Vikan


Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 25

Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 25
 Árdegisveisla fyrir vinina I kringum þessi jól eru nokkrir aukafridagar. Það gæti ef til vill gefið okkur nokkurn tíma aflögu fyrir jólin til þess að hitta vini og kunningja. Ekki veitir af að rækta vináttuna og ná að slaka á fyrir síðustu innkaupa- og undirbúningshrinuna. Því ekki að bjóða til árdegisveislu eða brunch eins og það kallast í Ameríku? Hægt er að nota annaðhvort laugardag eða sunnudag og slá tvær flugur í einu höggi, hitta vini og kunningja sem okkur hefur lengi langað til að sjá og um leið að útbúa mat til hátíðarinnar. Orðið brunch er dregið saman úr orðunum breakfast og lunch. Venjulega er boðið til árdegisveislu klukkan 10—11 og henni lýkur um tvöleytið. Það eiga því allir stóran hluta dags- ins eftir til annarra hluta. Með átveislur daganna framundan í huga má maturinn ekki vera of þungur. Auk þeirra rétta, sem stungið er upp á, eiga að vera ávextir, til dæmis greip eða melónubátar með læm. Nokkrar áleggs- pylsur, ef til vill harðfiskur og tvær til þrjár gerðir osta. Ein til tvær gerðir af sultu eða marmelaði ásamt fjölbreyttu brauði frá rúgbrauði til rúsínubrauðs, bollur og rúnstykki. Auk þess ávaxtasafi, kaffi og te. Allar uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns. Audveldur síldarréttur 2 glös maríneruö kryddsíld, 2—3 harösoöin egg, 8 sneiðar sultaöar rauörófur, 1 smátt skorinn laukur, 1 paprika, 2—3 saxaöar sultaöar agúrkur. Salatsósa: 1 dós sýröur rjómi, 2 dl þeyttur rjómi, 1—2 msk. sinnep, 2 msk. kapers. Skeriö síldarnar í tveggja cm breiö stykki og eggin í litla báta. Saxið rauörófur, papriku, lauk og sultaða agúrku í litla teninga. Blandiö þeytta rjómanum saman viö sýröa rjómann, sinnep og kapers. Hellið salatsósunni á fremur djúpt fat. Leggið síldina á fatið í tvær til þrjár raöir meö bili á milli. Á milli eru lagöar raðir af hinu sem er i réttinum. Geymið réttinn á köldum staö þar til hann er bor- inn fram. Fljótlegt síldarsalat Ef síldarrétturinn klárast ekki er mjög fljótlegt að búa til salat úr honum til jólanna. Skeriö síldarbit- ana í teninga og helmingið eggjabát- ana. Blandiö öllu saman viö salatsós- una. Bætiö aöeins viö af rauörófuten- ingum og rétt áöur en boriö er fram einnig eplum skornum í teninga og kartöfluteningum. Kryddiö meö rauðrófuediki, rifnum lauk og pipar. Ef salatsósan er of lítil er hún drýgö meö sýrðum rjóma eöa majónesi. Stráiö miklu af söxuöum, harösoönum eggjum yfir. Ef aöeins er gert síldarsalat er sama uppskrift notuö en aðeins eitt glas af síld. Jóla-karrísíld 6—8 úrbeinaöar, nýjar síldar, 5 dl. edik, 2—2 1/2 dl sykur, 4 tsk. karrí, 2—3 lárviöarlauf, 1 tsk. heil, gróf- möluö piparkorn, 1 tsk. gurkemaje, 1 laukur, skorinn í sneiðar. Hreinsiö síldarnar. Stráiö á þær grófu salti aö innan og utan. Látiö standa í 10—15 mínútur. Skolið og þurrkið flökin. Skeriö þau í hæfilega stóra bita, leggið bitana í pott. Blandið löginn í öörum potti og sjóöiö hann í fimm mínútur. Hellið leginum sjóöandi heitum yfir síldina. Hitiö næstum aö suðumarki. Takiö pottinn af hitanum og látiö hann standa þar til síldin er alveg köld. Beriö fram meö miklu af niöursneiddum lauk. Tertan frá Nizza Þessi terta er eggjaréttur og hann má ekki vanta í árdegisveisluna. Tertubotnana má jafnvel baka daginn áður og eins skera niöur allt efniö í fyllinguna og geyma þaö undir loki eöa álpappír í ísskápnum. Deig: 75 g smjör, 175 g hveiti, 1/2 samanslegiö egg, 2—4 msk. vatn, 1 tsk. edik, 50 g smjör, notaö viö flatn- inguna. Fylling: 1 stór, fínt saxaður laukur, 1 msk. olía, 1 hvítlaukur, 150—200 g skinka, 200 g óðalsostur, 4 egg, 2 dl hveiti, salt, pipar, 1 tsk. basilikum, 1 græn paprika, 5 litlir tómatar, auk þess má hafa 10 svartar ólífur. Fariö meö deigið eins og mördeig. Fletjið þaö út. Klæöiö annan helminginn meö þunnum, köldum smjörsneiöum, leggiö hinn helminginn yfir og fletjiö deigiö út. Leggiö saman og rúllið út þrisvar sinnum í allt. Geymiö deigiö á köldum staö í .nokkrar klukku- stundir. Fletjiö deigiö út á hveiti stráöu boröi í um þaö bil 4 mm þykkt. Klæðiö tertuform (26 cm þvermál) eöa eldfast fat meö deiginu. Pikkið botninn meö gaffli og klippiö jafnt um þaö bil einum sentímetra ofan viö efri brún formsins. Geymiö í ísskáp á meðan fyllingin er gerö. Steikið saxaöan laukinn í oliu. Bætiö hökkuöum hvítlauk og skinku út í og steikiö í nokkrar mínútur. Skeriö ost í teninga. Þeytiö saman egg, rjóma og krydd. Skerið paprikuna í hringi og helmingiö tómatana. Forbakiö botninn í 10 mínútur viö 200 gráður. Blandið osti út í laukinn og skmkuna og dreifiö blöndunni yfir botninn. Helliö eggja- blöndunni yfir. Dreifiö papriku- hringjum, tómötum og ólífum yfir. Bakið tertuna í miöjum ofni í um þaö bil 30 mínútur viö 200 gráöur. Takiö tertuna þó ekki út fyrr en eggja- massinn er alveg stífnaður og brúnin gullinbrún. Kakan er borin fram heit. Eplasalat 4—5 stilkar fínt skoriö sellerí, 250 g niöurskornir, hráir sveppir, 2 stór eph í teningum. Sósa: 1 dl sýrður rjómi, 100 g majónes, sítrónusafi, salt, pipar, karrí og graslaukur. Þessu er blandað saman og hellt yfir sellerí, sveppi og epli. Aö lokum er þurrkuöum graslauk stráö yfir. Jólasalat Fínt skoriö rauðkál og smátt skoriö epli. Salatsósan er gerö úr^ appelsínusafa og sinnepi. %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.