Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 13

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 13
I « f; \ Frá dimission í MR1963. sion beri meiri svip suðrænna kjötkveðjuhátíða en gömlu góðu skólakveðjuathafnarinnar. Grímubúningarnir, sem nú ein- kenna dimissionir framhaldsskól- anna í Reykjavík hvað mest, voru með öllu óþekkt fyrirbæri fyrir 13-1 5 árum. í Menntaskólanum í Reykjavík hafa menn haft það að sið að kveðja rektor og kennara með viðhöfn á tröppum skólans með ræðuhöldum og sungnir voru stúdentasöngar. Síðan var geng- ið um bæinn og eitt af því djarf- asta, sem stúdentsefnin leyfðu sér, var að fleygja frökkum sínum upp í loftið. Árið 1958 tóku stúd- entsefnin upp á því að aka á dráttarvélum um götur bæjarins með heyvagna hlaðna nemend- um í eftirdragi. Fyrir 12 árum tóku nemendur í MH upp á því í sum- um bekkjum, en þá dimitteruðu síðustu bekkir þess skóla, að ein- kenna sig. Einn bekkurinn klæddist hveitipokum sem á voru klippt göt fyrir höfuð og útlimi. Ekki var það íburðarmikill bún- ingur en ef til vill upphafið að því sem síðar varð. Aðeins einu til tveimur árum síðar var það orðið alsiða að bekkir eða útskriftar- hópar úr áfangakerfum skólanna reyndu að upphugsa sem frum- legasta grímubúninga og oft ekkerttil sparað. Um þetta leyti ársins er ekki óvanalegt að sjá Chaplin, trúða, hermenn, Playbo- y-kanínur eða múmíur í Voga- vagninum eða á sprangi um götur borgarinnar. Stundum hefur sumum af eldri kynslóðinni þótt uppátæki ungdómsinskeyra um þverbak. Stúdentsefnin hafa þol- að freistingar dagsins misvel og komið hefur fyrir að skólameistar- ar hafi mátt áminna menn um að sýna stillingu. En hvað um það - menn dimittera ekki nema einu sinni á ævinni — allflestir í það minnsta. Þessi Vika kemurútá sumardaginn fyrsta og sumardagurinn fyrsti gefur möguleika á spá- mennsku. í Sögu daganna segirfrá því sem kallað var að láta „svara sér í sumar- tunglið". Sá sem leit í sumar- tunglið í fyrsta sinn átti að steinþegja og bíða þess að talað væri til hans. Úr því ávarpi mátti svo lesa spádóm. Nýtrúlofuð stúlka settist til dæmis á stól- garm og fékk þessa aðvörun: „Varaðu þig, hann ervaltur." Unnustinn sveik hana um sumarið. Skemmtileg spá- mennska, en varastu að villast í frumskógi táknrænna orða. Það eina sem skiptir verulegu máli er að túlka spádómsorðin djarflega og skemmtilega. Við gefum upp nokkur túlkunar- dæmi. Spádómsorð: Hvaðertu eiginlega að gera? - þýðir stór- kostlegtatvinnutilboð. Láttu ekki eins og asni - þýðir að þú verðir uppgötvaður. Komdu að borða - þýðir aðalvinningur að eigin vali í fegurðarsamkeppni eða happdrætti. Farðu að sofa - þýðir að þú leysir dularfulla morðgátu og komist í heims- fréttirnar! Gamli gangsterinn, James Cagney, er látinn og fjalirnar og hvíta tjald- ið þar með einu goðinu fátækara. Cagney var mjög vinsæll leikari, jafnt meðal samverkamanna sinna sem áhorfenda. Lykillinn að frægð hans og leiksigrum er líklega fólginn í hans eigin orðum: „Það er ekki margt sem ég get kennt þér um leiklist nema þetta: Láttu þig aldrei síga niður á hæl- ana. Slakaðu aldrei á. Ef þú slakar á þá slaka áhorfendur á og spennan fellur. Meintu alltaf hvert orð sem þú segir." Cagney fæddist í New York árið 1904, hætti fljótt í skóla og vann það sem bauðst hverju sinni. Hann byrjaði leiklist- arferil sinn í söngleikjasýningum. Einn þessara söngleikja var kvikmyndaður og keyptu Warner Brostvo leikara úrsýning- unni til að leika í kvikmyndinni. Annar þeirra var Cagney og þannig hófst kvik- myndaferill hans. Hann lék í glæpamynd- um um áratugaskeið og var alltaf hinn harði, ósveigjanlegi en töfrandi töffari, ekta gangster af gamla skólanum og einn fárra sem ógnuðu veldi Humphrey Bog- art. Cagney lék í fjölda frægra mynda en eftirlætismynd hans sjálfs var Yankee James Cagney og systir tians. Jeanne, léku systkin i óskarsverðlaunamyndinni Yankee Doodie Dandy. Doodle Dandy, árgerð 1942. Árið áður hafði hann verið ásakaður um kommún- isma, en með myndinni hreinsaði hann sig af öllum áburði því hún var barma- full af ættjarðarást. Yankee Doodle Dandy sló í gegn og fyrir hana hlaut James Cagney verðlaun gagnrýnenda í New York og hin eftirsóttu óskarsverð- laun. 17. TBL VI KAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.