Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 8
 ur ekti m startsins segir Guðmunda Jónsdóttir, sjónvarpsþula og flugfreyja Það er svo með þulurnar í sjónvarpinu að við teljum okkur þekkja þær tals- vert - enda ekki nema von þar sem þær birtast inni í stofu hjá okkur flest kvöld vikunnar. Guðmunda Jónsdóttir er með- al kunningjanna sem við fáum í heimsókn. Og á hvað horfum við? Jú, hvernig hún er klædd og greidd? Vissulega hlustum við - en klæðaburður og hár er það sem við virkilega tökum eftir. Vikan heimsótti Guðmundu til að spjalla við hana um fötin og þetta með almenningseignina. - Er höfuðverkur fyrir hverja útsendingu að velja þau föt sem þú ætlar að klæðast? „Nei, það er enginn höfuð- verkur fyrir mig - ég fer bara í það sem mér líður best í. Vissu- lega athuga ég að klæðast ekki flík sem ég er nýlega búin að koma fram í. En það er hægt að breyta svo miklu með því að vera kannski í sömu blússunni og fara í annað vesti eða setja upp slaufu. Þá er komið allt annað útlit.“ - Færðu stundum lánað hjá ættingjum og vinum? „Nei, ég geri lítið að því, helst þá hjá mömmu eða vinkonum mínum.“ - Verðurðu mikið vör við að fólk sé að tala um hvernig þú ert klædd? „Eg neita því ekki að ég heyri stundum úti í bæ að Guðmunda hafi verið svona og svona um daginn og oft er það í neikvæðum tón. En ég tek það ekki nærri mér því ég held að fólk haldi um okkur þulurnar að við séum ein- hverjar tískudrósir. Það erum við alls ekki og ég held að fólk geri sér óraunhæfa mynd af okk- ur.“ - Er ekki dýrt að gera sjálfa sig út - ég á við að vera alltaf að kaupa sér föt til að koma fram í? „Nei, ég á ekki fulla skápa af fötum. Og eins og ég sagði hér á undan þá nota ég sömu fötin aft- ur og aftur en geri smábreyting- ar. Við hjónin höfum verið að koma þaki yfir höfuðið á okkur og nýlega eignuðumst við dóttur þannig að það segir sig sjálft að buddan leyfir ekki mikil fata- kaup. En ég er ekkert að leyna því að ég vildi gjarnan geta geng- ið inn í dýru verslanirnar og valið mér föt. Einn góðan veður- dag kemur kannski að því.“ - Nú hefur því verið fleygt að þið fáið háa fjárhæð hjá sjón- varpinu til fatakaupa. Er eitt- hvað til í því? „Nei, það er af og frá - hrein fjarstæða - en ég hef heyrt þetta líka. Sannleikurinn er sá að við fáum okkar laun og það eru eng- ir fatapeningar inni í því dæmi.“ - Að lokum, Guðmunda, ertu almenningseign? „Nei, ég finn ekki svo mikið fyrir því - það er þá helst í flug- inu. Farþegarnir þekkja mig og nefna það stundum - það kemur ekki við mig. Fyrst og síðast er ég bara ég sjálf- ekki þræll starfsins." 8 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.