Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 6

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 6
í ráðum,“ segir Garðar og heldur áfram: „Nú koma karlmennirnir einir og velja sér föt. Þó eru því miður undantekningar - konurnar eiga það til að vilja hafa hönd í bagga með valið.“ Garðar bætir við að það sé í sjálfu sér í lagi í sumum tilfellum. „En mér finnst stundum sárgrætilegt að horfa á eftir hjón- um með föt sem ég veit að hæfa engan veginn." Hvað segir Garðar um snobbið í kringum merkin? „Það er ekki snobb að ganga í góðum fötum. Ég er með gæðavöru sem hentar öllum! Hins vegar benti hann á að á jökkunum frá Daniel Hechtervæn áfast merki sem hann benti viðskiptavinum sínum ávallt á að klippa af. „Þrátt fyrir það hitti ég stundum menn með merkið saumað kirfilega á. Það kalla ég snobb,“ sagði Garðar. „Ég get nefnt sem dæmi að „upparnir" svokölluðu, það er að segja ungt fólk á uppleið, lætur undir engum kringumstæðum merkin sjást utan á flíkinni." GERÐUR PÁLMADÓTTIR í Flónni er ein af þeim konum sem hanna og láta sauma föt hér á landi. Hún kaupir vönduð efni frá Þýskalandi og Italíu. Eftir að hafa litið á fötin hennar Gerðar er ekki hægt að sjá að hún standi langt að baki með sína fram- leiðslu ef við berum hana saman við innfluttu frægu merkin sem við höfum nefnt hér að framan. Það má segja að Gerður gjaldi máski fyrir að hafa byrjað að versla með notaðan fatnað. En það er liðin tíð og aðspurð segir Gerður að við- skiptavinunum sé alltaf að fjölga. Hún segir að fólk sé óðum að gera sér grein fyrir að íslensk fram- leiðsla, sé hún vel unnin, uppfylli sannarlega kröfur fólks um að vera vel klætt. Við spyrjum Gerði hvort til sé snobblið á Islandi. „Já, það er til. Og ég kalla það Bing & Gröndahl týpurnar. Það er fólk sem ekki kann að raða saman fötum - blandar öllu saman. Þetta er fólk sem kaupir merki án nokk- urs næmis fyrir gæðum eða samvali sem hæfir engan veginn, fólk sem veit ekki hvernig það sjálft er - sem varla er von þar sem þetta fólk er oft að kaupa til að sýnast og reyna að vera eitthvað annað en það er.“ Gerður er sammála hinum við- mælendum okkar að manneskja sé vel klædd ef hvergi sést í „merki". Það er fólk sem ekki er að snobba fyrir fötum.“ Gerður Pálmadóttir á síðusta orðið: „Ég lít á föt sem KARAKTER- EINKENNI - KRYDD TILVER- UNNAR.“ - segir Hjördís Ein af þeim konum, sem vakið hafa athygli fyrir fágaðan klæðaburð, er Hjördís Hvanndal. Hjör- dís er annar eigandi verslunarinnar Fiðrildis- ins. Að reyna að giska á aldur Hjördísar er ekki heiglum hent. Hún klæðir sig ávallt á þann veg að hver kona frá tví- tugu til sextugs gæti verið stolt af. Við fórum á fund Hjördísar til að spjalla smávegis um fataval hennar. Hjördís, ertu alltaf að kaupa þér föt og lifirðu og hræristu í fatatískunni? „Nei, svo sannarlega ekki - en þegar ég vel mér fatnað þá vanda ég valið. Ég kaupi mér föt sem ég get notað árum saman - úr vönduðum efnum sem eru klass- ísk. Ég nota kannski einhverja Hvanndal flík í ákveðinn tíma. Síðan tek ég hana upp og nota hana við eitthvað nýtt sem ég hef keypt mér. I því felst að velja sér flíkur sem eru alltaf „up to date“. Ég hef til dæmis miklar mætur á fötum frá Sonia Rykel og fatnað- ur frá henni er alltaf klassískur.“ - Hjördís, eyðirðu miklu í fatn- að? „Nei, ég kaupi mér smátt og smátt og reyni að velja við það sem ég á inni í skáp heima. Og það má bæta við að það er mikið atriði að velja rétt saman. Slæð- ur og belti geta gjörbreytt ásýndinni. Og síðast en ekki síst er mikilvægt að vera alltaf hreinn og strokinn." - Finnst þér fatnaður á Islandi dýr? „Nei, ég kaupi nær öll mín föt hér heima. Úrvalið er mikið og föt á íslandi eru ódýrari - að minnsta kosti þessi sem við köll- um dýrari merki.“ - Nú rekur þú sjálf verslun með vandaðar flíkur. Finnst þér fólk vera sér meðvitandi um gæði vörunnar? „Já, fólk veltir mikið fyrir sér efnasamsetningu, fólk vill ekta efni jafnvel þótt fatnaðurinn sé dýrari." Hjördís, eru konur á Islandi vel klæddar? „Mér finnst konur hér á landi í flestum tilfellum bera mjög gott skynbragð á hvað er góð flík. Já, ég mundi segja að þær væru vel klæddar." - Að lokum, Hjördís, manstu eftir sjálfri þér í morgunsloppn- um, „Hagkaupssloppnum" fræga? „Nei, ég gekk aldrei í morgun- slopp - ég notaði meira síðbuxur við heimilisstörfin." 6 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.