Vikan


Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 31

Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 31
1900 Auk þessara þremenninga, risanna eins og þeir eru stund- um nefndir, í sögu anarkismans voru margir merkir hugmynda- smiðir sem þróuðu kenningar út frá þessu eða til hliðar. Þeir sem mest áberandi voru þó allra anarkista voru mennirnir sem um aldamótin 1900 skelfdu alla Evrópu með einstaklings- framtaki sínu í baráttunni og töldu að einunois meó ofbeld1 Krópotkín. yrði þjóðfélaginu breytt á þann veg sem þeir vildu hafa það, stjórnlaust í orðsins afdráttar- lausustu merkingu. Sumar ræður Bakúníns og kenningar ýttu undir þennan skilning á anarkisma, hann er frægur fyrir þessa setningu: Knýjandi eyðileggingarhvöt er einnig skapandi kraftur. Hryðjuverk Sprengjutilræði og þjóð- höfðingjamorð eru það sem lengst situr eftir af ímynd an- arkistanna. Menn skelfdust mjög hótanir og þegar fram- kvæmdir fylgdu í kjölfarið var von að taugatitringur færi um Evrópu. Fórnarlömbin voru meðal annarra Carnot Frakk- landsforseti (1894), Umberto, konungur Ítalíu, (1900) og McKinley Bandaríkjaforseti (1901). Umdeilanlegt er hvort hægt er að kenna velflest til- ræði við ráðamenn á þessum tíma við anarkista en stað- reyndin er sú að það var gert og anarkisk slagorð og sprengjutil- ræði í kjölfar þessara og ann- arra árása studdu menn mjög í að flokka þessa öldu hryðju- verka með anarkisma. Hitt vill oft gleymast að brugðist var mjög harkalega við anarkistum í skjóli þess að þeir væru allir i -n^ir s;'m,j s<MHir. Frjálsar ástir Umrótið, sem kennt hefur verið við anarkisma, kom ekki eingöngu fram í þjóðfélags- átökum og stjórnmálakenning- um. í menningu og listum voru, upp úr aldamótunum 1900 sér- staklega, miklar hræringar, ýmist kenndar v'rð anarkisma eða mjög í anda hans. Upphaf nútímalistar og ýmissa frelsis- hreyfinga í mannlegum sam- skiptum eru í nánum tengslum við uppgang anarkisma. Sumir boðuðu frjálsar ástir, aðrir frjálsa listsköpun og tengslin við anarkismann eru óumdeil- anleg. Á Spáni______________________ Hnignun anarkismans varð er líða tók að seinni heimsstyrjöld- inni. Seinasta meiri háttar vígi anarkista féll er Spánn varð fas- ismanum að bráð undir lok borgarastyrjaldarinnar þar 1938. Þá höfðu anarkistar ráðið borgum og sveitum víða um Spán um lengri tíma og haft tækifæri til að hrinda hugmynd- um sínum í framkvæmd og töldu sér hafa tekist vel upp. Orwell og Gandhi Einn af helstu sagnariturum um anarkisma, George Wood- cock, rekur áhrif anarkisma á nútímasamfélag lengra en til Spánar á fjórða áratugnum. Hann hefur bent á að George Orwell, höfundur 1984 og Animal Farm (íslenska þýðingin heitir Félagi Napóleon), hafi skrifað mjög undir áhrifum an- arkiskra hugmynda og hann telurað Mahathma Gandhi hafi nýtt margt frá anarkistum í frið- sömum en áhrifaríkum mót- mælum og baráttu fyrir frelsi Indlands. Ný sókn anarkisma? Árið er 1977 og lagið: An- archy in the UK. Hljómsveitin er Sex Pistols. Nokkur ár líða, blaðaviðtal við einn af hugmyndafræðingum frjáls- hyggjunnar vekur mikinn úlfa- þyt á íslandi. Milton Friedman segir að allt eigi að gefa frjálst, einnig eiturlyf, mannskepnunni sé ásköpuð sú sjálfsbjargarvið- leitni sem dugi til að ekkert fari úr böndum í frjálsu samfélagi. Hvort tveggja er endurómun af því sem anarkistar hafa sagt fyrr. Vilmundur heitinn Gylfa- son sagði í viðtali í Vikunni að hann hefði margt til anarkisma að sækja. Ef til vill er anarkism- inn í sókn nú, en hvers konar anarkismi? Kenningar kenndar við anarkisma eru ekki einsleit- ar, þær eru margslungnar, þær geta leyst sum mál í smáat- Tiðum og hunsað önnur gersam- lega. Orð dagsins hjá sumum er valddreifing og hæsta stig vald- dreifingar er anarkismi. Hvort hann er það sem sóst er eftir er annað mál. Ef safna ætti hugmynda- fræði anarkistanna í eina setningu væri sennilega best að hafa hana eitthvað á þessa leið: Afneitum öllu yfirvaldi. Og ef taka ætti saman þversagnirnar í framkvæmdinni mætti líta til 19. aldarinnar þegar ágrein- ingurinn stóð um hvort hver og einn ætti að uppskera eftir vinnuframlagi sínu eða þörfum sínum. Og um það stendur slagurinn enn. Bakúnin. 50. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.