- kvæmni eru áberandi í fari afmæl- isbarnsins. Lífsstarf Engu er líkara en einhver lækn- ingakraftur fylgi fólki dagsins. Það og nákvæmni þess og sam- viskusemi gerir það að verkum aö þaö er sem kjörið til læknisstarfa eða annarra starfa aö hjúkrunar- og líknarmálum. Því hentar vel aö vinna sjálfstætt og lætur betur að hafa yfir öðrum að segja en að vinna undir annarra stjórn. Ástalíf Afmælisbörn dagsins njóta hylli hins kynsins og eru sjálf mjög ást- heit. Þau flana ekki aö neinu í þeim efnum en leggja rækt viö til- finningasambönd. Þau eru því allra manna líklegust til að njóta hjúskapargæfu og góðs heimilis- lífs. Heilsufar Þetta er hraust fólk og sterk- byggt en því hættir til að slíta sér út á of mikilli vinnu og ósérhlífnin kemur iöulega niður á heilsunni. 30. OKTÓBER Skapgerð Afmælisbarn dagsins er sjálf- stætt í skoðunum og lætur ekki auðveldlega snúa sér. Það er hreinskilið, stundum óþolinmótt og jaðrar við að vera sjálfbirg- ingslegt. Sjálfstraustið fer ekki fram hjá neinum og fer í taug- arnar á ýmsum. Þegar á reynir kemur staðfestan og ábyrgðartil- finningin sér mjög vel. Lífsstarf Störf við viðskipti og verslun hæfa þessu fólk vel enda er það víða að finna í viðskiptalífinu. Það er óhrætt aö taka djarflegar og af- drifaríkar ákvaröanir og lætur ekki deigan síga þótt á móti blási. Það kann að verða öðrum oftar fyrir öfund en því falla líka sjald- gæf höppískaut. Ástalíf Samskiptin við hitt kyniö eru ekki sterkasta hlið afmælisbarna dagsins. Þau munu þó ganga í það af dugnaði og eljusemi að koma sér upp maka og fjölskyldu. Temji fólk dagsins sér þolinmæöi heima fyrir er líklegt aö hjónabandið verði gott því aö þetta fólk kastar ekki til höndunum við makavalið. Heilsufar Heilsan er góö hjá fólki dagsins en hitapestir geta farið illa með það ef það gætir sín ekki. Þaö ætti að lúra heima fremur en að vera á stjái með hita. 43. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.