Vikan


Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 42
Vinsælir leikarar: Meryl Streep Það eru orðin átta ár síðan Meryl Streep sást fyrst í kvikmynd. Var það lítið hlutverk í Julia. Því miður fyrir þá ungu og óþekktu leikkonu endaði meiriparturinn af senum hennar hjá klipparanum. Á þessum átta árum, sem liðin eru, hefur Meryl Streep skap- að sér nafn sem ein besta kvikmyndaleikkona nútímans. Þau eru orðin nokkur, hlutverkin sem hún hefur gert ógleymanleg skil. Má nefna ungu brúðina sem skilin er eftir þeg- ar eiginmaðurinn fer til Víetnam í Deer Hunt- er, pólsku flóttakonuna í Sophie's Choice, hina eitilhörðu og sjálfstæðu eiginkonu í Kramer vs Kramer og hina dularfullu og heillandi Sarah í The French Lieutenant's Woman. Hlutverk þessi hafa gert hana að þeirri eftirsóttu leik- konu sem hún er. Meryl Streep fæddist í New Jersey og var skírð Mary Louis. Hún er komin af hol- lenskum innflytjendum. Það var strax á ungl- ingsárunum sem hún komst að þeirri niður- stöðu aö hún vildi verða leikkona. Hún fékk styrk til að stunda nám í Yale School of Drama. Þaðan lá leiðin til New York þar sem hún var ráðin í stuttan tíma við leikhús. Ekki gerði hún langan stans í leikhúsuin, þaö voru kvikmyndirnar sem heilluðu hana. Eftir hið litla hlutverk í Julia fékk Woody Allen henni hlutverk sem fyrrverandi eigin- kona hans í Manhattan. Næst lék hún í The Seduction of Joe Tynan. Þar lék hún lög- fræðing sem var á kafi í pólitík. Það voru svo tvær næstu myndir hennar, Deer Hunter og Kramer vs Kramer, sem réðu Úrslitum um frama hennar. Fyrir hlutverk sitt í síðar- nefndu myndinni hlaut hún óskarsverölaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki. Karel Reisz, leikstjóri í myndinni The French Lieutenant's Woman, segist aldrei hafa verið í vafa um hver ætti að leika hið erfiða kvenhlutverk. „Meryl Streep getur sýnt ótal skapgerðar- einkenni án þess að hafa nokkuð fyrir því, aö því er virðist, og er mjög áköf í að ná full- komnu valdi á hlutverki sínu,” segir Reisz. Sérkennilegur læknir ★ ★ BETHUNE. Loikstjóri: Eric Till. Aflalleikarar: Donald Sutherland og Kate Nelligan. Sýningartími: 88 mínútur. Norman Bethune var kanadískur læknir er var aðallega frægur fyrir þátttöku sína og björgunarstarf í Kína meðan á stríði Kínverja og Japana stóð á fyrri hluta aldarinnar. Kvikmyndin, sem byggð er á ævi hans og nefnist Bethune, segir þó að mjög litlu leyti frá starfi hans þar. I byrjun myndarinnar fylgjumst við með Bethune síðustu daga lífs síns í Kína. Heimildarmyndum af honum er skotið smekklega inn í at- burðarásina. Það er Donald Suther- land sem leikur Norman Bethune. Síöan fylgjumst við með lífsskeiöi hans, sérstaklega stormasömu sam- bandi hans og eiginkonu hans sem Kate Nelligan leikur. Eins og margir snillingar á sínu sviði er Norman Bethune sjálfselskur og eigingjarn og bitnar það á sambúð þeirra hjóna. Þau skilja og giftast aftur og skilja á ný. Meðan Bethune er í blóma lífsins fær hann berkla og verður að leggj- ast inn á stofnun. Hann kann lífinu þar illa og þegar honum finnst lækn- ingin dragast á langinn fremur hann vafasama aðgerð á sjálfum sér sem verður til að hann læknast. Af spítal- anum fer hann beint til Spánar þar sem borgarastyrjöldin er í hámarki og þaðan fer hann til Kína þar sem þessi merkilegi læknir endar líf sitt. Þrátt fyrir góða spretti inn á milli nær Bethune aldrei tökum á áhorf- andanum. Til þess falla hinir ýmsu lífsskeiðskaflar læknisins of illa sam- an. I heild verður myndin hálfrugl- ingsleg lýsing á lífsferli Norman Bethune. Donald Sutherland leikur lækninn og hef ég oft séö þennan ágæta leikara betri. Kate Nelligan er aftur á móti mjög góð sem eiginkona hans sem veröur að þola margt í sambúðinni. Lítil, umdeild og rík ★ ★ GLORIA LITLA (Little Gloria — Happy At Last). Leikstjóri: Waris Hussein. Aðalleikarar: Bette Davis, Angela Lansbury, Christopher Plummer og Lucy Gutteri dge. Sýningartími: 196 minútur, 2 spólur. Gloria litla er byggö á sannsögu- legum atburðum og ættu allir sem eitthvað fylgjast með aö kannast við nafniö Vanderbilt. I tugi ára hefur það táknað auð og völd. Aðalpersón- an í þessari dramatísku sögu er Gloria Morgan. Hún hittir hrnn ríka auðnuleysingja og flagara Reggie Vanderbilt. Það er ást við fyrstu sýn og þau giftast þrátt fyrir mótmæli fjölskyldu hans. Afraksturinn af hjónabandinu er Gloria, dóttir þeirra. Reggie deyr fljótt, að því er best kemur fram af ólifnaöi. Þá byrjar bardaginn um Gloriu litlu. Reggie skildi konu sína eftir aura- lausa, hafði komið því í verk að eyða 25 milljón dollurum í svall og sukk áður en hann lést. Gloria eldri vill nú fara aö lifa líf- inu og þrátt fyrir mótmæli Vander- biltfjölskyldunnar flyst hún til Evrópu með Gloriu litlu. Þetta getur Vanderbiltfjölskyldan ekki látiö viögangast og með aðstoð fóstru litla barnsins fer Gloria litla að hata móður sína. Móðirin vill ekki sleppa barni sínu og upphefjast nú mikil og heiftúðug réttarhöld um um- ráðarétt yfir barninu. Réttarhöldin urðu mjög fræg á sínum tíma og skildu fjölskylduna eftir í sárum. Þótt Gloria sé hvorki verri né betri en aðrar míniseríur á markaönum heföi ég kosið aö hafa myndina styttri og hefði hún þá fyrir bragðiö oröið áhrifameiri. Sannast sagna var ég búinn að fá nóg af þessu basli ríka fólksins áður en myndinni lauk. Allur leikur er til fyrirmyndar og er það aðall þessarar míniseríu. Er ekki hægt að taka einn fram yfir ann- an, þó reynir mest á Lucy Gutte- ridge í hlutverki móðurinnar. Ekki man ég eftir að hafa séð þá leikkonu áöur en þar er á ferðinni góð leik- kona. 42 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.