Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 11
íslenska landsliðið í handknattleik hafnaði í sjötta sæti á heimsmeist- arakeppninni í Sviss og á bak við þennan glæsilega árangur stóð stór hópur fólks. í forustusveitinni var Jón Hjaltalín Magnússon, gamal- reyndur landsliðsmaður og stórskytta, núverandi formaður stjórnar Handknattleikssambands Islands. Við tökum hann tali því eftir stór- sigra eru íþróttahetjurnar okkar fljótar að gleymast. - Hvað fmnst þér, Jón, um útkomuna nú þegar þið eruð vel lentir? „Hún er frábær miðað við það að 128 þjóðir iðka handknattleik sem orðinn er ein vinsælasta íþróttin í Evrópu, Asíu og Afríku. Við settum markið hátt og allir eru ánægðir eftir keppnina. Æfing- ar hjá landsliðinu liggja niðri núna og leikmennirnir leika með sínum félagsliðum. Þeir hafa allir leikið mjög vel eftir keppnina svo undir- búningurinn og þátttakan í heimsmeistarakeppninni hefur skilað sér mjög vel.“ - Nú var mikil fjáröflun í gangi fyrir heimsmeistarakeppnina, hvern- ig hafa peningamálin komið út? „Stjórn HSI setti markið á ólympíuleikana í Seoul og vissi að það væri hægt með þessu liði og Bogdan þjálfara og mjög góðum undir- búningi bæði á leikvelli og fyrir utan hann. Því leituðum við til margra fyrirtækja um stuðning og þau tóku því vel. Einnig leituðum við til þjóðarinnar með tveimur landshappdrættum og ég verð bara að segja eins og er að þessi happdrætti hafa gengið framar öllum okkar vonum, sem sýnir að landsmenn eru mjög áhugasamir um fram- gang landsliðsins. í sambandi við peningamálin er rétt að geta þess að við höfum tek- ið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum á nokkrum mánuðum. Við sendum í desember piltalandsliðið (21 árs og yngri) til Ítalíu á heims- meistaramót pilta og kvennalandsliðið okkar í B-heimsmeistarakeppn- ina í Þýskalandi og svo í febrúar karlalandsliðið til Sviss. Þetta hefur að sjálfsögðu kostað mikinn pening, en okkur hefur tekist að fjár- magna þennan undirbúning með stuðningi margra aðila." - Þið hafið gert nokkra stóra auglýsingasamninga? „Já, handknattleikurinn er gríðarlega vinsæll á íslandi í dag og landsliðið er mikið í fjölmiðlum þannig að fyrirtæki, sem gera samn- ing við okkur, eiga auðvelt með að koma nafni sínu á framfæri. Við njótum stuðnings þjóðarinnar og það er Ijóst að þau fyrirtæki, sem styðja okkur, njóta sama stuðnings." Er það ekki hæpin heilbrigðispólitík að landsliðsstrákarnir séu að auglýsa ávaxtagrauta og Svala og hafa þetta fyrir börnunum? „Ég drekk Svala og borða grautana og börnin okkar gera það líka. Ég tel þetta vera ágætismat, annars mundi hann heldur ekki seljast svona vel og HSÍ ekki auglýsa hann. Við höfum fengið auglýsingatilboð frá erlendum aðilum, en hafnað þeim með einni undantekningu, Adidas, stærsta fyrirtæki í heimi á sviði íþróttavöru. Vjð leitumst við að styðja íslenskan iðnað og kynna íslenskar vörur og ísland. Samningurinn við Sól hf. er gerður í þeim anda.“ - Hvernig ætlið þið að fylgja eftir þeim gífurlega áhuga sem skapað- ist á handboltanum í kringum heimsmeistarakeppnina? „Við stefndum að því að gera okkar besta í þessari keppni og náð- um góðum árangri en mér finnst landsliðsstarfsemin ekki hafa mætt þeim skilningi sem við vonuðumst eftir hjá félögunum, sérstaklega ekki hér í Reykjavík. Unglingarnir flykkjast núna á handknattleiksæf- ingar hjá félögunum svo það er sérstaklega þeirra að nýta sér þennan áhuga sem landsliðið hefur skapað. Við hjá HSÍ munum fylgja þessu eftir með handknattleiksskóla fyrir unglinga, áframhaldandi uppbyggingu yngri landsliðanna, fleiri þjálfaranámskeiðum fyrir þjálfara yngri flokkanna og endurbótum á mótum og keppnisfyrirkomulagi þeirra, einnig með viðræðum við bæjarfélög um byggingu íþróttahúsa." - Nú er þing HSI framundan og núverandi stjórn hefur meðal ann- ars verið gagnrýnd fyrir að gleyma öllu öðru en landsliðinu. Heldur þú að þetta verði átakaþing? „Ég vona svo sannarlega að fulltrúar félaganna taki þátt í þinginu og leggi fram tillögur sem eru til góðs fyrir eflingu handboltans en sitji ekki hljóðir, aðgerðalausir og ánægðir,“ segir Jón Hjaltalín bros- andi. „Þegar við athugum hvað gert hefur verið á undanförnum tveimur árum í uppbyggingu íþróttarinnar og berum það saman við það sem gert var áður, þá er ég ekki hræddur-við þann samanburð. Ég tel að þessi stjórn hafi staðið sig vel og á þinginu verði jafnvel meiri gagnrýni frá stjórninni á félögin en frá félögunum á HSI. Hver vildi að Island væri B eða C þjóð í handbolta núna? Við höfum unn- ið okkur sæti á ólympíuleikunum í Seoul 1988! Fyrir hönd stjórnar HSÍ vil ég nota tækifærið og þakka lesendum yikunnar og öllum þeim sem hafa stutt okkur- á einn eða annan hátt. Árangurinn á heimsmeistarakeppninni er sigur íþróttahreyfingarinn- ar á íslandi og þjóðarinnar en ekki bara landsliðsins og þjálfarans. Kristín Jónsdóttir 17. TBL VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.