Vikan


Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 39
fara í skoöunarferö um húsin á landareigninni. í hennar huga kallaði bóndabýli fram mynd af glaðværum önnum, strokkum, þreskiþústum, broshýrum mjalta- stúlkum og hestaeykjum sem stóöu upp að hnjám í tjörn fullri af öndum og drukku. Þar sem hún reikaöi á milli eyöilegra grárra húsanna á Yessney óöalssetrinu tók hún fyrst af öllu eftir þrúgandi þögn og einsemd, líkt og heföi hún rekist á eitthvert yfirgefið eyöi- býli, löngu ofurselt uglum og kóngulóarvef; svo fann hún fyrir leyndum og aögætnum f jandskap, sama skugga óséöra hluta sem virtist liggja í leyni í skógi vöxnum giljum og rjóðrum. Bak við þungar huröir og byrgða glugga heyrðist eirðarlaust hófa- tramp eöa hringl í keöju og stundum hálfkæft baul í dýri á bás. í fjarlægu horni fylgdist úfinn hundur meö henni með vökulum en óvingjarnlegum augum; þegar hún kom nær skaust hann hljóð- lega inn í húsiö sitt og smaug jafn- hljóðlega út aftur þegar hún var komin framhjá. Fáeinar hænur, sem voru aö leita að æti undir kvistahrúgu, laumuðust undir hlið þegar hún nálgaðist. Sylviu fannst að hefði hún rekist á einhverjar mannverur í þessum óbyggðum hlöðu og fjóss hefðu þær flúið eins og afturgöngur undan augnaráöi hennar. Þegar hún beygði snöggt fyrir horn rakst hún loks á lifandi veru sem flýöi ekki frá henni. í drullupolli lá endilöng risastór gylta, tröllvaxnari en borgar- konan hefði getað gert sér í hugarlund í villtustu útreikn- ingum sínum á svínakjöti og fljót að taka við sér og reiðast og ef nauðsyn kynni að krefja hrinda þessari óæskilegu innrás. Það var komiö aö Sylviu að leggja á flótta svo lítið bar á. Þar sem hún þræddi sér leið framhjá verkfæra- skúrum og fjósum og löngum gluggalausum veggjum hrökk hún allt í einu í kút við einkennilegt hljóð — bergmál af drengshlátri, gullnum og óræðum. Jan var eini vinnumaðurinn á býlinu, ljóshærð- ur, hrukkóttur bóndadurgur, og hann sást greinilega við störf í kartöflugarði uppi í miðri næstu hæð og þegar Mortimer var spurður þekkti hann engan annan líklegan eöa hugsanlegan upphafsmann þeirrar leyndu hæðni sem Sylvia varð fyrir á flótta sínu. Minningin um þetta órekjanlega bergmál bættist við aðrar hugmyndir hennar um „eitthvað” leynt og uggvænlegt sem var á sveimi í Yessney. Hún sá Mortimer ákaflega lítið; búskapurinn og skógurinn og silungsár virtust gleypa hann frá morgni til kvölds. Einu sinni fór hún í áttina sem hún sá að hann hélt í um morguninn og kom þá að opnu rjóðri milli hnetutrjáa, enn innilokaðra af risavöxnum ýviði. í rjóðrinu miðju stóð stein- stöpull og uppi á honum lítil brons- mynd af unglegum Pan. Þetta var dásamlega vel gerð mynd en það sem helst vakti athygli hennar var að nýskorinn vínberjaklasi hafði verið lagður eins og fórnargjöf við fætur hennar. Vínber voru ekki algeng á óðalssetrinu og Sylvia hrifsaði klasann reiöilega af stallinum. Gremja blandin fyrirlitningu var henni efst í huga þegar hún stikaði heim á leið en vék svo fyrir sterkri kennd sem líktist einna helst ótta; yfir þétt runnaþykkni gretti drengsandlit sig framan í hana, brúnt og fagurt, með ólýsanlega illileg augu. Þetta var afvikinn stígur — raunar voru allir stígar umhverfis Yessney afviknir — og hún hljóp áfram án þess að doka við til að skoða nánar þessa skyndilegu sýn. Það var ekki fyrr en hún kom að húsinu að hún áttaði sig á því að hún hafði misst vínberjaklasann á flóttanum. „Ég sá ungling í skóginum í dag,” sagði hún við Mortimer um kvöldiö, „útitekinn og fremur myndarlegan, en hann virtist vera þorpari. Eflaust var þetta sígaunastrákur.” „Ekki fráleit kenning,” sagði Mortimer, „nema hvað það eru engir sígaunar í skóginum sem stendur.” „Hver var hann þá?” spurði Sylvia og þar sem Mortimer virtist ekki hafa neina kenningu um það hélt hún áfram og greindi frá því að hún hefði fundið fórnar- gjöf. „Ég býst við að þú hafir verið þar að verki,” sagði hún. „Þetta er skaðlaus geðbilun en fólki myndi finnast þú skelfilega kjána- legur ef það vissi af þessu. ’ ’ „Áttirðu eitthvað við þetta?” spurði Mortimer. „Ég — ég fleygði vínberjunum. Þetta virtist svo kjánalegt,” sagði Sylvia og gáði að hvort hún sæi votta fyrir gremju á sviplausu andliti Mortimers. „Ég hef ekki trú á að það hafi veriö skynsamlegt hjá þér,” sagði hann íhugull. „Ég hef heyrt sagt að skógarguðirnir séu harla hræðilegir við þá sem gera þeim miska.” „Þeir eru kannski hræöilegir viö þá sem trúa á þá en sjáöu nú til, það geri ég ekki,” svaraði Sylvia. „Hvað um það?” sagði Mortimer styrkri, blæbrigðalausri rödd. „Ef ég væri þú myndi ég forðast skóginn og aldingarðana og gæta þess aö krækja hjá hyrndu skepnunum á býlinu.” Þetta var auðvitað eintóm þvæla en á þessum afskekkta stað í skóginum virtist þvælan geta getið af sér töluverðan óróleika. „Mortimer,” sagði Sylvia upp úr þurru, „ég held að viö ættum að fara til borgarinnar bráðlega.” Sigur hennar hafði ekki verið jafnalgjör og hún hafði haldið; hann hafði boriö hana á völl sem henni var þegar mikið í mun að hverfa frá. „Ég held að þú farir aldrei aftur til borgarinnar,” sagði Mortimer. Hann virtist vera að staðfæra spá- dóm móður sinnar um hann. Sylvia tók eftir því meö van- þóknun og nokkurri s j álf sf y rirlitn- ingu að gönguferðin hennar daginn eftir var ósjálfrátt farin fjarri skógarþykkninu. Hvað varöaði hymdu skepnumar þurfti naumast viðvörun Mortimers til, í besta falli haföi hún talið þær haldnar vafasömu hlutleysi; ímyndunarafl hennar afkynjaði maddömulegustu mjólkurkýr og breytti þeim í naut sem gátu „séð rautt” á hverri stundu. Hrútinn, sem var á beit í þröngu hólfi handan viö aldingarðinn, hafði hún metið svo, eftir ríflegan reynslutíma, að hann væri rólyndur; þennan dag ákvað hún aftur á móti að láta ekki reyna á spekt hans því skepnan, sem venjulega var svo kyrrlát, sýndi öll merki eirðarleysis og æddi hornanna á milli á beitilandi sínu. Lágt og slitrótt væl, líkt og úr ein- hvers konar sefflautu, barst frá djúpu gili í grenndinni og það virtust einhvers konar lausleg tengsl milli rápsins í skepnunni og villtrar tónlistarinnar í skóginum. Sylvia beindi för sinni upp í móti og klöngraöist upp lyngklæddar hæðir sem bugðuðust hátt fyrir ofan Yessney. Flautuleikurinn var að baki en yfir viöi vaxin gilin við fætur hennar barst henni annars konar hljómlist, gjammið í veiðihundum í eftirför. Yessney var í útjaðri Devon og Somerset og veiðidýrin komu stundum þá leið. Þar kom að Sylvia sá dökkan skrokk sem æddi hæð af hæö og hvarf aftur og aftur úr augsýn þegar hann fór yfir gilin, en að baki honum hækkaði sífellt þessi miskunnarlausi kór og hún stífnaði upp af ákafri samúð sem maður finnur til með öllum sem eru eltir og maður hefur ekki beinan áhuga á að náist. Loks ruddist hann í gegnum ystu röð runna og burkna og þarna stóð másandi, feitur septembertarfur meö glæsilega búna krúnu. Sú leið sem lá beinast viö fyrir hann var að halda niður í brúna polla Undercombe og leita þaðan í uppáhalds griðland rauðu hjartar- dýranna, að sjónum. Sylviu til undrunar sneri hann aftur á móti höfðinu upp í hæðirnar og skokkaði einbeittur áfram yfir lyngið. „Þetta verður skelfilegt,” hugsaöi hún. „Hundarnir fella hann beint fyrir framan nefiö á mér.” En hundakórinn virtist þagnaður um hríð og í stað hans heyrði hún aftur villtan flautu- leikinn, sem ýmist gall hérna megin eða hinum megin, líkt og til að hvetja hjörtinn til hinsta átaks. Sylvia vék vel úr vegi fyrir honum, hálffalin í þykkum berja- runnum, og horfði á hann sveifla sér stirðlega upp í móti, síðurnar dökkar af svita, strítt hárið á hálsinum virtist ljóst í saman- burði við þær. Skyndilega gall flautuhljómurinn hvellur í kringum hana, virtist berast úr runnunum við fætur hennar og í sama mund snerist dýrið mikla á hæli og stefndi beint á hana. Á svipstundu breyttist meðaumkun hennar með veiðidýrinu í tryllta skelfingu yfir hættunni sem hún var sjálf í; þykkar lyngflækjumar hindruöu krampakenndar flótta- tilraunir hennar og hún skimaði örvæntingarfull niður eftir hvort hundamir væru aö koma. Miklir oddar hornanna voru fáeina metra frá henni og í lamandi skelfingu mundi hún allt í einu eftir aðvörun Mortimers um að gæta sín á hyrndum dýrum. Og svo fór um hana snögg gleðikennd er hún sá að hún var ekki ein; mannleg vera stóð fáein skref frá henni, upp að hnjám í berja- runnunum. „Rektu hann burt!” hrópaði hún. En veran bærði ekki á sér. Hornin stefndu beint á brjóst hennar, römm lyktin af veiði- dýrinu var í nösum hennar en augu hennar voru full af hryllingi þar sem hún sá ekki annað en yfir- vofandi dauða sinn. Og í eyrum hennar gall drengshlátur, gullinn og óræður. 50. tbl. Vikan 39 st á hæðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.