Vikan


Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 48
sagðist ætla að gera — hún hafði refsað honum! Griffin vissi að hann yrði að hætta á að henni sárnaði einu sinni enn. Hann vissi að nann yrði að gera henni ljóst hvernig framtíðarsamband þeirra yrði. Það var einungis sanngjarnt. Kvöld eitt, viku eftir að hún hafði bundið hann og skorið utan af honum fötin, lágu þau bæði nakin í rúminu hennar í mildu skini sólarinnar sem var að setjast. Þau voru bæði unaðslega þreytt eftir ástaleikinn og Griffín vildi helst ekki segja neitt en hann vissi að hann yrði að gera það. Hann hélt fast I höndina á henni. Hann vissi að hann yrði að gera henni málið ljóst, vissi að það myndi særa hana. Að lokum sagði hann aðeins: , ,Delía veit að ég færi aldrei frá henni og krökk- unum, Júdý. Ég hef barist of mikið fyrir því sem ég hef aflað til að kasta fjölskyldunni frá mér eða valda henni sársauka.” Það varð löng þögn. Honum leið óþægilega og Júdý var svo lokuð og fjarlæg að hann renndi sér fram úr rúminu og labbaði berrassaður fram í eldhús og kom aftur með flösku af Dom Perign- on í annarri hendinni. ,,Ég skil ekki hvernig hún getur þolað þetta,” sagði júdý. ,,Delía veit að hún getur verið furðanlega örugg með mann sem alltaf er að verða ást- fanginn.” Júdý lét reiði sína í ljós um leið og hann sneri vírnum á kampavínsflöskunni og dró kork- tappann úr flöskunni með fíngr- unum. Hann varð að vera hrein- skilinn við hana. ,,í fyrsta lagi, Júdý, þá hitti ég margar fallegar konur og nýt þess. I öðru lagi á ég líka fjöl- skyldu. Fyrir mér eru þetta gjör- ólík áhugasvið og ég vona að þú gerir þér það Ijóst.” Hún teygði sig eftir glasinu sem hann rétti að henni. , ,Ég meina það, Júdý, ég legg mikla áherslu á það. Ég vil ekki særa þig og ég vil ekki að þú fáir rangar hugmyndir en ég vil að þú skiljir að ég fer aldrei nokkurn tíma frá konunni minni. Hún myndi taka það of nærri sér og ég gæti ekki lifað við það.” Það varð löng þögn. ,,Þetta segja þeir allir.” Hún hvolfdi vandlega úr glasinu sínu yfir höfúðið á honum. ,,Og hver bað þig svo sem um það? Ég ákvað fyrir löngu að gifta mig aldrei. Ég sé ekki hvaða tilgangi það þjónar að gefa óraunhæf lof- orð sem ég er ekki viss um að ég eða nokkur annar geti haldið. ’ ’ Griffin setti niður kampa- vínsflöskuna og fór inn í baðher- bergið. Hún hafði þó ekki mölv- að hana á hausnum á honum. Og hann var loksins búinn að segja þetta hreint út. Júdý hélt áfram dreyminni röddu: ,,Ég er alltaf að segja við sjálfa mig að ég ætti ekki að vilja giftast þér og ég held að ég vilji það ekki. Það er bara að ég þoli ekki að vita af þér giftum ein- hverri annarri. ,,Hún hækkaði róminn svo hann gæti heyrt inn á bað hvað hún var að segja. ,,Ég vil ekki að hamingja mín sé háð einhverjum öðrum aðila og ég get ekki að því gert að mér finnst það nú.” Griffín kom aftur og hún hugsaði með sér hvað hann væri myndarlegur þar sem hann stóð þarna í dyrunum og þurrkaði sér um hárið. Hann reyndi að brosa. „Andskotinn hafí það, Griff- in, gerðu það, hlustaðu á mig. Ég hef alltaf metið sjálfstæði mitt mikils, en nú fínnst mér ég alltaf verða að segja þér allt, Griffín, hvert einasta leyndarmál sem ég á.” Hún leit upp í loftið. ,,Ég veit að þér fínnst ekki þetta sama vegna þess að karlmenn gera það venjulega ekki. Og allt í einu vil ég vera hjá þér alltaf. En skyn- semi mín segir mér að það vilji ég ekki.” Hún lamdi í rúmtepp- ið með hnefunum. Það varð stutt þögn. Skyndilega settist hún upp og hann gat ekki að sér gert að horfa á litlu, bleiku geir- vörturnar á henni. Hann kastaði handklæðinu frá sér á gólfið, gekk til hennar og beygði sig yfir brjóstin, en hún ýtti honum frá sér. „Griffín, ég vil fá að hafa mitt eigið einkalíf. Ef þú ferð að hlæja þá drep ég þig, en ég vil oftfáað vera ein.” Hún lagðist aftur niður á rúmið og dró sængina upp að höku. ,Jafnvel þó þú getir ekki haft augun af brjóstunum á mér.” Hann settist á rúmstokkinn og sagði alvarlegur: ,,Af hverju? Af hverju viltu oft vera ein? ” ,,Vegna þess að svo margir eru hræddir við einveruna í stað þess að njóta hennar. Ég var þannig einu sinni og ég vil ekki verða þannig aftur. Hún settist hægt upp með bakið við koddana og bætti við: ,,Það er mikill munur á því að vera einn og vera einmana. Hann var vantrúaður. Hún hikaði en bætti síðan við: „Auðvitað er stundum ein- manalegt að koma heim á kvöldin eftir erfíðan vinnudag í dimma, tóma íbúð. En ég vil frekar vera niðurdregin stundum en hlekkjuð við einhvern sem mig langar ekki til að vera með. ’ ’ Hún gretti sig. ,,Og ég vil ekki gera nokkrum manni það heldur.” Hún krækti saman höndum fyrir aftan hnakka og geirvörturnar á henni komu aftur í ljós. Einu sinni var það þannig að ef maður sagði mér að hann væri einmana þá bráðnaði ég öll af vorkunnsemi. En nú forða ég mér hið snarasta.” ,,Það hljómar eins og þú viljir bæði geyma kökuna og borða hana. „Ágæt kaka það.” Hann kastaði sér hlæjandi yfir hana. Næst þegar Maxín kom til New York heillaði Griffín hana upp úr skónum. „Það virðist loksins vera að rætast úr þessu hjá okkur,” sagði hún þar sem hún stóð í eldhúsinu hjájúdý og raðaði liljum og bleikum rósum sem hún hafði komið með. Heiðna og ég erum hamingjusamlega giftar með börn og vinnu. Kata er hamingjusamlega skilin og gengur vel sem blaðamaður og rithöfundur. Og þú ert loksins orðin ástfangin.” Hún lyktaði hugsandi af hnöttóttum, ljósbleikum rósa- knúppunum. „Við vonuðum allar að það yrði Nick, síðan vonuðum við allar að það yrði einhver góður strákur.” Hún lauk við að raða I vasann og gekk nokkur skref aftur á bak til að dást að verki sínu. „Og síðan varð okkur alveg sama hver það yrði svo framarlega sem þú yrðir hamingjusöm. Heyrðu, elskan, hvað er allt þetta Dom Perignon að gera í ísskápnum? . . . Jæja, segðu Griffin að þú viljir heldur kampavínið okkar. Og hlustaðu nú því ég þarf að segja þér smá- tíðindi.” — 43 — Síðdegisumferðin I London var öll úr skorðum og Heiðna og Júdý áttu þátt I þvi. Fyrir utan hlið Buckinghamhallar stóð röð af glæsilegum konum með stóra blómahatta og karlar með gráa pípuhatta I svörtum fötum. Þetta voru æruverðugir gestir hennar hátignar drottning- arinnar í hinni árlegu konung- legu garðveislu. Heiðna sá Kötu. Samtök útivinnandi kvenna voru nýbúin að kjósa hana „konu ársins”. Heiðna veifaði boðskortinu sínu I þykku, rauðu umslagi með dökkrauða konung- lega stimplinum að aftan. Tíminn, er nefndur var, var frá f)ögur til sex en maður mátti fara gegnum töfrahliðin klukkan fímmtán mínútur yfir þrjú og margir virtust ætla að gera það. Kata var í ljósri krepdragt frá Tuffín Foale með leggingum á jakkanum, Heiðna I hólk- sniðnum silkikjól með víðum ermum teknum saman að fram- an með nýjasta bleika og gráa art nouveau mynstrinu frá Jean Muir ogjúdý var óvenju látlaust klædd, I sítrónugulri hördragt frá sumartískusýningu Guys og með barðastóran stráhatt. Besti hlutinn var að ganga fram hjá rauðklæddum líf- verðinum, gegnum stóru, svart- mynstruðu járnhliðin sem héldu ferðamönnum I skefjum á sumrin. Þegar þær voru komnar inn fyrir hliðið gengu þær yfír mölina og undir bogann á yfír- lætislausum en glæsilegum innganginum. Þá voru þær komnar inn í innri garðinn og gengu upp breið þrepin sem lögð voru rauðum dregli að dyrunum hjá sjálfri drottning- unni. „Þetta kom sannarlega á óvart, Heiðna. Ég trúi því ekki enn að ég sé I raun og veru komin inn í Buckinghamhöll,” sagði Júdý. „Og ég skil ekki hvernig þú gast reddað þessu.” , ,Það getur enginn reddaðsér inn í Buckinghamhöll,” svaraði 48 Víkan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.