Vikan


Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 38
Sylvia Seltoun snæddi morgunveröinn í árdegisstofunni í Yessney meö þeirri þægilegu kennd aö hún hefði unnið loka- sigur, líkt og uppnuminn berserkur hefði getað látið eftir sér að morgni Worcester- orrustunnar. Það mátti naumast segja að hún væri herská í eðli sínu, fremur heyrði hún til þeim hópi stríðsmanna sem betur gengur og eru herskáir vegna kringumstæðna. Örlögin höfðu ákveðið að líf hennar yrði þrungið ýmsum minniháttar átökum, yfir- leitt þannig að heldur hallaöi á hana og yfirleitt hafði henni rétt tekist að verða ofan á. Og nú þótti henni hún vera búin að ná yfir- höndinni í erfiðustu og óum- deilanlega mikilvægustu átökum sem hún hafði lent í. Að giftast Mortimer Seltoun, „Mortimer heitnum”, eins og nánustu ást- vinir hans nefndu hann, þrátt fyrir kalda fjandsemi fjölskyldu hans og þó að hann væri einlæglega skeytingarlaus um konur, var vissulega þrekvirki sem þurfti töluverða einbeitni og lipurð til að vinna; daginn áöur hafði hún komið sigri sínum á lokastig með því að svipta eiginmanni sínum þurt úr borginni og brynningar- stöðunum fylgihnöttum hennar og „setja hann í helgan stein”, svo notað sé orðfæri hennar líka, á þessu afskekkta óðali í skóginum, sveitasetri hans. „Þú færö Mortimer aldrei til að fara,” sagði móðir hans í nöldur- tón, „en ef hann færi samt yrði hann kyrr; Yessney heldur honum næstum jafnföngnum og borgin. Þaö er skiljanlegt hvað heldur honum í borginni en Yessney... ” og ekkjan yppti öxlum. Það var drungaleg, næstum villt órækt í Yessney sem vissulega var ólíklegt aö höfðaði til smekks borgarbúa og Sylvia var, þó svo aö hún bæri þetta nafn, óvön öllu meiri skógi en „lauf- skrúði Kensington”. Hún hafði þá skoðun á sveitinni að hún væri í sjálfu sér ágæt og holl en hætti til að verða erfið ef of mikið var látiö eftir henni. Tortryggni á borgar- lífinu hafði verið nýstárleg fyrir hana, skapaðist af hjónabandi þeirra Mortimers, og hún hafði fylgst af ánægju með því hvernig dofnaði „Jermyn-Street-glamp- inn” sem hún nefndi svo í augum hans þegar skógar og lyng Yessney lukust um þau kvöldið áður. Viljastyrkur hennar og hernaðarlist hafði sigrað; Mortimer yrði kyrr. F yrir utan glugga árdegis- stofunnar var þríhyrndur grasbali sem mátti með góðum vilja kalla tún og hinum megin við lágt lim- gerði úr vanhirtum blómarunnum hneig brattari hlíð með lyngi og burknum niöur í gínandi gil, þéÞ- vaxið eik og ýviði. í opinskárri og taumlausri villimennskunni virtist lífsgleði tengjast laumu- lega skelfingu við óséða hluti. Sylvia brosti ánægjulega meðan hún skoöaði landslagið með lista- skólaskilningi og svo lá allt í einu við að hrollur færi um hana. „Þetta er mjög villt,” sagði hún við Mortimer sem var kominn til hennar. „Maöur gæti næstum haldiö að á svona stað hefði tilbeiðslan á Pan aldrei dáið út til fulls.” „Tilbeiðslan á Pan hefur aldrei dáiö út,” sagði Mortimer. „Aðrir nýrri guöir hafa leitt áhangendur hans afvega stöku sinnum en hann er náttúruguðinn sem allir hljóta aö hverfa til aö lokum. Hann hefur verið nefndur faðir allra guða en flest börn hans hafa fæöst andvana.” Sylvia var trúuð á hreinskilinn hátt og hneigðist örlítið til heit- trúar og hún kærði sig ekki um aö heyra talað um trú sína sem ein- hvers konar nýsprettu, en það var að minnsta kosti nýstárlegt og vakti vonir að heyra Mortimer heitinn tala af slíkum krafti og sannfæringu um eitthvað. „Þú trúir þó ekki í alvöru á Pan?” spurði hún vantrúuð. „Ég hef verið kjáni í flestum efnum,” sagði Mortimer hljóö- lega, „en ég er ekki slíkur kjáni aö trúa ekki á Pan þegar ég er hérna. Og ef þú ert vitur skaltu ekki stæra þig of mikið af því að trúa ekki á hann meöan þú ert í landi hans.” Það var ekki fyrr en viku síðar, þegar Sylvia var búin að tæma töfra gönguferða í skóginum hjá Yessney, að hún vogaði sér að 38 Vikan SO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.