Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 18
FFTIR MARGRETI BLONDAL Pelikan 1973. Rrrrrrrrrrrr, tólið er tekið upp. „Nei, hann er því miður upptek- inn.“ Fjandans hyski, hugsa ég og legg á. Gegnum hugann fara nokkrar vel valdar ræður um þunglamalegar stofnanir og and- styggileg fimmrit. Upptekinn! Ferlega pirrandi hvað allir eru uppteknir af einhverju öðru en mér. Eg læt það eftir mér að skammast heilmikið, gríp síðan eina plötu af handahófí og slengi henni geðvonskulega á plötuspilar- Smjörþefurinn algjört dúndur ann. Ég lít sem snöggvast á umslagið. Fimm ungir menn blasa við mér, niðursoðnir í sardínudós og fyrir ofan stendur UPPTEKN- IR. Ég get ekki annað en glott, þetta var rétt mátulegt á mig og í stað þess að nöldra eins og elliært gamalmenni yfir horfnum góðær- um hækka ég í plötuspilaranum og fer í huganum yfir samtal sem ég átti við Pétur Kristjánsson. Þið vitið alveg hver hann er - hann var til dæmis einu sinni upptekinn í... PELIKAN „Eigum við ekki bara að byrja á haustinu ’74?“ Ég samþykki það að sjálfsögðu, munda pennann og sperri eyrun eins og ég hef séð meðvitaða blaðamenn gera. „Það er annars rétt að minnast aðeins á að við vorum búnir að taka upp plötuna Uppteknir í Am- eríku og þarna um haustið vorum við á leiðinni með aðra sem heitir Lítil fluga. Fyrirtækið, sem við tók- um upp hjá, bauð okkur gull og græna skóga. í okkar tilfelli var gullið fólgið í að kaupa 5000 „Upp- tekna pélíkana" og grænu skóg- arnir voru tónleikaferðalag. Það er óhætt að segja að skógarnir hafi verið ansi ljósgrænir - eigin- lega litlausir í samanburði við það sem lofað var. En það er sama, við spiluðum einum sjö átta sinnum í Massachusetts og þar af voru einir „fullorðinstónleikar". Þeir voru mikið auglýstir og urðu okkur ógleymanlegir. Það var farið með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.