Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 12

Vikan - 24.04.1986, Side 12
Kennarar kvaddir með pompi og prakt í MS 1 986. MS nemarí bað- fötum frá aldamót- um-árið 1980. ÍZXJD Dimission í MR 1953. Frökkum kastað. ccS cö Siður er að stúdentsefni kveðji skóla sinn með sérstakri viðhöfn síðasta kennsludag fyrir upplestr- arfrí til stúdentsprófs og kallast það dimission í flestum skólum eða einhverju samsvarandi ís- lensku heiti, en orðið dimission er komið úr latínu af sögninni dimittere, að senda burt. Dimissiondagurinn er I öllum skólum dagur mikilla hefða og seremónía. Nemendur eru I þann veginn að yfirgefa skólann sem þeir hafa setið í fjóra vetur og framundan er lokaspretturinn, hin löngu og þungu stúdentspróf. I hugum dimittendanna blandast kæti og söknuður, kvíði og eftir- vænting. Kjarni dimissionarinnar í öllum skólunum er að nú kveðja nem- endur kennara sína, skólastjóra og yngri nemendur, og ekki síst gera þeir sér glaðan dag með ýmsum uppátækjum og sprelli. Þann dag leyfistýmislegt sem ekki má allajafnan innan skóla- veggjanna og dimissiondagurinn verður nemendum venjulega eft- irminnilegur, það er að segja þeim sem á annað borð muna hvað gerðist. Reglan er að fara snemma á fætur og seint að sofa og slá ekki af þess á milli. Stúdenta- söngvareins og Gaudeamus igitur og Sjung om studentens lyckliga dag eru kirjaðir fram í rauðan dauðann. í eldri menntaskólunum má rekja suma siði langt aftur I tím- ann þó umbúnaðurinn hafi breyst í tímans rás. Yngri skólarnir, sem litla sem enga sögu eiga, hafa reynt að skapa sér sínar venjur og má segja að það hafi aftur haft áhrif á ytri umbúnað dimis- sionar í eldri skólunum. Hin löngu og erfiðu stúdentspróf þekkjast heldurekki I mörgum yngri skól- anna og þar með breytist stemmningin. Mörgum þykir nú sem dimis- 12 VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.